Gjörbreytt hús Orkuveitunnar verður lágstemmt og hógvært Samúel Karl Ólason skrifar 17. desember 2019 14:43 Gert er ráð fyrir að útboðið verði auglýst í febrúar. Þannig gætu framkvæmdir klárast árið 2022. Orkuveita Reykjavíkur mun bjóða út framkvæmdir við endurbyggingu hluta skrifstofuhúsnæðis fyrirtækisins við Bæjarháls. Endurbyggja þarf útveggi hússins eftir að í ljós kom árið 2017 að það var mikið skemmt af raka. Rétta þarf þrjá af fjórum útveggjum hússins af. Gólfflötur neðri hæða mun stækka en efri hæða minnka og mun húsið taka miklum útlitsbreytingum. Gert er ráð fyrir að útboðið verði auglýst í febrúar. Þannig gætu framkvæmdir klárast árið 2022. Í tilkynningu frá OR segir að hönnun endurbyggingar hússins hafi byggt á fimm grundvallarsjónarmiðum: Viðurkenndum lausnum og útfærslum. Hagkvæmni í byggingu og rekstri. Að byggja á núverandi burðarkerfi. Nýtt yfirbragð, hógvært og lágstemmt. Sveigjanleg og heilsusamleg innanrými. Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, segir í tilkynningunni að frá upphafi hafi verið lögð áhersla á að ana ekki að neinu. „Við skoðuðum marga kosti í stöðunni, greindum þá og mátum og teljum okkur nú vera komin að bestu niðurstöðunni. Það gæti líka orðið hagkvæmara að ráðast í framkvæmdir af þessu tagi nú en hefðum við strax rokið af stað. Bæði hefur dregið úr spennu á byggingamarkaði og vextir eru lægri. Endurbyggingin er ekki hafin og við eigum eftir að sjá hvaða áhrif framkvæmdirnar hafa á starfsemina á Bæjarhálsi. Í því sambandi vil ég nefna seiglu samstarfsfólksins alls í Orkuveitunni sem hefur sýnt þolgæði og sveigjanleika við þetta önuga ástand á húsnæðinu.“ Vesturhúsið var rýmt um leið og rakaskemmdirnar uppgötvuðust voru möguleikarnir í stöðunni greindir. Í tilkynningunni segir að margir kostir hafi verið skoðaðir og kynntir almenningi. Til greina hafi meðal annars komið að klæðahúsið gegnsærri veðurkápu eða rífa það. Að endingu var ákveðið að endurbyggja útveggi Vesturhússins en nota áfram það sem heilt. Þar er um að ræða burðarvirki, gólf og ýmis kerfi hússins eins og lyftur og loftræstibúnað. Héraðsdómur Reykjavíkur dómkvaddi matsmenn til að grafast fyrir um orsakir skemmdanna. Þeir eru enn að störfum en forsvarsmenn OR munu meta réttarstöðu fyrirtækisins á grundvelli niðurstöðu þeirra.Hér að neðan má sjá myndband af því hvernig húsið mun líta út. Verkís vinnur hönnun endurbyggingarinnar en Hornsteinar eru arkitektar hússins. Reykjavík Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Orkuveita Reykjavíkur mun bjóða út framkvæmdir við endurbyggingu hluta skrifstofuhúsnæðis fyrirtækisins við Bæjarháls. Endurbyggja þarf útveggi hússins eftir að í ljós kom árið 2017 að það var mikið skemmt af raka. Rétta þarf þrjá af fjórum útveggjum hússins af. Gólfflötur neðri hæða mun stækka en efri hæða minnka og mun húsið taka miklum útlitsbreytingum. Gert er ráð fyrir að útboðið verði auglýst í febrúar. Þannig gætu framkvæmdir klárast árið 2022. Í tilkynningu frá OR segir að hönnun endurbyggingar hússins hafi byggt á fimm grundvallarsjónarmiðum: Viðurkenndum lausnum og útfærslum. Hagkvæmni í byggingu og rekstri. Að byggja á núverandi burðarkerfi. Nýtt yfirbragð, hógvært og lágstemmt. Sveigjanleg og heilsusamleg innanrými. Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, segir í tilkynningunni að frá upphafi hafi verið lögð áhersla á að ana ekki að neinu. „Við skoðuðum marga kosti í stöðunni, greindum þá og mátum og teljum okkur nú vera komin að bestu niðurstöðunni. Það gæti líka orðið hagkvæmara að ráðast í framkvæmdir af þessu tagi nú en hefðum við strax rokið af stað. Bæði hefur dregið úr spennu á byggingamarkaði og vextir eru lægri. Endurbyggingin er ekki hafin og við eigum eftir að sjá hvaða áhrif framkvæmdirnar hafa á starfsemina á Bæjarhálsi. Í því sambandi vil ég nefna seiglu samstarfsfólksins alls í Orkuveitunni sem hefur sýnt þolgæði og sveigjanleika við þetta önuga ástand á húsnæðinu.“ Vesturhúsið var rýmt um leið og rakaskemmdirnar uppgötvuðust voru möguleikarnir í stöðunni greindir. Í tilkynningunni segir að margir kostir hafi verið skoðaðir og kynntir almenningi. Til greina hafi meðal annars komið að klæðahúsið gegnsærri veðurkápu eða rífa það. Að endingu var ákveðið að endurbyggja útveggi Vesturhússins en nota áfram það sem heilt. Þar er um að ræða burðarvirki, gólf og ýmis kerfi hússins eins og lyftur og loftræstibúnað. Héraðsdómur Reykjavíkur dómkvaddi matsmenn til að grafast fyrir um orsakir skemmdanna. Þeir eru enn að störfum en forsvarsmenn OR munu meta réttarstöðu fyrirtækisins á grundvelli niðurstöðu þeirra.Hér að neðan má sjá myndband af því hvernig húsið mun líta út. Verkís vinnur hönnun endurbyggingarinnar en Hornsteinar eru arkitektar hússins.
Reykjavík Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira