Óttast að skákmót séu smitpyttur Jakob Bjarnar skrifar 2. mars 2020 15:40 Sjálfur Firouzja tók þátt í síðasta Reykjavíkurskákmóti, eins og fjöldi annarra sterkra skákmanna. Íslenskir skákmenn hafa nú áhyggjur af hinum væntanlegu erlendu gestum. Fiona Steil-Antoni Fjörug umræða er á þræði í Facebookhópi sem ber hið gegnsæja nafn Íslenskir skákmenn, þá um hvort fresti þurfi Íslandsmóti skákfélaga (Deildó), sem er fjölmennasti skákviðburður ársins og sjálfu Reykjavíkurskákmótinu í Hörpu vegna kórónuveirunnar. Aðeins eru tvær vikur í Íslandsmótið en Reykjavíkurmótið er um miðjan apríl. Einn keppandi, Davíð Kjartansson, gengur fram af mikilli einurð og hefur lýst því yfir að hann ætli í það minnsta að halda sig heima við vegna smithættu. Káfa á sömu taflmönnunum Skákmenn sjá fyrir sér að það standi ekki margt í vegi ef veiran nær að stinga niður fæti í Hörpu meðan menn sitja yfir svörtu og hvítu reitunum og káfa á taflmönnum hvors annars vinstri hægri. Sverrir Björn Björnsson bendir á að veiran dreifi sér fyrst og fremst með snertingu þannig að lykilatriði er að draga úr líkum á snertismiti. Björn Þorfinnsson var meðal keppenda á síðasta Reykjavíkurskákmóti. Hann tekur jafnframt þátt í alvöruþrunginni umræðu um aðsteðjandi vanda en getur ekki stillt sig um að slá á létta strengi.Fiona Steil-Antoni „Verði mótið haldið á því að banna skákmönnum að takast í hendur yfir borðinu. Einnig þarf að koma í veg fyrir að menn séu mikið að káfa á sömu taflmönnunum. Það verður gert með því að leyfa bara simmetrískan enskan leik og lokaða afbrigðið í sikileyjarvörn í deildó og mælast til þess að menn forðist uppskipti í lengstu lög. Það mætti hugsa sér að setja hámark uppskipta pr. skák.“ Að ýmsu er að hyggja og ef skákmeistarar geta ekki séð fyrir næsta leik, hver getur það þá? „Hugsum okkur eina sviðsmynd,“ segir Jón Þorvaldsson sem lætur mjög til sín taka í hinni áhugaverðu umræðu. „Fjölsetið Íslandsmót skákfélaga á Selfossi. Skyndilega fær einn keppandinn ákafan, háværan hósta af einhverjum orsökum. Hvaða áhrif hefur þetta á líðan og einbeitingu annarra keppenda? Hvað með hóstandann sjálfan?“ Jón er framkvæmdastjóri Eflis og sérfræðingur í almannatengslum. Hann er þekktur vígorðasmiður og bjó m.a. til hið gullna slagorð Happdrættis Háskóla Íslands: „Vænlegast til vinnings. Skákmót algjör smitpyttur Jóni finnst að skákmót séu ekki, fremur en önnur mannamót, öruggur staður til að vera á og ýmsir taka í sama streng. Björn Þorfinnsson birti þessa mynd af sér á Íslenskum skákmönnum og segist klár í slaginn. Mönnum þykir bölvað að slá skákmótin af, þar velta menn því meðal annars fyrir sér hvort Skáksamband Íslands greiði fyrirliggjandi kostnað sem menn hafa lagt út í vegna skákmótsins nú þegar? En, Jón bendir á að það sé vel hugsanlegt að Skáksambandið sé einmitt skaðabótaskylt komi upp fjöldasmit á mótunum. Ekki eru það síst hinir erlendur gestir sem væntanlegir eru sem þátttakendur í umræðunni hafa áhyggjur af. „Ég hef minni áhyggjur af Íslandsmóti Skákfélaga en Reykjavík Open. Þar eru töluvert fleiri erlendir keppendur og Harpan fjölmennur staður fyrir ferðamenn að heimsækja,“ segir Davíð og Una Strand Viðarsdóttir telur að Íslandsmót skákfélaga án erlendra þátttakenda gæti bara verið „svoldið skemmtileg tilbreyting“. Sindri Guðjónsson heldur reyndar að deildarkeppnin sé … „algjör smitpyttur því þar eru allir að hræra fram og til baka í sömu taflmönnunum, og þess á milli með hendurnar í andlitinu o.s.frv.“ Kórónuvera smitast ógnarhratt Sem áður sagði telur Jón Þorvaldsson fulla ástæðu til að öllu með gát. Og vitnar í virtan verkfræðing sem er meðal annars sérfræðingur á sviði áhættumats: „Kórónuveiran smitar óvenjuhratt. Hver einstaklingur með veiruna smitar að jafnaði 2,6 til 3 einstaklinga. Flensuveiran er ekki eins smitandi, hér er talan 1,5 Það tekur ekki langan tíma að stór hluti þjóðarinnar verði smitaður af völdum kórónuveirunnar. Gefum okkur að 10 þús manns verði veik á sama tíma. Þá verða 2 þús alvarlega veikir og 5 prósent eða 500 manns þurfa mikla aðstoð gjörgæslu / öndunarvél. Heilbrigðiskerfið hér ræður aldrei við það. Reykjavík open er eitt viðurkenndasta skákmót heims. Mót af sömu stærðargráðu sem halda átti á svipuðum tíma úti í Dubai hefur verið aflýst.Fiona Steil-Antoni Er ekki skynsamlegt t.d sem byrjun a.m.k. að mæla með því að menn takmarki fjöldasamkomur? Auðvitað eigum við að vera með strangari aðgerðir en er ekki rétt að byrja einhversstaðar og sjá hvort við getum spyrnt á móti?...“ Blindskák er svarið Áskell Örn Kárason vill hins vegar slá á létta strengi og segir: „Blindskák er svarið við COV 19.“ Jón Viktor Gunnarsson skákmaður er heldur ekki til í að gleypa hina alvörugefnu umræðu hráa og segir: „Nauðsynlegt að vera í hönskum líka ef menn taka eitruð peð.“ Og Björn Þorfinnsson blaða- og skákmaður birtir af sér mynd í einangrunargalla og segist í það minnsta tilbúinn í slaginn. Nú nýverið spurðist að Dubai Open hafi verið frestað vegna kórónuveirunnar, sem til stóð að halda í apríl, á svipuðum tíma og Reykjavíkurskákmótið. Þannig að flest bendir til þess að það og Íslandsmót skákfélaga séu í uppnámi. Skák Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavíkurskákmótið Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Fjörug umræða er á þræði í Facebookhópi sem ber hið gegnsæja nafn Íslenskir skákmenn, þá um hvort fresti þurfi Íslandsmóti skákfélaga (Deildó), sem er fjölmennasti skákviðburður ársins og sjálfu Reykjavíkurskákmótinu í Hörpu vegna kórónuveirunnar. Aðeins eru tvær vikur í Íslandsmótið en Reykjavíkurmótið er um miðjan apríl. Einn keppandi, Davíð Kjartansson, gengur fram af mikilli einurð og hefur lýst því yfir að hann ætli í það minnsta að halda sig heima við vegna smithættu. Káfa á sömu taflmönnunum Skákmenn sjá fyrir sér að það standi ekki margt í vegi ef veiran nær að stinga niður fæti í Hörpu meðan menn sitja yfir svörtu og hvítu reitunum og káfa á taflmönnum hvors annars vinstri hægri. Sverrir Björn Björnsson bendir á að veiran dreifi sér fyrst og fremst með snertingu þannig að lykilatriði er að draga úr líkum á snertismiti. Björn Þorfinnsson var meðal keppenda á síðasta Reykjavíkurskákmóti. Hann tekur jafnframt þátt í alvöruþrunginni umræðu um aðsteðjandi vanda en getur ekki stillt sig um að slá á létta strengi.Fiona Steil-Antoni „Verði mótið haldið á því að banna skákmönnum að takast í hendur yfir borðinu. Einnig þarf að koma í veg fyrir að menn séu mikið að káfa á sömu taflmönnunum. Það verður gert með því að leyfa bara simmetrískan enskan leik og lokaða afbrigðið í sikileyjarvörn í deildó og mælast til þess að menn forðist uppskipti í lengstu lög. Það mætti hugsa sér að setja hámark uppskipta pr. skák.“ Að ýmsu er að hyggja og ef skákmeistarar geta ekki séð fyrir næsta leik, hver getur það þá? „Hugsum okkur eina sviðsmynd,“ segir Jón Þorvaldsson sem lætur mjög til sín taka í hinni áhugaverðu umræðu. „Fjölsetið Íslandsmót skákfélaga á Selfossi. Skyndilega fær einn keppandinn ákafan, háværan hósta af einhverjum orsökum. Hvaða áhrif hefur þetta á líðan og einbeitingu annarra keppenda? Hvað með hóstandann sjálfan?“ Jón er framkvæmdastjóri Eflis og sérfræðingur í almannatengslum. Hann er þekktur vígorðasmiður og bjó m.a. til hið gullna slagorð Happdrættis Háskóla Íslands: „Vænlegast til vinnings. Skákmót algjör smitpyttur Jóni finnst að skákmót séu ekki, fremur en önnur mannamót, öruggur staður til að vera á og ýmsir taka í sama streng. Björn Þorfinnsson birti þessa mynd af sér á Íslenskum skákmönnum og segist klár í slaginn. Mönnum þykir bölvað að slá skákmótin af, þar velta menn því meðal annars fyrir sér hvort Skáksamband Íslands greiði fyrirliggjandi kostnað sem menn hafa lagt út í vegna skákmótsins nú þegar? En, Jón bendir á að það sé vel hugsanlegt að Skáksambandið sé einmitt skaðabótaskylt komi upp fjöldasmit á mótunum. Ekki eru það síst hinir erlendur gestir sem væntanlegir eru sem þátttakendur í umræðunni hafa áhyggjur af. „Ég hef minni áhyggjur af Íslandsmóti Skákfélaga en Reykjavík Open. Þar eru töluvert fleiri erlendir keppendur og Harpan fjölmennur staður fyrir ferðamenn að heimsækja,“ segir Davíð og Una Strand Viðarsdóttir telur að Íslandsmót skákfélaga án erlendra þátttakenda gæti bara verið „svoldið skemmtileg tilbreyting“. Sindri Guðjónsson heldur reyndar að deildarkeppnin sé … „algjör smitpyttur því þar eru allir að hræra fram og til baka í sömu taflmönnunum, og þess á milli með hendurnar í andlitinu o.s.frv.“ Kórónuvera smitast ógnarhratt Sem áður sagði telur Jón Þorvaldsson fulla ástæðu til að öllu með gát. Og vitnar í virtan verkfræðing sem er meðal annars sérfræðingur á sviði áhættumats: „Kórónuveiran smitar óvenjuhratt. Hver einstaklingur með veiruna smitar að jafnaði 2,6 til 3 einstaklinga. Flensuveiran er ekki eins smitandi, hér er talan 1,5 Það tekur ekki langan tíma að stór hluti þjóðarinnar verði smitaður af völdum kórónuveirunnar. Gefum okkur að 10 þús manns verði veik á sama tíma. Þá verða 2 þús alvarlega veikir og 5 prósent eða 500 manns þurfa mikla aðstoð gjörgæslu / öndunarvél. Heilbrigðiskerfið hér ræður aldrei við það. Reykjavík open er eitt viðurkenndasta skákmót heims. Mót af sömu stærðargráðu sem halda átti á svipuðum tíma úti í Dubai hefur verið aflýst.Fiona Steil-Antoni Er ekki skynsamlegt t.d sem byrjun a.m.k. að mæla með því að menn takmarki fjöldasamkomur? Auðvitað eigum við að vera með strangari aðgerðir en er ekki rétt að byrja einhversstaðar og sjá hvort við getum spyrnt á móti?...“ Blindskák er svarið Áskell Örn Kárason vill hins vegar slá á létta strengi og segir: „Blindskák er svarið við COV 19.“ Jón Viktor Gunnarsson skákmaður er heldur ekki til í að gleypa hina alvörugefnu umræðu hráa og segir: „Nauðsynlegt að vera í hönskum líka ef menn taka eitruð peð.“ Og Björn Þorfinnsson blaða- og skákmaður birtir af sér mynd í einangrunargalla og segist í það minnsta tilbúinn í slaginn. Nú nýverið spurðist að Dubai Open hafi verið frestað vegna kórónuveirunnar, sem til stóð að halda í apríl, á svipuðum tíma og Reykjavíkurskákmótið. Þannig að flest bendir til þess að það og Íslandsmót skákfélaga séu í uppnámi.
Skák Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavíkurskákmótið Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira