Ómetanlegir hraunhellar þegar verið stórskemmdir Svavar Hávarðsson skrifar 15. maí 2013 07:00 Einn þekktasti hraunhellir landsins sem hefur, eins og margir fleiri, tapað miklu af gildi sínu. fréttablaðið/vilhelm Óbætanlegur skaði hefur verið unninn á flestum merkustu hraunhellum landsins. Frjáls umferð almennings og ferðaþjónustufyrirtækja í flesta þekkta hella landsins hefur haft þetta í för með sér. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu samráðsnefndar umhverfis- og auðlindaráðherra um verndun hella. Megintillaga nefndarinnar er að allir hraunhellar í landinu verði friðlýstir með heildarfriðun. Árni B. Stefánsson, augnlæknir og hellakönnuður, segir að á síðustu árum hafi ágangur í þekktum hellum stóraukist ár frá ári. Því hafi fylgt hraðari og meiri hrörnun þessara einstöku náttúrufyrirbæra en nokkru sinni fyrr. Hann segir að fjöldi hraunhella á landinu sé á sjötta hundrað að minnsta kosti en ástandið í dag sé með þeim hætti að þorri allra hraunhella í landinu liggi undir skemmdum vegna mannaferða. Sem dæmi nefnir hann alla stóru hellana sem margir þekkja; Surtshelli, Stefánshelli, Raufarhólshelli, Víðgelmi og Borgarhelli. „Þetta eru merkilegustu hellarnir og það er búið að brjóta og fjarlægja allar hraunmyndanir sem þar var að finna í hundraða vís. Þessar skemmdir hafa verið viðvarandi um árabil og ef heldur áfram sem horfir munu þeir hellar sem eftir eru smám saman verða rúnir þeim sérkennum sem þá prýða,“ segir Árni og vísar til sérkenna hellanna eins og dropasteina og hraunstráa. Árni segir að ástandið sé með hreinum ólíkindum hér á landi. Nú séu staðsetningarhnit flestra hraunhella landsins aðgengileg í bókum og á netinu, en erlendis er þessu þveröfugt farið og almennt er staðsetning þeirra einfaldlega ekki gefin upp. „Að gefa upp staðsetningu hellis með þessum hætti er ávísun á skaða og ekkert annað, því miður.“ Árni bætir því við að verndargildi íslenskra hraunhella sé mjög mikið á heimsvísu, enda sé meirihluta slíkra hella hér að finna. Í skýrslunni segir að enn sé töluvert eftir af viðkvæmum og fallegum hellum á landinu en þeir séu jafnt og þétt að skemmast vegna óheftrar umferðar. Þess vegna eru tillögur nefndarinnar um allsherjarfriðun komnar til. Þá segir jafnframt að helsta og raunar eina ógnin við þau náttúruundur sem fólgin eru í íslenskum hellum er umferð manna. „Ástandið, sem einkennist af stöðugum og vaxandi skemmdum, er óviðunandi og kallar á róttæk viðbrögð sem hlýtur að miðast við að forða frekara tjóni jafnhliða því að fólk geti áfram notið þeirrar náttúru sem í hellunum býr.“ Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Óbætanlegur skaði hefur verið unninn á flestum merkustu hraunhellum landsins. Frjáls umferð almennings og ferðaþjónustufyrirtækja í flesta þekkta hella landsins hefur haft þetta í för með sér. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu samráðsnefndar umhverfis- og auðlindaráðherra um verndun hella. Megintillaga nefndarinnar er að allir hraunhellar í landinu verði friðlýstir með heildarfriðun. Árni B. Stefánsson, augnlæknir og hellakönnuður, segir að á síðustu árum hafi ágangur í þekktum hellum stóraukist ár frá ári. Því hafi fylgt hraðari og meiri hrörnun þessara einstöku náttúrufyrirbæra en nokkru sinni fyrr. Hann segir að fjöldi hraunhella á landinu sé á sjötta hundrað að minnsta kosti en ástandið í dag sé með þeim hætti að þorri allra hraunhella í landinu liggi undir skemmdum vegna mannaferða. Sem dæmi nefnir hann alla stóru hellana sem margir þekkja; Surtshelli, Stefánshelli, Raufarhólshelli, Víðgelmi og Borgarhelli. „Þetta eru merkilegustu hellarnir og það er búið að brjóta og fjarlægja allar hraunmyndanir sem þar var að finna í hundraða vís. Þessar skemmdir hafa verið viðvarandi um árabil og ef heldur áfram sem horfir munu þeir hellar sem eftir eru smám saman verða rúnir þeim sérkennum sem þá prýða,“ segir Árni og vísar til sérkenna hellanna eins og dropasteina og hraunstráa. Árni segir að ástandið sé með hreinum ólíkindum hér á landi. Nú séu staðsetningarhnit flestra hraunhella landsins aðgengileg í bókum og á netinu, en erlendis er þessu þveröfugt farið og almennt er staðsetning þeirra einfaldlega ekki gefin upp. „Að gefa upp staðsetningu hellis með þessum hætti er ávísun á skaða og ekkert annað, því miður.“ Árni bætir því við að verndargildi íslenskra hraunhella sé mjög mikið á heimsvísu, enda sé meirihluta slíkra hella hér að finna. Í skýrslunni segir að enn sé töluvert eftir af viðkvæmum og fallegum hellum á landinu en þeir séu jafnt og þétt að skemmast vegna óheftrar umferðar. Þess vegna eru tillögur nefndarinnar um allsherjarfriðun komnar til. Þá segir jafnframt að helsta og raunar eina ógnin við þau náttúruundur sem fólgin eru í íslenskum hellum er umferð manna. „Ástandið, sem einkennist af stöðugum og vaxandi skemmdum, er óviðunandi og kallar á róttæk viðbrögð sem hlýtur að miðast við að forða frekara tjóni jafnhliða því að fólk geti áfram notið þeirrar náttúru sem í hellunum býr.“
Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira