Úrslitaleiksins var beðið með mikilli eftirvæntingu enda höfðu báðir leikmenn spilað frábærlega á mótinu þegar kom að úrslitaleiknum.
Skoski reynsluboltinn Gary Anderson vann fyrsta settið en í kjölfarið fór Gerwyn Price á mikið flug og vann sex sett í röð en alls þarf að vinna sjö sett í úrslitaeinvíginu.
Taugarnar voru þandar hjá Price og hann klúðraði góðum tækifærum til að tryggja sér heimsmeistaratitilinn. Gary Anderson, sem oft hefur spilað betur, minnti á sig og vann tvö sett en í tíunda settinu hafðist það loks hjá Walesverjanum Gerwyn Price og fagnar hann þar með sínum fyrsta heimsmeistaratitli.
— PDC Darts (@OfficialPDC) January 3, 2021
He becomes the World Number one and the first ever Welsh PDC World Champion, beating Gary Anderson 7-3 to win his first world title pic.twitter.com/QyOpJCrbAZ