Körfubolti

Wade vill fá forræði yfir börnunum og senda konu sína í geðrannsókn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dwyane Wade, leikmaður Miami Heat í NBA-deildinni.
Dwyane Wade, leikmaður Miami Heat í NBA-deildinni. Mynd/AFP
Það stefnir í mikið réttardrama í skilnaðarmáli Dwyane Wade og konu hans sem verður tekið fyrir í júní. Hjónin hafa verið skilin að borði og sæng síðan í ágúst 2007 en þau eiga tvö börn saman. Dwyane Wade er einn af stærstu stjörnum NBA-deildarinnar í körfubolta og algjör lykilmaður í liði Miami Heat.

Dwyane Wade vill fá forræðið yfir báðum börnum þeirra, 2 og 8 ára strákum og hann vill auk þess að kona sín, Siohvaughn, verði send í geðrannsókn.

Dwyane Wade segir eiginkonu sína hafa sýnt ógnandi hegðun, haldið framhjá sér, að hún noti ofbeldi í uppeldi sona þeirra og neiti honum um að hitta þá. Dwyane Wade mátti sem dæmi ekki taka eldri soninn sinn með á Stjörnuhelgina í Dallas á dögunum.

Siohvaughn hefur haldið því fram að Dwyane Wade hafi yfirgefið börnin sín og að strákarnir hafi verið hræddir að vera í kringum hann. Hún sakar hann einnig um gríðarlegt andlegt ofbeldi. Siohvaughn er meðlimur í einhverskonar trúarhóp og vill Dwyane Wade gera allt til þess að forða börnum sínum að alast upp við slíkar aðstæður.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×