Urðu „skotnir í dæminu“ og keyptu Íslendingahótelið í Ölpunum Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. desember 2019 21:30 Hótelið heitir Skihotel Speiereck og er í bænum St. Michael im Lungau. Aðsend Nýr hópur Íslendinga hefur keypt hið svokallaða Íslendingahótel í austurrísku Ölpunum. Hótelið hefur verið vinsæll áfangastaður Íslendinga í gegnum tíðina en rekstur þess hefur verið í höndum Íslendinga í fimmtán ár. Nýir eigendur hlakka til að gera hótelið að sínu og stefna á að taka við fyrstu gestunum fyrir jól.Sjá einnig: Reka hótel í Ölpunum „Við hlökkum bara til!“ Hótelið heitir Skihotel Speiereck og er í bænum St. Michael im Lungau í landi Salzburgar í Austurríki. Guðvarður Gíslason, sem rekur Petersen-svítuna og Gamla bíó hér heima, stendur að rekstrinum ásamt félögum sínum, Árna Rúdolfi Rúdolfssyni og Reyni Elvari Kristinssyni. „Við erum að kaupa húseign sem hefur verið hótel og erum að taka við því þessa dagana. Við erum að laga til og gera allt saman gott áður en við fáum fyrstu gestina sem byrja að koma 19. desember,“ segir Guðvarður, sem nú er staddur úti í Austurríki að undirbúa opnunina, í samtali við Vísi. Guðvarður, Reynir og Árni ásamt Þuríði Þórðardóttur, fyrrverandi eiganda hótelsins.Aðsend „Þetta hefur verið þekkt sem Íslendingahótelið í Austurríki og við erum ekki að sjá fyrir okkur að breyta einu eða neinu nema að laga til í húsinu og gera það meira „okkar“ en hefur verið. Aðrir eigendur hafa staðið vel að verki í heil fimmtán ár. Við hlökkum bara til!“ Stukku út í djúpu laugina Guðvarður, Árni og Reynir hafa verið vinir í mörg ár. Þá eru þeir allir skíðamenn og hafa einmitt heimsótt umrætt Íslendingahótel til skíðaiðkunar – og þótt afar gaman. Guðvarður segir að skíðaáhuginn sé eitt af því sem hafi hvatt félagana til að ráðast í reksturinn. Guðvarður kátur við þrif á eldhúsinu.Aðsend „Svo kemur þetta inn á borð hjá okkur og við urðum bara skotnir í dæminu. Það er stokkið út í djúpu laugina. Af hverju ekki? Við eigum stórar fjölskyldur allir þrír sem hafa áhuga að því að koma að þessu og svo eigum við stóran vinahóp. Við ætlum svo sem ekki að vera einir eigendur að þessu heldur erum við hiklaust að leita að fleiri fjárfestum til að bæta og breyta hótelinu til hins betra.“ Guðvarður segir fjárfestingu félaganna aðeins fólgna í húseigninni, engin viðskipti hafi verið keypt. Þá standi þessa dagana yfir leit að starfsfólki og síðast í dag urðu vendingar í þeim efnum. „Við vorum að ganga frá því í dag að ráða konu sem ætlar að vera hér húsfrú á staðnum fyrir okkar hönd. Hún er íslensk og alvön úr hótelviðskiptum heima á Íslandi.“ Fyrrverandi rekstraraðili kveður Þorgrímur Kristjánsson, sem rak hótelið um árabil ásamt Þuríði Þórðardóttur, kveður hótelið með söknuði í færslu sem hann birti á Facebook í vikunni. Þar óskar hann nýjum eigendum velfarnaðar og kveðst sjálfur stefna á frekari skíðahótelrekstur í Ölpunum. „Nýir aðilar eru búnir að taka við sem er vonandi ánægjuefni og óska ég þeim góðs gengis. Ég er búin að byggja þetta hótel upp síðaststliðin 15 ár. Svona er þetta stundum. Yndislegir gestir og ekki má gleyma frábæru starfsfólki,“ skrifar Þorgrímur. Skjáskot/Facebook Svo virðist sem Íslendinga þyrsti sem aldrei fyrr í skíðaferðir til útlanda. Vefurinn Túristi greindi frá því í vikunni að ferðaskrifstofur fyndu fyrir stórauknum áhuga á skíðaferðum til Evrópu miðað við síðustu ár, einkum til Sviss og Austurríkis. Séð inn á barinn á Skihotel Speiereck.Aðsend Austurríki Íslendingar erlendis Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira
Nýr hópur Íslendinga hefur keypt hið svokallaða Íslendingahótel í austurrísku Ölpunum. Hótelið hefur verið vinsæll áfangastaður Íslendinga í gegnum tíðina en rekstur þess hefur verið í höndum Íslendinga í fimmtán ár. Nýir eigendur hlakka til að gera hótelið að sínu og stefna á að taka við fyrstu gestunum fyrir jól.Sjá einnig: Reka hótel í Ölpunum „Við hlökkum bara til!“ Hótelið heitir Skihotel Speiereck og er í bænum St. Michael im Lungau í landi Salzburgar í Austurríki. Guðvarður Gíslason, sem rekur Petersen-svítuna og Gamla bíó hér heima, stendur að rekstrinum ásamt félögum sínum, Árna Rúdolfi Rúdolfssyni og Reyni Elvari Kristinssyni. „Við erum að kaupa húseign sem hefur verið hótel og erum að taka við því þessa dagana. Við erum að laga til og gera allt saman gott áður en við fáum fyrstu gestina sem byrja að koma 19. desember,“ segir Guðvarður, sem nú er staddur úti í Austurríki að undirbúa opnunina, í samtali við Vísi. Guðvarður, Reynir og Árni ásamt Þuríði Þórðardóttur, fyrrverandi eiganda hótelsins.Aðsend „Þetta hefur verið þekkt sem Íslendingahótelið í Austurríki og við erum ekki að sjá fyrir okkur að breyta einu eða neinu nema að laga til í húsinu og gera það meira „okkar“ en hefur verið. Aðrir eigendur hafa staðið vel að verki í heil fimmtán ár. Við hlökkum bara til!“ Stukku út í djúpu laugina Guðvarður, Árni og Reynir hafa verið vinir í mörg ár. Þá eru þeir allir skíðamenn og hafa einmitt heimsótt umrætt Íslendingahótel til skíðaiðkunar – og þótt afar gaman. Guðvarður segir að skíðaáhuginn sé eitt af því sem hafi hvatt félagana til að ráðast í reksturinn. Guðvarður kátur við þrif á eldhúsinu.Aðsend „Svo kemur þetta inn á borð hjá okkur og við urðum bara skotnir í dæminu. Það er stokkið út í djúpu laugina. Af hverju ekki? Við eigum stórar fjölskyldur allir þrír sem hafa áhuga að því að koma að þessu og svo eigum við stóran vinahóp. Við ætlum svo sem ekki að vera einir eigendur að þessu heldur erum við hiklaust að leita að fleiri fjárfestum til að bæta og breyta hótelinu til hins betra.“ Guðvarður segir fjárfestingu félaganna aðeins fólgna í húseigninni, engin viðskipti hafi verið keypt. Þá standi þessa dagana yfir leit að starfsfólki og síðast í dag urðu vendingar í þeim efnum. „Við vorum að ganga frá því í dag að ráða konu sem ætlar að vera hér húsfrú á staðnum fyrir okkar hönd. Hún er íslensk og alvön úr hótelviðskiptum heima á Íslandi.“ Fyrrverandi rekstraraðili kveður Þorgrímur Kristjánsson, sem rak hótelið um árabil ásamt Þuríði Þórðardóttur, kveður hótelið með söknuði í færslu sem hann birti á Facebook í vikunni. Þar óskar hann nýjum eigendum velfarnaðar og kveðst sjálfur stefna á frekari skíðahótelrekstur í Ölpunum. „Nýir aðilar eru búnir að taka við sem er vonandi ánægjuefni og óska ég þeim góðs gengis. Ég er búin að byggja þetta hótel upp síðaststliðin 15 ár. Svona er þetta stundum. Yndislegir gestir og ekki má gleyma frábæru starfsfólki,“ skrifar Þorgrímur. Skjáskot/Facebook Svo virðist sem Íslendinga þyrsti sem aldrei fyrr í skíðaferðir til útlanda. Vefurinn Túristi greindi frá því í vikunni að ferðaskrifstofur fyndu fyrir stórauknum áhuga á skíðaferðum til Evrópu miðað við síðustu ár, einkum til Sviss og Austurríkis. Séð inn á barinn á Skihotel Speiereck.Aðsend
Austurríki Íslendingar erlendis Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira