Jafnrétti í brennidepli Drífa Snædal skrifar 21. febrúar 2020 15:51 Það vakti mikla athygli þegar trúnaðarmenn Eflingar sem nú eru í verkfalli létu í sér heyra við upphaf jafnréttisþings en það var líka svo vel við hæfi. Kjarabarátta Eflingarfólks er jafnréttisbarátta, að störf kvenna verði raunverulega metin til launa eins og rætt hefur verið og ritað í áratugi. Það er ólseig hugmynd að við búum í stéttlausu samfélagi en sú hugmynd getur aðeins þrifist ef kastljósinu er aldrei beint að þeim sem hafa það verst og staðfesta stéttskiptinguna. Og stéttaskipting er kynjuð. Ég naut þess að taka þátt í einum þætti jafnréttisþings þar sem rætt var um framtíð vinnumarkaðarins og loftslagsbreytingar. Umönnunarstörf eru störf sem munu sennilega lifa af allar tæknibreytingar því ekkert kemur í staðinn fyrir mannleg samskipti og umönnun. Það er því mikilvægt, ekki bara í dag heldur fyrir ókomna tíð, að við viðurkennum kvennastörf sem alvöru störf sem hægt er að byggja afkomu sína á. Vinnumarkaðurinn mun breytast mikið í framtíðinni og það geta verið mjög sársaukafullar breytingar. Á Spáni er undið ofan af kolavinnslu með þeim afleiðingum að þúsundir kolanámumanna missa vinnuna. Í Noregi hefur dregið verulega úr olíuiðnaðinum og vel launuðu karlastörfunum fækkar að sama skapi. Í báðum þessum tilvikum er aðkoma verkalýðshreyfingarinnar í að dempa áfallið bráðnauðsynlegt fyrir afkomu þeirra sem missa vinnuna. Hreyfingin í hvoru landi fyrir sig samdi við stjórnvöld um liðsinni við endurmenntun, uppbyggingu nýs starfsvettvangs og í tilviki kolanámumannanna, möguleikann á að komast fyrr á eftirlaun. Þessi hugmyndafræði heitir sanngjörn umskipti og er mál málanna úti í heimi í þeim breytingum sem nú eiga sér stað. Hér á landi er umræðan að hefjast enda er ný tækni víða að leysa mannshöndina af hólmi og atvinnutækifærum fer fækkandi. Jafnrétti, umhverfisáhrif og endurmat starfa verða þar lykilhugtök. Njótið helgarinnar, Drífa Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Jafnréttismál Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Það vakti mikla athygli þegar trúnaðarmenn Eflingar sem nú eru í verkfalli létu í sér heyra við upphaf jafnréttisþings en það var líka svo vel við hæfi. Kjarabarátta Eflingarfólks er jafnréttisbarátta, að störf kvenna verði raunverulega metin til launa eins og rætt hefur verið og ritað í áratugi. Það er ólseig hugmynd að við búum í stéttlausu samfélagi en sú hugmynd getur aðeins þrifist ef kastljósinu er aldrei beint að þeim sem hafa það verst og staðfesta stéttskiptinguna. Og stéttaskipting er kynjuð. Ég naut þess að taka þátt í einum þætti jafnréttisþings þar sem rætt var um framtíð vinnumarkaðarins og loftslagsbreytingar. Umönnunarstörf eru störf sem munu sennilega lifa af allar tæknibreytingar því ekkert kemur í staðinn fyrir mannleg samskipti og umönnun. Það er því mikilvægt, ekki bara í dag heldur fyrir ókomna tíð, að við viðurkennum kvennastörf sem alvöru störf sem hægt er að byggja afkomu sína á. Vinnumarkaðurinn mun breytast mikið í framtíðinni og það geta verið mjög sársaukafullar breytingar. Á Spáni er undið ofan af kolavinnslu með þeim afleiðingum að þúsundir kolanámumanna missa vinnuna. Í Noregi hefur dregið verulega úr olíuiðnaðinum og vel launuðu karlastörfunum fækkar að sama skapi. Í báðum þessum tilvikum er aðkoma verkalýðshreyfingarinnar í að dempa áfallið bráðnauðsynlegt fyrir afkomu þeirra sem missa vinnuna. Hreyfingin í hvoru landi fyrir sig samdi við stjórnvöld um liðsinni við endurmenntun, uppbyggingu nýs starfsvettvangs og í tilviki kolanámumannanna, möguleikann á að komast fyrr á eftirlaun. Þessi hugmyndafræði heitir sanngjörn umskipti og er mál málanna úti í heimi í þeim breytingum sem nú eiga sér stað. Hér á landi er umræðan að hefjast enda er ný tækni víða að leysa mannshöndina af hólmi og atvinnutækifærum fer fækkandi. Jafnrétti, umhverfisáhrif og endurmat starfa verða þar lykilhugtök. Njótið helgarinnar, Drífa
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun