Steinvala á leiði Símonar Peres
Á sínum 70 ára pólitíska ferli var Simon Peres þátttakandi í ákvörðunartökum sem hafa mótað heimssöguna á því svæði þar sem hinstu örlög munu ráðast, að margra mati. Obama vék að því í sínum minningarorðum hvernig dauði fjölskyldu Peresar í helförinni i hinni kristnu Evrópu varð hvati að hans mikla og þrotlausa lífsstarfi. Hann var bæði stríðshaukur og friðardúfa.
Stríð og uppbygging
Peres átti þátt í stofnun Ísraelsríkis sem var frá byrjun eina lýðræðisríkið á svæðinu. Þegnarnir voru stríðshrjáðir, landlausir flóttamenn sem áttu alls engan samastað. Hann átti stóran þátt í að skapa á skömmum tíma þá innviði sem gerði hinu nýstofnaða ríki kleift að taka á móti milljónum flóttamanna sem streymdu alls staðar að úr heiminum.
Hebreskan var endurlífguð eftir 2000 ár, það er einstakt. Hann átti þátt í að byggja upp öflugan her til að verjast fjandsamlegum nágrönnum. Hann vann sleitulaust að því að skapa þjóð sinni örugga og friðsæla tilveru. Aðferðirnar voru því miður ekki alltaf friðsamlegar því það litla og hrjóstruga landsvæði sem þjóð hans var ætlað af alþjóðasamfélaginu við stofnun Ísraelsríkis árið 1948 var á ófriðsamlegu svæði. Gyðingar höfðu búið þar um aldir en einnig Drúsar, Bedúínar og palestínskir arabar sem höfðu ekki skilgreint sig sem þjóð og margir lifðu hirðingjalífi á mun stærra svæði. Svæðið hafði verið í pólitískri upplausn um aldir.
Landamæri
Við dæmum Ísraela hart fyrir að virða ekki öll landamæri. Flest landamæri Mið-Austurlanda hafa verið dregin án nokkurrar lýðræðislegrar aðkomu þess fólks sem á svæðinu býr. Helstu landamæri voru dregin af vestrænum valdhöfum eftir fall Tyrkjaveldis. Þau voru dregin þvert á línur þjóðernishópa, ættbálka, trúarbragða og tungumála. Í dag búa nokkur þjóðarbrot í flest öllum löndum og flestir minnihlutahópar búa við mun verri kjör en Palestínumenn búa við í Ísrael.
Friðarverðlaun Nóbels
Í lok starfsferils síns hafði hann verið ráðherra flestra mikilvægustu ráðuneytanna, verið forsætisráðherra í tvígang og forseti síðustu árin. Friður var alltaf hans markmið. Fyrir framlag sitt til Óslóarsamkomulagsins fékk Peres friðarverðlaun Nóbels árið 1994, ásamt Yitzhak Rabin og Yasser Arafat. Peres var í senn afburðagreindur og mikill bjartsýnismaður og hann dó með friðardrauminn í brjósti.
Við fyllumst reiði
Margir hér á landi fyllast heilagri reiði þegar þeir heyra af yfirgangi Ísraelsmanna gagnvart Palestínumönnum. Þar er auðvelt að flæða yfir í sögulegt gyðingahatur hinnar kristnu Evrópu og finna einn allsherjar sökudólg alls þess sem miður fer. Evrópa kann þá sögu og er nú byrjuð aftur. Nú ríkir upplausnarástand í arabaheimi. Víða má finna ógnarstjórnun og grimmileg stríðsátök. Sýrland er sem helvíti á jörðu, börn, sjúkrastofnanir og aðrir saklausir eru notaðir sem byssufóður, flestir eru hættir að telja. Hvers vegna eru ekki mótmæli hér heima eða hótanir um viðskiptabönn? Á það einungis við þegar gyðingar tengjast málum? Sum Vesturlönd sem eru öflug í vopnaframleiðslu og sölu undir borðið, virðast bara horfa á, sem ábyrgðarlaus. Víða í hinum sundraða arabaheimi er hatrið á Ísrael eina sameiningaraflið og það nýtt til þess ýtrasta í áróðursskyni. Við erum orðin vön að dæma Ísraela mun harðari dómi en við dæmum alla nágranna þeirra og einnig mun harðari dómi en við dæmum okkur sjálf.
Steinvala
Ég dreif mig upp til Jerúsalem. Þegar veraldarleiðtogar höfðu yfirgefið grafarsvæðið á Hertzel-hæðinni sem er þjóðargrafreitur, þá gafst tækifæri til að fara að gröfinni. Tregafull harmonikkutónlist hljómaði og andrúmsloftið var tilfinningaþrungið, kyrrlátt, tár á hvörmum. Við látlausa gröfina voru jú blómakransar en einnig fjölmargar steinvölur sem syrgjendur höfðu sett á leiðið að sið gyðinga. „Grasið visnar, blómin fölna“ en steinvalan deyr ekki. Hún getur haldist óbreytt endalaust, þegar flest annað breytist. Ég lagði steinvölu á leiðið, þannig mun minningin lifa.
Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun

Aðför að menntakerfinu
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Er íslenska þjóðin að eldast?
Þorsteinn Þorsteinsson skrifar

Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk
Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar

Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands
Margrét Gíslínudóttir skrifar

Hvert fer kílómetragjaldið mitt?
Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar

Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga
Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar

Eyðileggjandi umræða
Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar

Lýðræðið sigrar
Snorri Ásmundsson skrifar

Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri
Stefán Ingi Arnarson skrifar

Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld
Bergur Hauksson skrifar

Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda!
Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar

Lítil breyting sem getur skipt sköpum!
Arnar Steinn Þórarinsson skrifar

Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra
Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar

Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu
Ása Lind Finnbogadóttir skrifar

Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur!
Bjarni Þór Sigurðsson skrifar

Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR?
Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar

Kjarkur og kraftur til að breyta
Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar

Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Góður fyrsti aldarfjórðungur
Jón Guðni Ómarsson skrifar

Af hverju stríð?
Helga Þórólfsdóttir skrifar

Donald Trump
Jovana Pavlović skrifar

Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá
Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar

Stækkum Sjálfstæðisflokkinn
Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar

Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu?
Svanur Sigurbjörnsson skrifar

Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda?
Eyþór Máni Steinarsson skrifar

Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit
Matthildur Björnsdóttir skrifar

Stjórnarskráin
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

„Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…”
Marta Wieczorek skrifar

Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili
Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar