Dauðadómur Musharrafs markar tímamót í Pakistan Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 17. desember 2019 19:00 Fyrrverandi einræðisherra Pakistans var dæmdur til dauða í dag. Þar með lauk sex ára löngum málaferlum þar sem hann var sakaður um landráð. Pervez Musharraf sölsaði undir sig völdin í Pakistan árið 1999 þegar herinn framdi valdarán. Hann var gerður að forseta landsins árið 2001 og gegndi þeirri stöðu þar til 2008. Í embætti var Musharraf mikilvægur bandamaður Bandaríkjamanna í stríði þeirra í Afganistan. Landráðadómurinn sem nú hefur fallið snýst um atburði nóvembermánaðar árið 2007. Þá lýsti Musharraf yfir neyðarástandi í Pakistan, felldi stjórnarskrá landsins tímabundið úr gildi og lokaði fyrir alla óháða fjölmiðla. Á þessum tíma var Musharraf nýbúinn að ná endurkjöri en hæstiréttur landsins átti eftir að úrskurða um lögmæti kosninganna. Ákvörðuninni var harðlega mótmælt. Musharraf hrökklaðist frá völdum ári síðar og þegar Nawaz Sharif, sem Musharraf steypti af stóli árið 1999, varð forsætisráðherra árið 2013 hóf hann rannsókn á landráðum síns gamla óvinar. Lögmaður Musharrafs var skiljanlega ósáttur við dóminn. Sagði hann skýrast af því að andstæðingar forsetans fyrrverandi hafi verið öfundssjúkir vegna árangurs Musharrafs. Dómurinn er sagður sögulegur og marka tímamót fyrir Pakistan. Hæstaréttarlögmaðurinn Hamid Khan sagði þetta í fyrsta skipti sem einræðisherra hlýtur dóm. Pakistan Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Fyrrverandi einræðisherra Pakistans var dæmdur til dauða í dag. Þar með lauk sex ára löngum málaferlum þar sem hann var sakaður um landráð. Pervez Musharraf sölsaði undir sig völdin í Pakistan árið 1999 þegar herinn framdi valdarán. Hann var gerður að forseta landsins árið 2001 og gegndi þeirri stöðu þar til 2008. Í embætti var Musharraf mikilvægur bandamaður Bandaríkjamanna í stríði þeirra í Afganistan. Landráðadómurinn sem nú hefur fallið snýst um atburði nóvembermánaðar árið 2007. Þá lýsti Musharraf yfir neyðarástandi í Pakistan, felldi stjórnarskrá landsins tímabundið úr gildi og lokaði fyrir alla óháða fjölmiðla. Á þessum tíma var Musharraf nýbúinn að ná endurkjöri en hæstiréttur landsins átti eftir að úrskurða um lögmæti kosninganna. Ákvörðuninni var harðlega mótmælt. Musharraf hrökklaðist frá völdum ári síðar og þegar Nawaz Sharif, sem Musharraf steypti af stóli árið 1999, varð forsætisráðherra árið 2013 hóf hann rannsókn á landráðum síns gamla óvinar. Lögmaður Musharrafs var skiljanlega ósáttur við dóminn. Sagði hann skýrast af því að andstæðingar forsetans fyrrverandi hafi verið öfundssjúkir vegna árangurs Musharrafs. Dómurinn er sagður sögulegur og marka tímamót fyrir Pakistan. Hæstaréttarlögmaðurinn Hamid Khan sagði þetta í fyrsta skipti sem einræðisherra hlýtur dóm.
Pakistan Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira