Smalling: Ítalía hefur gert mig að betri varnarmanni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2020 12:30 Chris Smalling í leik með Roma. Getty/Giuseppe Maffia Manchester United maðurinn Chris Smalling hefur átt endurnýjun lífdaga í láni hjá ítalska félaginu Roma og hefur nú sett stefnuna á að komast í enska EM-hópinn í sumar. Chris Smalling hefur ekki spilað fyrir enska landsliðið síðan 2017 en hefur vissulega minnst landsliðsþjálfarann Gareth Southgate á sig með góðri frammistöðu í ítalska boltanum. Smalling kann vel við sig á Ítalíu og segir að fjölskyldan hafi komið sér vel fyrir. Hann er líka á því að hann sjálfur sé orðinn betri leikmaður eftir að hafa spilað í ítölsku deildinni. Chris Smalling is hoping for an England recall for #EURO2020 In full: https://t.co/U9ep0Ui13I#ENG#bbcfootballpic.twitter.com/CQIGCCpHsu— BBC Sport (@BBCSport) February 21, 2020 „Auðvitað eru nokkur ár síðan ég spilaði með landsliðinu en metnaður minn er alltaf að komast í enska landsliðið,“ sagði Chris Smalling við breska ríkisútvarpið. Um leið og Chris Smalling missti sætið sitt hjá Manchester United var ekki möguleiki fyrir hann að halda sæti sínu í landsliðinu. Nú eru hins vegar breyttir tímar og Smalling í stóru hlutverki hjá Roma. „Ég veit að Gareth og hans menn hafa komið mætt á nokkra leiki með mér og ég held að þú sért inn í myndinni hjá þeim ef þú ert að spila fyrir stóran klúbb. Ég hef slíkar væntingar en ég reyni bara að einbeita mér að því sem er í gangi núna. Ég væri mikið til í að vera með á EM,“ sagði Smalling. Smalling hefur spilað 31 landsleik fyrir England en það er nóg af samkeppni fyrir hann um að komast í enska EM-hópinn. Þar eru menn eins og Harry Maguire hjá Manchester United, Joe Gomez hjá Liverpool, Tyrone Mings hjá Aston Villa, John Stones hjá Manchester City, Michael Keane hjá Everton og Fikayo Tomori hjá Chelsea. „Mér finnst eins og ég sé að taka inn hjá mér mikið af ítalska stílnum hvað varðar taktík og hvernig sé best að stjórna leikjum. Ég er án efa að bæta við minn leik. Mér finnst ég vera að læra mikið og bæta mig,“ sagði Smalling. EM 2020 í fótbolta Ítalski boltinn Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Fótbolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Sjá meira
Manchester United maðurinn Chris Smalling hefur átt endurnýjun lífdaga í láni hjá ítalska félaginu Roma og hefur nú sett stefnuna á að komast í enska EM-hópinn í sumar. Chris Smalling hefur ekki spilað fyrir enska landsliðið síðan 2017 en hefur vissulega minnst landsliðsþjálfarann Gareth Southgate á sig með góðri frammistöðu í ítalska boltanum. Smalling kann vel við sig á Ítalíu og segir að fjölskyldan hafi komið sér vel fyrir. Hann er líka á því að hann sjálfur sé orðinn betri leikmaður eftir að hafa spilað í ítölsku deildinni. Chris Smalling is hoping for an England recall for #EURO2020 In full: https://t.co/U9ep0Ui13I#ENG#bbcfootballpic.twitter.com/CQIGCCpHsu— BBC Sport (@BBCSport) February 21, 2020 „Auðvitað eru nokkur ár síðan ég spilaði með landsliðinu en metnaður minn er alltaf að komast í enska landsliðið,“ sagði Chris Smalling við breska ríkisútvarpið. Um leið og Chris Smalling missti sætið sitt hjá Manchester United var ekki möguleiki fyrir hann að halda sæti sínu í landsliðinu. Nú eru hins vegar breyttir tímar og Smalling í stóru hlutverki hjá Roma. „Ég veit að Gareth og hans menn hafa komið mætt á nokkra leiki með mér og ég held að þú sért inn í myndinni hjá þeim ef þú ert að spila fyrir stóran klúbb. Ég hef slíkar væntingar en ég reyni bara að einbeita mér að því sem er í gangi núna. Ég væri mikið til í að vera með á EM,“ sagði Smalling. Smalling hefur spilað 31 landsleik fyrir England en það er nóg af samkeppni fyrir hann um að komast í enska EM-hópinn. Þar eru menn eins og Harry Maguire hjá Manchester United, Joe Gomez hjá Liverpool, Tyrone Mings hjá Aston Villa, John Stones hjá Manchester City, Michael Keane hjá Everton og Fikayo Tomori hjá Chelsea. „Mér finnst eins og ég sé að taka inn hjá mér mikið af ítalska stílnum hvað varðar taktík og hvernig sé best að stjórna leikjum. Ég er án efa að bæta við minn leik. Mér finnst ég vera að læra mikið og bæta mig,“ sagði Smalling.
EM 2020 í fótbolta Ítalski boltinn Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Fótbolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Sjá meira