Körfubolti

Martin stigahæstur í öruggum sigri - Tryggvi og félagar unnu með minnsta mun í framlengingu

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Valencia Basket - 2020/2021 Turkish Airlines EuroLeague Media Day VALENCIA, SPAIN - SEPTEMBER 11: Martin Hermannsson, #24 poses during the 2020/2021 Turkish Airlines EuroLeague Media Day of Valencia Basket at La Fonteta on September 11, 2020 in Valencia, Spain. (Photo by JM Casares/Euroleague Basketball via Getty Images)
Valencia Basket - 2020/2021 Turkish Airlines EuroLeague Media Day VALENCIA, SPAIN - SEPTEMBER 11: Martin Hermannsson, #24 poses during the 2020/2021 Turkish Airlines EuroLeague Media Day of Valencia Basket at La Fonteta on September 11, 2020 in Valencia, Spain. (Photo by JM Casares/Euroleague Basketball via Getty Images)

Íslensku landsliðsmennirnir Martin Hermannsson og Tryggvi Snær Hlinason skiluðu góðum frammistöðum fyrir sín lið í spænska körfuboltanum í kvöld.

Martin var stigahæstur í liði Valencia þegar liðið lagði Herbalife Gran Canaria, 101-85.

Martin skoraði fimmtán stig og gaf tvær stoðsendingar á þeim átján mínútum sem hann spilaði en hann var með frábæra skotnýtingu og klúðraði aðeins tveimur skotum í leiknum. Nikola Kalinic var einnig með fimmtán stig í liði Valencia sem er í sjötta sæti deildarinnar.

Tryggvi Snær Hlinason og félagar í Zaragoza unnu hádramatískan sigur á Real Betis eftir framlengdan leik. Leiknum lauk með eins stigs sigri Zaragoza, 96-95.

Tryggvi spilaði tæpar 25 mínútur og skilaði níu stigum á þeim tíma auk þess að rífa niður sex fráköst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×