Segir ferðamenn ekki kvarta undan okri Íslendinga Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 10. desember 2016 20:00 Í Fréttablaðinu í dag líkja erlendir ferðamenn dvölinni á Íslandi við að lenda í greipum fjárkúgara, svo mjög blöskraði þeim hátt verð í þjónustu og verslun. Í nýrri könnun sem sagt er frá á vefnum túristi.is kemur fram að tveggja manna hótelherbergi í Reykjavík sé með þeim dýrustu í Evrópu. Eingöngu sé dýrara í Monte Carlo og Genf. Í kjölfar þessara frétta veltir fólk fyrir sér hvort Íslendingar séu orðnir of gráðugir. „Við erum ekki að upplifa að ferðamenn séu að fara héðan óánægðir, ferðamannapúls er tekinn af Ferðamannastofu, Gallup og Isavia. Við sjáum ekkert fall þar á milli mánaða," segir Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður ferðaþjónustu á Íslandsstofu. Samkvæmt könnunum Ferðamálastofu eru 95 prósent ferðamanna ánægðir og 90 prósent ætla að koma aftur. Inga Hlín bendir á að þjónusta og verðlag þurfi að fara saman og ríkisstjórn þurfi að huga að gengismálum. En almennt hafi hún ekki áhyggjur af vinsældum Íslands sem áfangastað og telur óánægjusögur heyra til undantekninga. „Ég tel að við séum ekki komin á þennan stað varðandi ímynd og orðspor. Erlendar umfjallanir eru ekki um hátt verðlag. Hún er um góða upplifun og hve margt er í boði. En við þurfum ef til vill að huga að okkar eigin orðspori, hvernig við tölum um landið okkar sem ferðamannaland," segir Inga Hlín. „Auðvitað er alltaf einhver óánægður og fær ekki sínar væntingar uppfylltar. En við þurfum að huga að heildinni, horfa á stóru myndina, ekki grípa þessa einu neikvæðu sögu. Heldur huga að þessu jákvæða og hvað við erum búin að standa okkur frábærlega í ferðaþjónustunni síðustu ár.“En erum við mjög dýr í samanburði við nágrannalöndin, í verslun og þjónustu? „Ísland verður aldrei ódýr áfangastaður, það er bara þannig," svarar Inga. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Gríðarleg fjölgun ferðamanna í nóvember Um 50 þúsund fleiri ferðamenn sóttu Ísland heim í nóvember á þessu ári miðað við nóvember í fyrra. 6. desember 2016 11:42 Ferðamannasprengja í vetur: Koma ekki bara fyrir norðurljósin Vetrarferðamenn verða tvöfalt fleiri í ár en í fyrra samkvæmt spá Isavia. Áætla má að erlend kortavelta yfir vetrarmánuðina fari yfir fjörutíu milljarða í ár. Bretar eru stærsti einstaki hópurinn. Margir koma bæði að sumri og vetri. 7. desember 2016 09:45 Gistináttagjald þrefaldast Gistináttagjald er gjald sem lagt er á hverja selda gistinótt. 6. desember 2016 16:16 Fannst þau eins og á valdi fjárkúgara í langþráðri brúðkaupsferð á Íslandi Þriggja daga Íslandsheimsókn breskra hjóna var að þeirra sögn því líkust að lenda í greipum fjárkúgara. Lítið hafi verið um dýrðir í langþráðri brúðkaupsferð. Þau segjast afar vonsvikin. Þau muni vara ættingja og vini við háu verði. 10. desember 2016 07:15 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Í Fréttablaðinu í dag líkja erlendir ferðamenn dvölinni á Íslandi við að lenda í greipum fjárkúgara, svo mjög blöskraði þeim hátt verð í þjónustu og verslun. Í nýrri könnun sem sagt er frá á vefnum túristi.is kemur fram að tveggja manna hótelherbergi í Reykjavík sé með þeim dýrustu í Evrópu. Eingöngu sé dýrara í Monte Carlo og Genf. Í kjölfar þessara frétta veltir fólk fyrir sér hvort Íslendingar séu orðnir of gráðugir. „Við erum ekki að upplifa að ferðamenn séu að fara héðan óánægðir, ferðamannapúls er tekinn af Ferðamannastofu, Gallup og Isavia. Við sjáum ekkert fall þar á milli mánaða," segir Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður ferðaþjónustu á Íslandsstofu. Samkvæmt könnunum Ferðamálastofu eru 95 prósent ferðamanna ánægðir og 90 prósent ætla að koma aftur. Inga Hlín bendir á að þjónusta og verðlag þurfi að fara saman og ríkisstjórn þurfi að huga að gengismálum. En almennt hafi hún ekki áhyggjur af vinsældum Íslands sem áfangastað og telur óánægjusögur heyra til undantekninga. „Ég tel að við séum ekki komin á þennan stað varðandi ímynd og orðspor. Erlendar umfjallanir eru ekki um hátt verðlag. Hún er um góða upplifun og hve margt er í boði. En við þurfum ef til vill að huga að okkar eigin orðspori, hvernig við tölum um landið okkar sem ferðamannaland," segir Inga Hlín. „Auðvitað er alltaf einhver óánægður og fær ekki sínar væntingar uppfylltar. En við þurfum að huga að heildinni, horfa á stóru myndina, ekki grípa þessa einu neikvæðu sögu. Heldur huga að þessu jákvæða og hvað við erum búin að standa okkur frábærlega í ferðaþjónustunni síðustu ár.“En erum við mjög dýr í samanburði við nágrannalöndin, í verslun og þjónustu? „Ísland verður aldrei ódýr áfangastaður, það er bara þannig," svarar Inga.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Gríðarleg fjölgun ferðamanna í nóvember Um 50 þúsund fleiri ferðamenn sóttu Ísland heim í nóvember á þessu ári miðað við nóvember í fyrra. 6. desember 2016 11:42 Ferðamannasprengja í vetur: Koma ekki bara fyrir norðurljósin Vetrarferðamenn verða tvöfalt fleiri í ár en í fyrra samkvæmt spá Isavia. Áætla má að erlend kortavelta yfir vetrarmánuðina fari yfir fjörutíu milljarða í ár. Bretar eru stærsti einstaki hópurinn. Margir koma bæði að sumri og vetri. 7. desember 2016 09:45 Gistináttagjald þrefaldast Gistináttagjald er gjald sem lagt er á hverja selda gistinótt. 6. desember 2016 16:16 Fannst þau eins og á valdi fjárkúgara í langþráðri brúðkaupsferð á Íslandi Þriggja daga Íslandsheimsókn breskra hjóna var að þeirra sögn því líkust að lenda í greipum fjárkúgara. Lítið hafi verið um dýrðir í langþráðri brúðkaupsferð. Þau segjast afar vonsvikin. Þau muni vara ættingja og vini við háu verði. 10. desember 2016 07:15 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Gríðarleg fjölgun ferðamanna í nóvember Um 50 þúsund fleiri ferðamenn sóttu Ísland heim í nóvember á þessu ári miðað við nóvember í fyrra. 6. desember 2016 11:42
Ferðamannasprengja í vetur: Koma ekki bara fyrir norðurljósin Vetrarferðamenn verða tvöfalt fleiri í ár en í fyrra samkvæmt spá Isavia. Áætla má að erlend kortavelta yfir vetrarmánuðina fari yfir fjörutíu milljarða í ár. Bretar eru stærsti einstaki hópurinn. Margir koma bæði að sumri og vetri. 7. desember 2016 09:45
Gistináttagjald þrefaldast Gistináttagjald er gjald sem lagt er á hverja selda gistinótt. 6. desember 2016 16:16
Fannst þau eins og á valdi fjárkúgara í langþráðri brúðkaupsferð á Íslandi Þriggja daga Íslandsheimsókn breskra hjóna var að þeirra sögn því líkust að lenda í greipum fjárkúgara. Lítið hafi verið um dýrðir í langþráðri brúðkaupsferð. Þau segjast afar vonsvikin. Þau muni vara ættingja og vini við háu verði. 10. desember 2016 07:15