„Ég er ekki týpan sem held upp á afmælisdaga,“ segir hún í samtali við Sunday Times.
Greta Thunberg varð heimsþekkt fyrir um tveimur og hálfu ári þegar hún hóf loftslagsverkföll sín fyrir utan sænska þinghúsið í Stokkhólmi.
Hún segist fagna því að barátta hennar og annarra hafi fengið athygli og að hún hafi þýtt eitthvað í baráttunni gegn loftslagsvánni.
„Ég hef að sjálfsögðu séð breytingu þegar kemur að því hvernig talað er um loftslagskrísuna. Hún hefur fengið mun meiri athygli en áður. Loftslagsverkföllin kunna vissulega að hafa átt þar þátt í máli,“ segir Thunberg.