Komast ekki að niðurstöðu um alvarlegustu ásakanirnar gegn Weinstein Kjartan Kjartansson skrifar 21. febrúar 2020 23:43 Tugir kvenna hafa sakað Harvey Weinstein, sem er 67 ára gamall, um að hafa beitt sig kynferðislegu ofbeldi eða áreitt sig kynferðislega. Vísir/EPA Kviðdómendur í máli Harveys Weinstein, kvikmyndaframleiðandans sem er sakaður um að hafa beitt fjölda kvenna kynferðislegu ofbeldi og áreitni, hafa ekki náð samstöðu um alvarlegustu ákæruliðina í máli hans í New York. Dómarinn í málinu bað kviðdóminn um að halda áfram að ráða ráðum sínum. Málið gegn Weinstein varðar ásakanir tveggja kvenna um að hann hafi beitt þær kynferðisofbeldi. Hann lýsti sig saklausan af öllum sökum og heldur því fram kynferðislegt samband hans við konunnar hafi verið með vilja þeirra. New York Times segir að kviðdómendur í máli hans hafi sent dómaranum bréf síðdegis í dag þar sem kom fram að þeir hefðu ekki náð niðurstöðu um alvarlegustu ákæruliðina sem lífstíðarfangelsi liggur við en að þeir gætu hafa náð saman um úrskurð um þrjú vægari brot. Spurðu þeir hvort þeir gætu skilað inn úrskurði um hluta ákærunnar án þess að segja hver niðurstaða þeirra væri um brotin sem þeir eru sammála um. Lögmenn Weinstein segjast tilbúnir að fallast á úrskurð um hluta ákærunnar en saksóknarar eru andvígir því. Dómarinn skipaði kvíðdómendunum að halda áfram að ræða málið en sendi þá heim yfir helgina. Weinstein er sakaður um að hafa nauðgað Jessicu Mann þegar hún sóttist eftir því að verða leikkona, og að ráðast kynferðislega á Mimi Haleyi, fyrrverandi aðstoðarframleiðanda. Annabella Sciorra, sem lék í þáttunum um Soprano-fjölskylduna, bar vitni í málinu og sakaði Weinstein um að hafa neytt sig til munnmaka veturinn 1993 eða 1994, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Það brot var fyrnt og gátu saksóknarar ekki ákært Weinstein fyrir það. Fleiri en áttatíu konur hafa stigið fram og sakað Weinstein um kynferðislegt ofbeldi eða áreitni. Ásakanirnar komu af stað MeToo-byltingunni svonefndu þar sem konur komu fram með sögur af kynferðislegri áreitni eða ofbeldi af hálfu valdamanna í viðskiptum, stjórnmálum, fjölmiðlum og afþreyingariðnaðinum. Bandaríkin MeToo Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir „Þetta þurfa allar leikkonur að gera til að slá í gegn“ Sjötta konan, og jafnframt sú síðasta í röðinni, sem sakar kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um kynferðisofbeldi bar vitni gegn honum í dómsal í New York í Bandaríkjunum í gær. 6. febrúar 2020 08:35 Fékk óstjórnlegt grátkast í réttarsal eftir að verjandi Weinstein þjarmaði að henni Gera þurfti skyndilegt hlé á réttarhöldum yfir fyrrverandi kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein þegar kona, sem sakar hann um að hafa nauðgað sér í tvígang, fékk áfall í réttarsal og gat ekki hætt að gráta. 4. febrúar 2020 08:34 Segir Weinstein hafa boðið sér hlutverk í skiptum fyrir kynlíf: „Svona virkar bransinn“ Leikkonan Dawn Dunning bar vitni gegn Harvey Weinstein í dag og lýsti þar meintu kynferðisofbeldi kvikmyndaframleiðandans. 29. janúar 2020 20:47 Bað kviðdóminn að vera óhræddan við að taka „óvinsæla ákvörðun“ Aðalverjandi kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein freistaði þess í lokaræðu sinni í dómsal í New York í dag að sá efasemdafræi í huga kviðdómenda og kasta rýrð á trúverðugleika kvennanna sem báru vitni. 14. febrúar 2020 00:07 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Kviðdómendur í máli Harveys Weinstein, kvikmyndaframleiðandans sem er sakaður um að hafa beitt fjölda kvenna kynferðislegu ofbeldi og áreitni, hafa ekki náð samstöðu um alvarlegustu ákæruliðina í máli hans í New York. Dómarinn í málinu bað kviðdóminn um að halda áfram að ráða ráðum sínum. Málið gegn Weinstein varðar ásakanir tveggja kvenna um að hann hafi beitt þær kynferðisofbeldi. Hann lýsti sig saklausan af öllum sökum og heldur því fram kynferðislegt samband hans við konunnar hafi verið með vilja þeirra. New York Times segir að kviðdómendur í máli hans hafi sent dómaranum bréf síðdegis í dag þar sem kom fram að þeir hefðu ekki náð niðurstöðu um alvarlegustu ákæruliðina sem lífstíðarfangelsi liggur við en að þeir gætu hafa náð saman um úrskurð um þrjú vægari brot. Spurðu þeir hvort þeir gætu skilað inn úrskurði um hluta ákærunnar án þess að segja hver niðurstaða þeirra væri um brotin sem þeir eru sammála um. Lögmenn Weinstein segjast tilbúnir að fallast á úrskurð um hluta ákærunnar en saksóknarar eru andvígir því. Dómarinn skipaði kvíðdómendunum að halda áfram að ræða málið en sendi þá heim yfir helgina. Weinstein er sakaður um að hafa nauðgað Jessicu Mann þegar hún sóttist eftir því að verða leikkona, og að ráðast kynferðislega á Mimi Haleyi, fyrrverandi aðstoðarframleiðanda. Annabella Sciorra, sem lék í þáttunum um Soprano-fjölskylduna, bar vitni í málinu og sakaði Weinstein um að hafa neytt sig til munnmaka veturinn 1993 eða 1994, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Það brot var fyrnt og gátu saksóknarar ekki ákært Weinstein fyrir það. Fleiri en áttatíu konur hafa stigið fram og sakað Weinstein um kynferðislegt ofbeldi eða áreitni. Ásakanirnar komu af stað MeToo-byltingunni svonefndu þar sem konur komu fram með sögur af kynferðislegri áreitni eða ofbeldi af hálfu valdamanna í viðskiptum, stjórnmálum, fjölmiðlum og afþreyingariðnaðinum.
Bandaríkin MeToo Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir „Þetta þurfa allar leikkonur að gera til að slá í gegn“ Sjötta konan, og jafnframt sú síðasta í röðinni, sem sakar kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um kynferðisofbeldi bar vitni gegn honum í dómsal í New York í Bandaríkjunum í gær. 6. febrúar 2020 08:35 Fékk óstjórnlegt grátkast í réttarsal eftir að verjandi Weinstein þjarmaði að henni Gera þurfti skyndilegt hlé á réttarhöldum yfir fyrrverandi kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein þegar kona, sem sakar hann um að hafa nauðgað sér í tvígang, fékk áfall í réttarsal og gat ekki hætt að gráta. 4. febrúar 2020 08:34 Segir Weinstein hafa boðið sér hlutverk í skiptum fyrir kynlíf: „Svona virkar bransinn“ Leikkonan Dawn Dunning bar vitni gegn Harvey Weinstein í dag og lýsti þar meintu kynferðisofbeldi kvikmyndaframleiðandans. 29. janúar 2020 20:47 Bað kviðdóminn að vera óhræddan við að taka „óvinsæla ákvörðun“ Aðalverjandi kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein freistaði þess í lokaræðu sinni í dómsal í New York í dag að sá efasemdafræi í huga kviðdómenda og kasta rýrð á trúverðugleika kvennanna sem báru vitni. 14. febrúar 2020 00:07 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
„Þetta þurfa allar leikkonur að gera til að slá í gegn“ Sjötta konan, og jafnframt sú síðasta í röðinni, sem sakar kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um kynferðisofbeldi bar vitni gegn honum í dómsal í New York í Bandaríkjunum í gær. 6. febrúar 2020 08:35
Fékk óstjórnlegt grátkast í réttarsal eftir að verjandi Weinstein þjarmaði að henni Gera þurfti skyndilegt hlé á réttarhöldum yfir fyrrverandi kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein þegar kona, sem sakar hann um að hafa nauðgað sér í tvígang, fékk áfall í réttarsal og gat ekki hætt að gráta. 4. febrúar 2020 08:34
Segir Weinstein hafa boðið sér hlutverk í skiptum fyrir kynlíf: „Svona virkar bransinn“ Leikkonan Dawn Dunning bar vitni gegn Harvey Weinstein í dag og lýsti þar meintu kynferðisofbeldi kvikmyndaframleiðandans. 29. janúar 2020 20:47
Bað kviðdóminn að vera óhræddan við að taka „óvinsæla ákvörðun“ Aðalverjandi kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein freistaði þess í lokaræðu sinni í dómsal í New York í dag að sá efasemdafræi í huga kviðdómenda og kasta rýrð á trúverðugleika kvennanna sem báru vitni. 14. febrúar 2020 00:07