Hægviðrið olli þéttri reykjarþoku Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. janúar 2021 08:46 Hægviðri olli því að flugeldamengun hékk í loftinu og skyggni var því með verra móti á gamlárskvöld. Vísir/Egill Árið 2021 hófst með hægviðri, en eins og margir hafa eflaust tekið eftir fylgdi veðrinu talsverð mengum á höfuðborgarsvæðinu. Loftið var nokkuð rakt á suðvesturhorninu í gærkvöldi og aðeins farið að bera á þokubökkum fyrir miðnætti. Svifryk frá flugeldum gerði svo útslagið og úr varð þétt þoka úr röku lofti og reyk. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Þar segir að nú í morgun sé loftið farið að hreinsast, þó enn sitji ryk í lægðum. „Er líður á daginn er þó vaxandi sunnanátt vestantil á landinu sem mun blása restunum af svifrykinu í burtu. Í kvöld hlýnar og þykknar upp með rigningu en áfram verður bjart og kalt í öðrum landshlutum framá morgundagin,“ segir í færslu veðurfræðings sem endar með ósk um gleðilegt nýtt ár. Hér að neðan má sjá veðurhorfur á landinu næstu daga, samkvæmt Veðurstofu Íslands. Á sunnudag:Sunnan og síðar suðvestan 8-15 m/s, hvassast við vesturströndina. Rigning eða súld sunnan og vestantil en þurrt að mestu í öðrum landshlutum. Gengur í suðvestan 13-18 með slyddu á Vestfjörðum og á Vesturlandi um kvöldið. Hiti 2 til 8 stig. Á mánudag: Suðvestan 8-15 m/s og skúrir eða él vestantil en úrkomulítið um landið austanvert. Hiti um og undir frostmarki, en að 3 stiga hita við SV-ströndina. Á þriðjudag:Suðvestan átt með él um vestanvert landið, en þurrt að kalla austantil. Frost 0 til 6 stig. Á miðvikudag:Útlit fyrir norðanátt og snjókomu, en bjartviðri syðra. Kalt í veðri. Á fimmtudag:Minnkandi norðanátt og dálítil él fyrir norðan, einkum NA-til. Talsvert frost. Veður Loftslagsmál Flugeldar Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Loftið var nokkuð rakt á suðvesturhorninu í gærkvöldi og aðeins farið að bera á þokubökkum fyrir miðnætti. Svifryk frá flugeldum gerði svo útslagið og úr varð þétt þoka úr röku lofti og reyk. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Þar segir að nú í morgun sé loftið farið að hreinsast, þó enn sitji ryk í lægðum. „Er líður á daginn er þó vaxandi sunnanátt vestantil á landinu sem mun blása restunum af svifrykinu í burtu. Í kvöld hlýnar og þykknar upp með rigningu en áfram verður bjart og kalt í öðrum landshlutum framá morgundagin,“ segir í færslu veðurfræðings sem endar með ósk um gleðilegt nýtt ár. Hér að neðan má sjá veðurhorfur á landinu næstu daga, samkvæmt Veðurstofu Íslands. Á sunnudag:Sunnan og síðar suðvestan 8-15 m/s, hvassast við vesturströndina. Rigning eða súld sunnan og vestantil en þurrt að mestu í öðrum landshlutum. Gengur í suðvestan 13-18 með slyddu á Vestfjörðum og á Vesturlandi um kvöldið. Hiti 2 til 8 stig. Á mánudag: Suðvestan 8-15 m/s og skúrir eða él vestantil en úrkomulítið um landið austanvert. Hiti um og undir frostmarki, en að 3 stiga hita við SV-ströndina. Á þriðjudag:Suðvestan átt með él um vestanvert landið, en þurrt að kalla austantil. Frost 0 til 6 stig. Á miðvikudag:Útlit fyrir norðanátt og snjókomu, en bjartviðri syðra. Kalt í veðri. Á fimmtudag:Minnkandi norðanátt og dálítil él fyrir norðan, einkum NA-til. Talsvert frost.
Veður Loftslagsmál Flugeldar Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira