Tónlist

Föstudagsplaylisti Sölku Gullbrár

Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar
Fyndnustu mínar hafa vakið verðskuldaða athygli undanfarin misseri.
Fyndnustu mínar hafa vakið verðskuldaða athygli undanfarin misseri.

Sviðshöfundurinn, uppistandarinn og pönkarinn Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir, kölluð Salka, býður í dag upp á djammvænan heimstónlistarlagalista fyrir Abba-dísir.

Hún er hluti uppistandsþríeykisins Fyndnustu mínar sem bjóða einmitt upp á glensveislu á Kex annað kvöld. Salka verður þó fjarri góðu gamni því hún er í þungunarleyfi um þessar mundir.

Hún er jafnframt fremst á sviði í pönksveitinni Stormy Daniels sem gaf út plötuna AGI STYRKUR EINBEITING HARKA ÚTHALD HAFA GAMAN fyrir rétt rúmu ári síðan.

Hún titlar lagalista sinn „Dansa smá, djamma smá, deyja smá“ og segir hann samanstanda af „skvísu R&B, reggaeton, ABBA og nígerískri Banku tónlist.“

Henni þykir það þó skondið að vera kasólétt að gera svo dansvænan djammlagalista.

„Ég er komin 38 vikur á leið en það þýðir ekki að ég sé ekki til í danspartý á föstudegi!“


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.