Trump þvertók fyrir sögusagnir CNN um annað á Twitter síðu sinni í dag og kallaði þær falskar fréttir. Hann mun hins vegar vera áfram titlaður framleiðandi þáttarins þegar ný sería hefst í janúar, en þá mun Arnold Scwarzenegger sjá um umsjón þáttarins.
Greint var frá því í gær að Trump hyggðist halda áfram sem einn aðalframleiðandi þáttanna Celebrity Apprentice eftir að hann tekur við embætti í janúar. Trump tekur við forsetaembættinu þann 20. janúar á næsta ári eða 18 dögum eftir að nýja serían af Celebrity Apprentice hefst.
NBC tók ákvörðun í júní síðastliðnum um að slíta samningum við Trump eftir niðrandi ummæli hans í garð innflytjenda í kosningabaráttunni. Serían sem sýnd verður á næsta ári var hins vegar tekin upp í febrúar síðastliðinn, áður en NBC sleit tengslum við Trump.
I have NOTHING to do with The Apprentice except for fact that I conceived it with Mark B & have a big stake in it. Will devote ZERO TIME!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 10, 2016
Reports by @CNN that I will be working on The Apprentice during my Presidency, even part time, are ridiculous & untrue - FAKE NEWS!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 10, 2016