Samvinna í þágu framfara Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 3. janúar 2021 22:00 Nýtt ár verður árið sem við festum í sessi allan lærdóminn, ávinninginn og allt það jákvæða sem árið 2020 færði okkur þó. Í mínum huga er engin spurning um hvað það var. Samvinna og samstaða var lykillinn að því hvernig okkur tókst til að halda samfélaginu gangandi við mjög krefjandi aðstæður. Við urðum þess áþreifanlega vör á sveitarstjórnarstiginu hvernig máttur samvinnunnar skipaði stórt hlutverk í öllum aðgerðum sem hafa snúið að grunnþjónustu sveitarfélaganna þegar mikið lá við. Bæjarstjórar og forstöðumenn innan stjórnsýslunnar funduðu sem aldrei fyrr þvert á sveitarfélög til að ráða ráðum sínum. Finna sameiginlegar lausnir á flóknum verkefnum. Eins og að halda uppi leik- og grunnskólastarfi í miðjum heimsfaraldri. Og standa vörð um félagsþjónustuna þannig að fólkið okkar, sem minnstu varnirnar hafa en þurfa þær mestar, væri varið sem allra best gegn þeim alvarlega vágesti sem kórónuveiran er. Í hverri einustu viku var farið yfir aðgerðaplan og upplýst um stöðu mála og því fylgdi mikið öryggi að finna samstöðuna sem ríkti á milli sveitarfélaga. Mögnuð tilfinning að upplifa sem kjörinn fulltrúi. Það var samvinna sem skilaði verðskulduðum árangri. Höfuðborgarsvæðið þarf að vinna betur saman Á höfuðborgarsvæðinu er ástæða til frekari samvinnu sveitarfélaganna því þannig er hægt að þjóna íbúum enn betur á svo marga vegu. Við höfum nú þegar byggðasamlögin, þar sem sveitarfélögin hafa sameinast um rekstur ákveðinnar grunnþjónustu líkt og almenningssamgangna og sorpmála. Rekstur byggðasamlaganna er vissulega flókin og er nú til endurskoðunar til að auka gagnsæi á milli ábyrgðar og ákvarðanatöku. En fleiri stór verkefni eru þegar komin af stað þar sem samvinnan stýrir ferð. Má þar nefna stafræna þróun sveitarfélaganna. Sú umbreyting mun hafa áhrif á alla þjónustu sveitarfélaga. Hún mun ekki síður hafa áhrif á vinnustundir þeirra sem veita þjónstuna innan stjórnsýslunnar og mun til framtíðar spara tíma og skapa svigrúm til að nýta fjármuni betur og bæta þjónustu við íbúa enn frekar. Við vitum að vægi grunnþjónustu er að aukast og mun gera það áfram. Þá skiptir máli að sveitarfélögin hafi þær bjargir sem þarf til að laga rekstur sinn að breyttri sviðsmynd sem kallar á aukið fagfólk til starfa við leik- og grunnskóla jafnt sem við félagsþjónustuna. Nú þegar hefur verið sett á laggirnar stafrænan starfshóp sem hefur það hlutverk að leiða sveitarfélögin saman og marka stefnu um sameiginlegan stafrænan grunn til að byggja umbreytinguna á. Stafrænar umbreytingar eru risaverkefni sem kosta töluverða fjármuni enda til þess fallið að styrkja alla innviði í breyttu umhverfi. Því er mikilvægt að sameinast um leiðir, deila kostnaði og samræma kerfi á milli sveitarfélaga. Ekki síst til að auðvelda íbúum aðgengi að allri þjónustu. Styrkjum samvinnu innan atvinnusvæðisins Borgarlínan er annað verkefni sem snertir öll sveitarfélögin og hefur verið komið þannig um kring að úr varð sameiginlegt verkefni þar sem hagsmunir allra íbúa á höfuðborgarsvæðinu eru undir. Unnið er að skilvirkri tengingu á milli sveitarfélaga þannig að íbúar eigi þess kost að komast hratt og örugglega á milli staða en ekki síður til að vinna gegn loftslagsvánni. Höfuðborgarsvæðið er eitt atvinnusvæði. Það ekkert eðlilegra en að búa í einu sveitarfélagi og starfa í öðru. Því eigum við að stefna áfram veginn, leita í styrkleikana og styrkja samvinnu þvert á sveitarfélögin sem aldrei fyrr. Hér getum við tekið fleiri mikilvæg verkefni inn í markvissa stefnumótin eins og að kortleggja félagslega þjónustu þvert á sveitarfélögin hvar þarf að gefa í og hvar þarf að hugað að þolmörkum sem varða okkur öll. Búseta á að vera valmöguleiki, óháð sveitarfélagi og óháð stöðu íbúanna sjálfra. Þar skiptir öllu máli að sýnin og stefnan við skipulagningu hverfa taki mið að því. Framboð á húsnæði þarf að taka mið af fjölbreytileika samfélagsins og meðvitað þarf að styðja við slíka íbúaþróun. Þá skiptir máli að taka félagslega þætti inn með markvissum hætti, og kostnað þjónustunnar til að mæta barnafjölskyldum sem best óháð efnahag. Verðug verkefni og spennandi. Því þau eru framsækin og mikilvæg í þróun uppbyggingar höfuðborgarsvæðisins sem stækkar hratt og varðar öll sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins. Sara Dögg Svanhildardóttir Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarmál Garðabær Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar Skoðun Nei, ég er ekki hamstur á hjóli Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir Skoðun Kennari fær milljón! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Sækja óreiðumenn í flugrekstur? Haukur Arnþórsson Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Að auka virði sitt Hulda María Magnúsdóttir Skoðun 6 nauðsynlegar afneitanir Sigurður Ingi Friðleifsson Skoðun Innflytjendalandið Ísland – nokkrar staðreyndir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Nei, ég er ekki hamstur á hjóli Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Að auka virði sitt Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fegurð landsins Adeline Tracz skrifar Skoðun Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Sósíalismi, alþjóðasamvinna og blómleg viðskipti Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Kennari fær milljón! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Sjálfbærni er þjóðaröryggismál Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Illmælgi sem kosningamál Björn Þorláksson skrifar Skoðun Nei eða já? Af eða á? Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrirmynd í raforkuviðskiptum Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Tekur þú Orkulán? Hver skeið skiptir máli Guðrún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hvernig líður þér? Jón Gnarr skrifar Skoðun Baráttan sem ætti að sameina okkur Sindri Geir Óskarsson skrifar Skoðun Barnafangelsi Ásmundar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Með aukinni farsæld hefur hlutverk fagmenntaðra sérkennara aldrei verið mikilvægara Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Kunnum við að rífast? Katrín Þrastardóttir skrifar Skoðun Veistu hvað er að? Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar Skoðun Hve mörgum lífum má fórna fyrir þægindi sumra? Hlynur Orri Stefánsson skrifar Skoðun 6 nauðsynlegar afneitanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Samstarf um menntun og móttöku barna af erlendum uppruna Fríða Bjarney Jónsdóttir skrifar Skoðun Útlendingar í eigin landi Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þessi bölvaði hagvöxtur, þurfum við kannski bara annað hrun? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Frettatiminn.is og ég urðum fyrir netárás Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Sporin hræða vissulega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sækja óreiðumenn í flugrekstur? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Þjóðstjórn lokið – verður nú sundrung? Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Lögfestum leikskólastigið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Nýtt ár verður árið sem við festum í sessi allan lærdóminn, ávinninginn og allt það jákvæða sem árið 2020 færði okkur þó. Í mínum huga er engin spurning um hvað það var. Samvinna og samstaða var lykillinn að því hvernig okkur tókst til að halda samfélaginu gangandi við mjög krefjandi aðstæður. Við urðum þess áþreifanlega vör á sveitarstjórnarstiginu hvernig máttur samvinnunnar skipaði stórt hlutverk í öllum aðgerðum sem hafa snúið að grunnþjónustu sveitarfélaganna þegar mikið lá við. Bæjarstjórar og forstöðumenn innan stjórnsýslunnar funduðu sem aldrei fyrr þvert á sveitarfélög til að ráða ráðum sínum. Finna sameiginlegar lausnir á flóknum verkefnum. Eins og að halda uppi leik- og grunnskólastarfi í miðjum heimsfaraldri. Og standa vörð um félagsþjónustuna þannig að fólkið okkar, sem minnstu varnirnar hafa en þurfa þær mestar, væri varið sem allra best gegn þeim alvarlega vágesti sem kórónuveiran er. Í hverri einustu viku var farið yfir aðgerðaplan og upplýst um stöðu mála og því fylgdi mikið öryggi að finna samstöðuna sem ríkti á milli sveitarfélaga. Mögnuð tilfinning að upplifa sem kjörinn fulltrúi. Það var samvinna sem skilaði verðskulduðum árangri. Höfuðborgarsvæðið þarf að vinna betur saman Á höfuðborgarsvæðinu er ástæða til frekari samvinnu sveitarfélaganna því þannig er hægt að þjóna íbúum enn betur á svo marga vegu. Við höfum nú þegar byggðasamlögin, þar sem sveitarfélögin hafa sameinast um rekstur ákveðinnar grunnþjónustu líkt og almenningssamgangna og sorpmála. Rekstur byggðasamlaganna er vissulega flókin og er nú til endurskoðunar til að auka gagnsæi á milli ábyrgðar og ákvarðanatöku. En fleiri stór verkefni eru þegar komin af stað þar sem samvinnan stýrir ferð. Má þar nefna stafræna þróun sveitarfélaganna. Sú umbreyting mun hafa áhrif á alla þjónustu sveitarfélaga. Hún mun ekki síður hafa áhrif á vinnustundir þeirra sem veita þjónstuna innan stjórnsýslunnar og mun til framtíðar spara tíma og skapa svigrúm til að nýta fjármuni betur og bæta þjónustu við íbúa enn frekar. Við vitum að vægi grunnþjónustu er að aukast og mun gera það áfram. Þá skiptir máli að sveitarfélögin hafi þær bjargir sem þarf til að laga rekstur sinn að breyttri sviðsmynd sem kallar á aukið fagfólk til starfa við leik- og grunnskóla jafnt sem við félagsþjónustuna. Nú þegar hefur verið sett á laggirnar stafrænan starfshóp sem hefur það hlutverk að leiða sveitarfélögin saman og marka stefnu um sameiginlegan stafrænan grunn til að byggja umbreytinguna á. Stafrænar umbreytingar eru risaverkefni sem kosta töluverða fjármuni enda til þess fallið að styrkja alla innviði í breyttu umhverfi. Því er mikilvægt að sameinast um leiðir, deila kostnaði og samræma kerfi á milli sveitarfélaga. Ekki síst til að auðvelda íbúum aðgengi að allri þjónustu. Styrkjum samvinnu innan atvinnusvæðisins Borgarlínan er annað verkefni sem snertir öll sveitarfélögin og hefur verið komið þannig um kring að úr varð sameiginlegt verkefni þar sem hagsmunir allra íbúa á höfuðborgarsvæðinu eru undir. Unnið er að skilvirkri tengingu á milli sveitarfélaga þannig að íbúar eigi þess kost að komast hratt og örugglega á milli staða en ekki síður til að vinna gegn loftslagsvánni. Höfuðborgarsvæðið er eitt atvinnusvæði. Það ekkert eðlilegra en að búa í einu sveitarfélagi og starfa í öðru. Því eigum við að stefna áfram veginn, leita í styrkleikana og styrkja samvinnu þvert á sveitarfélögin sem aldrei fyrr. Hér getum við tekið fleiri mikilvæg verkefni inn í markvissa stefnumótin eins og að kortleggja félagslega þjónustu þvert á sveitarfélögin hvar þarf að gefa í og hvar þarf að hugað að þolmörkum sem varða okkur öll. Búseta á að vera valmöguleiki, óháð sveitarfélagi og óháð stöðu íbúanna sjálfra. Þar skiptir öllu máli að sýnin og stefnan við skipulagningu hverfa taki mið að því. Framboð á húsnæði þarf að taka mið af fjölbreytileika samfélagsins og meðvitað þarf að styðja við slíka íbúaþróun. Þá skiptir máli að taka félagslega þætti inn með markvissum hætti, og kostnað þjónustunnar til að mæta barnafjölskyldum sem best óháð efnahag. Verðug verkefni og spennandi. Því þau eru framsækin og mikilvæg í þróun uppbyggingar höfuðborgarsvæðisins sem stækkar hratt og varðar öll sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins. Sara Dögg Svanhildardóttir Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans í Garðabæ.
Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar Skoðun
Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar skrifar
Skoðun Með aukinni farsæld hefur hlutverk fagmenntaðra sérkennara aldrei verið mikilvægara Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir skrifar
Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar Skoðun