Umræða í skotgröfum Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 10. desember 2016 07:00 Fréttir úr slitabúum föllnu bankanna voru fyrirferðarmiklar í vikunni. Sagt var frá hlutabréfaeign Hæstaréttardómara í Glitni og þeirri staðreynd að þeir hefðu dæmt í málum er vörðuðu bankann sjálfan fyrir hrun, og málum sem varða starfsmenn bankans eftir hrun. Í vikulokin voru fluttar sambærilegar fréttir um hlutafjáreign dómara í Landsbankanum, og einnig fréttir af riftunarmálum sem slitastjórn Glitnis íhugaði að höfða vegna úttekta úr bankanum á síðustu metrunum. Þær síðastnefndu vörðuðu ekki dómara. Fréttirnar byggjast í öllum tilvikum á traustum gögnum, sem líklega eru þau sömu í einhverjum tilvikum. Athygli vekur að frumfréttirnar hafa komið fram í að minnsta kosti þremur ólíkum miðlum. Hvergi hafa komið fram efnislegar athugasemdir um innihaldið. Kenningar um að samráð hafi átt sér stað eru fjarstæðukenndar. Raunar er merkilegt að sjá staðhæfingar um slíkt að óathuguðu frá fólki sem vill láta taka sig alvarlega. Fjölmiðlarnir sem fluttu fréttirnar studdust við staðreyndir málsins, ekkert annað. Enginn dómur var felldur um hvort dómarar hefðu verið hæfir eða ekki í dómsmálum, hvort þeir hefðu uppfyllt reglur um skráningar á hagsmunum eða hvort viðskiptavinir bankanna hefðu framið einhver lögbrot með því að taka út háa fjármuni svona rétt áður en það varð um seinan. Fréttamennirnir sinntu sínu starfi og veltu upp spurningum sem þeir í góðri trú telja varða almannahag. Samt þurfa fjölmiðlar að sitja undir gamalkunnu stefi um að þeir gangi annarlegra erinda. Getur einhver í alvöru haldið því fram að tíðindi vikunnar teljist ekki fréttnæm? Það er hins vegar ekki í þeirra verkahring að veita svar við spurningunum, og því var reynt eftir megni að afla álits frá bæði starfandi lögfræðingum og háskólafólki. Fáir, sem ekki má halda fram að hafi beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta, tóku hins vegar vel í þá málaleitan. Svörin báru þess merki. Það er ekki góður vitnisburður um þessar ágætu stéttir sem beinlínis eiga að hafa borgaralega skyldu til að leyfa okkur hinum að njóta sérþekkingar sinnar. Örfáir voru reiðubúnir að tjá sig undir rós og margir nafnlaust, sem ekki dugir í málum af þessu tagi. Sárafáir höfðu þó kjark til að koma fram opinberlega. Umræðan sem í kjölfarið spratt upp í samfélaginu var söm við sig. Menn – meirihlutinn karlar – tóku sér kunnuglega stöðu í skotgröfunum. Svarið við spurningunum áleitnu virtist algerlega fara eftir því hvar menn skipa sér í lið. Eftir stendur að almenningur og við, fjölmiðlafólkið, erum í sjálfu sér engu nær og alltaf á byrjunarreit. Óskandi væri ef hér á landi gæti skapast umræðuhefð sem tæki tillit til staðreynda. Annars munum við sitja föst í sömu hjólförum og aldrei geta rætt okkur að niðurstöðu í neinu máli. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun
Fréttir úr slitabúum föllnu bankanna voru fyrirferðarmiklar í vikunni. Sagt var frá hlutabréfaeign Hæstaréttardómara í Glitni og þeirri staðreynd að þeir hefðu dæmt í málum er vörðuðu bankann sjálfan fyrir hrun, og málum sem varða starfsmenn bankans eftir hrun. Í vikulokin voru fluttar sambærilegar fréttir um hlutafjáreign dómara í Landsbankanum, og einnig fréttir af riftunarmálum sem slitastjórn Glitnis íhugaði að höfða vegna úttekta úr bankanum á síðustu metrunum. Þær síðastnefndu vörðuðu ekki dómara. Fréttirnar byggjast í öllum tilvikum á traustum gögnum, sem líklega eru þau sömu í einhverjum tilvikum. Athygli vekur að frumfréttirnar hafa komið fram í að minnsta kosti þremur ólíkum miðlum. Hvergi hafa komið fram efnislegar athugasemdir um innihaldið. Kenningar um að samráð hafi átt sér stað eru fjarstæðukenndar. Raunar er merkilegt að sjá staðhæfingar um slíkt að óathuguðu frá fólki sem vill láta taka sig alvarlega. Fjölmiðlarnir sem fluttu fréttirnar studdust við staðreyndir málsins, ekkert annað. Enginn dómur var felldur um hvort dómarar hefðu verið hæfir eða ekki í dómsmálum, hvort þeir hefðu uppfyllt reglur um skráningar á hagsmunum eða hvort viðskiptavinir bankanna hefðu framið einhver lögbrot með því að taka út háa fjármuni svona rétt áður en það varð um seinan. Fréttamennirnir sinntu sínu starfi og veltu upp spurningum sem þeir í góðri trú telja varða almannahag. Samt þurfa fjölmiðlar að sitja undir gamalkunnu stefi um að þeir gangi annarlegra erinda. Getur einhver í alvöru haldið því fram að tíðindi vikunnar teljist ekki fréttnæm? Það er hins vegar ekki í þeirra verkahring að veita svar við spurningunum, og því var reynt eftir megni að afla álits frá bæði starfandi lögfræðingum og háskólafólki. Fáir, sem ekki má halda fram að hafi beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta, tóku hins vegar vel í þá málaleitan. Svörin báru þess merki. Það er ekki góður vitnisburður um þessar ágætu stéttir sem beinlínis eiga að hafa borgaralega skyldu til að leyfa okkur hinum að njóta sérþekkingar sinnar. Örfáir voru reiðubúnir að tjá sig undir rós og margir nafnlaust, sem ekki dugir í málum af þessu tagi. Sárafáir höfðu þó kjark til að koma fram opinberlega. Umræðan sem í kjölfarið spratt upp í samfélaginu var söm við sig. Menn – meirihlutinn karlar – tóku sér kunnuglega stöðu í skotgröfunum. Svarið við spurningunum áleitnu virtist algerlega fara eftir því hvar menn skipa sér í lið. Eftir stendur að almenningur og við, fjölmiðlafólkið, erum í sjálfu sér engu nær og alltaf á byrjunarreit. Óskandi væri ef hér á landi gæti skapast umræðuhefð sem tæki tillit til staðreynda. Annars munum við sitja föst í sömu hjólförum og aldrei geta rætt okkur að niðurstöðu í neinu máli. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun