Segir bólusetninguna hafa gríðarlega þýðingu fyrir bráðamóttökuna Atli Ísleifsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 3. janúar 2021 12:31 Jón Magnús Kristjánsson er yfirlæknir bráðamóttöku Landsspítala. Vísir/Sigurjón Yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans segir það mjög ánægjulegt og hafa gríðarlega þýðingu fyrir deildina að byrjað sé að bólusetja starfsmenn. Hann segir starfsmenn varla hafa fundið fyrir nokkrum aukaverkunum af fyrri bólusetningunni. Byrjað var að bólusetja heilbrigðisstarfsfólk í framlínu gegn Covid-19 milli jóla og nýárs. Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans, leggur áherslu á það sé ekki fyrr en eftir seinni bólusetningu að þremur vikum liðnum, og svo þá viku sem tekur fyrir bóluefni að virka, sem efnið virkilega veitir starfsfólkinu öfluga vörn. Það sé hins vegar mjög ánægjulegt að ferlið sé farið af stað. „Það hafa hins vegar komið í kringum fimmtíu þúsund manns á bráðamóttökuna frá því að Covid byrjaði á Íslandi í febrúar. Við höfum sem betur fer ekki fengið upp neina sýkingu sem við getum rakið til vinnu hér á bráðamóttöku og erum afskaplega ánægð með það. Afskaplega stolt með að starfsfólkið hafi náð að fylgja sóttvörnum svona vel,“ segir Jón Magnús. Allir þegið bólusetningu nema þeir sem hafi góða og gilda ástæðu til Jón Magnús segir alla starfsmenn hafa þegið bólusetninguna nema þeir sem hafi góða og gilda ástæðu til, hvort sem það eigi þá við um konur sem séu barnhafandi eða með barn á brjósti, eða þá einstaklinga sem eru með ofnæmi fyrir innihaldsefnum. Hann segir starfsfólk ekki hafa verið hrætt að taka bóluefnið þó að það sé nýtt af nálinni og að það hafi ekki fundið fyrir miklum aukaverkunum. „Aukaverkanir eru bara mjög svipaðar og að fara í aðrar bólusetningar. Það eru aðeins eymsli á stungustað en það er allt og sumt,“ segir Jón Magnús. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Bólusetningar Tengdar fréttir „Hillir undir það að þetta muni klárast“ Þótt það hilli undir endalok kórónuveirufaraldursins með tilkomu bóluefnis er mikilvægt að sýna þolinmæði. Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Áfram sé mikilvægt að fara varlega til að koma í veg fyrir að veiran fari á flug. Hann segir að almennt virðist hafa gengið vel að hefta útbreiðslu veirunnar um jólin. 2. janúar 2021 12:12 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira
Byrjað var að bólusetja heilbrigðisstarfsfólk í framlínu gegn Covid-19 milli jóla og nýárs. Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans, leggur áherslu á það sé ekki fyrr en eftir seinni bólusetningu að þremur vikum liðnum, og svo þá viku sem tekur fyrir bóluefni að virka, sem efnið virkilega veitir starfsfólkinu öfluga vörn. Það sé hins vegar mjög ánægjulegt að ferlið sé farið af stað. „Það hafa hins vegar komið í kringum fimmtíu þúsund manns á bráðamóttökuna frá því að Covid byrjaði á Íslandi í febrúar. Við höfum sem betur fer ekki fengið upp neina sýkingu sem við getum rakið til vinnu hér á bráðamóttöku og erum afskaplega ánægð með það. Afskaplega stolt með að starfsfólkið hafi náð að fylgja sóttvörnum svona vel,“ segir Jón Magnús. Allir þegið bólusetningu nema þeir sem hafi góða og gilda ástæðu til Jón Magnús segir alla starfsmenn hafa þegið bólusetninguna nema þeir sem hafi góða og gilda ástæðu til, hvort sem það eigi þá við um konur sem séu barnhafandi eða með barn á brjósti, eða þá einstaklinga sem eru með ofnæmi fyrir innihaldsefnum. Hann segir starfsfólk ekki hafa verið hrætt að taka bóluefnið þó að það sé nýtt af nálinni og að það hafi ekki fundið fyrir miklum aukaverkunum. „Aukaverkanir eru bara mjög svipaðar og að fara í aðrar bólusetningar. Það eru aðeins eymsli á stungustað en það er allt og sumt,“ segir Jón Magnús.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Bólusetningar Tengdar fréttir „Hillir undir það að þetta muni klárast“ Þótt það hilli undir endalok kórónuveirufaraldursins með tilkomu bóluefnis er mikilvægt að sýna þolinmæði. Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Áfram sé mikilvægt að fara varlega til að koma í veg fyrir að veiran fari á flug. Hann segir að almennt virðist hafa gengið vel að hefta útbreiðslu veirunnar um jólin. 2. janúar 2021 12:12 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira
„Hillir undir það að þetta muni klárast“ Þótt það hilli undir endalok kórónuveirufaraldursins með tilkomu bóluefnis er mikilvægt að sýna þolinmæði. Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Áfram sé mikilvægt að fara varlega til að koma í veg fyrir að veiran fari á flug. Hann segir að almennt virðist hafa gengið vel að hefta útbreiðslu veirunnar um jólin. 2. janúar 2021 12:12