Sá sem svíkur hefur líka gengið í gegnum eitthvað sjálfur Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. desember 2019 16:45 Nanna Kristín í hlutverki sínu í Pabbahelgum. Nanna Kristín Magnúsdóttir, leikkona, handritshöfundur og kvikmyndaleikstjóri, var í morgun tilnefnd til verðlauna Norræna kvikmynda-og sjónvarpssjóðsins fyrir handritið að þáttaröðinni Pabbahelgum sem sýnd var á RÚV í haust. Þættirnir fjalla um hjónaskilnað en Nanna Kristín þykir draga upp einkar raunsæja mynd af annasömu hversdagslífi fólks í tilvistarkreppu. Þáttaröðin er hugarfóstur Nönnu Kristínar því segja má að hún sé „allt í öllu“ í þáttunum því ásamt því að skrifa handritið, þá leikstýrir hún þáttunum og leikur aðalsöguhetjuna, hjónabandsráðgjafann Karen. Verðlaunaafhending fer fram við hátíðlega athöfn í Gautaborg 29. janúar næstkomandi. Verðlaunahafi hlýtur 200.000 norskar krónur. „Mér finnst stórkostlegt að fá svona viðurkenningu erlendis frá,“ segir Nanna Kristín þegar fréttastofa náði tali af henni. „Það segir mér bara að svona heimilissaga virkar úti um allt. Það þarf kannski ekkert alltaf að búa til stóru, stóru sögurnar. Litlu sögurnar virka líka í bland,“ segir Nanna Kristín. Þættirnir hlutu sterk viðbrögð. Nanna Kristín leitaði ekki langt yfir skammt þegar hún skrifaði handritið því sögusviðið er annasamt fjölskyldulíf í Vesturbæ Reykjaíkur. „Ég hef fengið ótrúlega góð viðbrögð gagnvart seríunni og því efni sem við erum að fjalla um þar. Það þarf ekkert endilega að vera að fólk hafi gengið í gegnum skilnað sjálft, þetta snýst líka bara um samskipti kynjanna og samskipti fólks. Það virtust svo margir vera að tengja við þessa litlu hluti í lífinu og hvernig það getur verið eins og stórt fyrirtæki að reka heimili með öllum sem þar búa, með öllum sínum þörfum. Og svo gleymir hún Karen, aðalsöguhetjan í Pabbahelgum, stundum að hugsa um sjálfa sig, það þarf alltaf að vera smá boðskapur,“ segir Nanna Kristín. Hún lagði mikið upp úr persónusköpun í handritavinnunni. „Mig langaði að fá að skrifa heilsteyptar persónur. Við vitum að við, sem einstaklingar, höfum okkar kosti og galla og þannig persónur vildi ég hafa í þáttaröðinni og reyndi því að skrifa aðalsöguhetjuna ekki sem hetju heldur manneskju með galla. Og sá sem svíkur hefur líka gengið í gegnum eitthvað sjálfur. Nanna Kristin er með mörg járn í eldinum. „Ég er með nokkur verkefni í bígerð en þetta er alltaf spurning um fjármagn, hvað dettur inn fyrst. Þetta eru allt mjög spennandi verkefni og ég trúi nú ekki öðru en að það komi framhald á Pabbahelgum, það er allavega rúmt ár í að það gerist, þetta tekur allt tíma.“ Menning Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Nanna Kristín Magnúsdóttir, leikkona, handritshöfundur og kvikmyndaleikstjóri, var í morgun tilnefnd til verðlauna Norræna kvikmynda-og sjónvarpssjóðsins fyrir handritið að þáttaröðinni Pabbahelgum sem sýnd var á RÚV í haust. Þættirnir fjalla um hjónaskilnað en Nanna Kristín þykir draga upp einkar raunsæja mynd af annasömu hversdagslífi fólks í tilvistarkreppu. Þáttaröðin er hugarfóstur Nönnu Kristínar því segja má að hún sé „allt í öllu“ í þáttunum því ásamt því að skrifa handritið, þá leikstýrir hún þáttunum og leikur aðalsöguhetjuna, hjónabandsráðgjafann Karen. Verðlaunaafhending fer fram við hátíðlega athöfn í Gautaborg 29. janúar næstkomandi. Verðlaunahafi hlýtur 200.000 norskar krónur. „Mér finnst stórkostlegt að fá svona viðurkenningu erlendis frá,“ segir Nanna Kristín þegar fréttastofa náði tali af henni. „Það segir mér bara að svona heimilissaga virkar úti um allt. Það þarf kannski ekkert alltaf að búa til stóru, stóru sögurnar. Litlu sögurnar virka líka í bland,“ segir Nanna Kristín. Þættirnir hlutu sterk viðbrögð. Nanna Kristín leitaði ekki langt yfir skammt þegar hún skrifaði handritið því sögusviðið er annasamt fjölskyldulíf í Vesturbæ Reykjaíkur. „Ég hef fengið ótrúlega góð viðbrögð gagnvart seríunni og því efni sem við erum að fjalla um þar. Það þarf ekkert endilega að vera að fólk hafi gengið í gegnum skilnað sjálft, þetta snýst líka bara um samskipti kynjanna og samskipti fólks. Það virtust svo margir vera að tengja við þessa litlu hluti í lífinu og hvernig það getur verið eins og stórt fyrirtæki að reka heimili með öllum sem þar búa, með öllum sínum þörfum. Og svo gleymir hún Karen, aðalsöguhetjan í Pabbahelgum, stundum að hugsa um sjálfa sig, það þarf alltaf að vera smá boðskapur,“ segir Nanna Kristín. Hún lagði mikið upp úr persónusköpun í handritavinnunni. „Mig langaði að fá að skrifa heilsteyptar persónur. Við vitum að við, sem einstaklingar, höfum okkar kosti og galla og þannig persónur vildi ég hafa í þáttaröðinni og reyndi því að skrifa aðalsöguhetjuna ekki sem hetju heldur manneskju með galla. Og sá sem svíkur hefur líka gengið í gegnum eitthvað sjálfur. Nanna Kristin er með mörg járn í eldinum. „Ég er með nokkur verkefni í bígerð en þetta er alltaf spurning um fjármagn, hvað dettur inn fyrst. Þetta eru allt mjög spennandi verkefni og ég trúi nú ekki öðru en að það komi framhald á Pabbahelgum, það er allavega rúmt ár í að það gerist, þetta tekur allt tíma.“
Menning Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein