Sagan um M22 Baldur Borgþórsson skrifar 4. janúar 2021 14:36 Glæsilegt íbúðahverfi víkur fyrir bílapartasölum Í Úlfarsárdal í Reykjavík er skipulagsreitur sem ber nafnið M22. M22, Hallahverfi, er beint framhald af Úlfarsárdalshverfinu sem nú er risið og þar hefur samkvæmt skipulagi frá árinu 2006 verið ráðgert að rísi 562ja íbúða blönduð byggð sérbýlis- og fjölbýlishúsa. Ekki verður um deilt að slíkt byggingarland er gulls ígildi nú þegar þörfin hefur sjaldan verið meiri. Nú skyldi hver maður ætla að undirbúning landsins fyrir lóðaúthlutun yrði hraðað enda þörfin mikil. Svo verður ekki. Aldeilis ekki. Einu fallegasta byggingarlandi borgarinnar með útsýni sem margan dreymir um skal eytt úr skipulaginu. Í staðinn skal rísa þar iðnaðarhverfi. Framtíðarsýnin er ekki lengur blómlegt íbúðahverfi. Nýja framtíðarsýnin er bílapartasölur. Hér eru bílapartasölur notaðar sem dæmi um þá starfsemi sem heimiluð verður þegar þessar breytingar taka gildi. Samráð auglýst – Allir andmæla – Engu breytt Lögum samkvæmt skal auglýsa slíkar breytingar og gefa hagsmunaaðilum kost á að gera athugasemdir og andmæla. Meirihlutinn í Ráðhúsi borgarinnar gerði það sannarlega og að venju undir merkjum samráðs og samtals við íbúa og hagaðila. Ekki þarf að fara mörgum orðum um viðbrögðin. Allir andmæltu, íbúaráð, íbúasamtök og íþróttafélag hverfisins auk annarra. Andmælin eru lögð fram með fullum rökstuðning. Um er að ræða fullkominn forsendubrest. Ekki þarf heldur að fara mörgum orðum yfir þau svör sem nú hafa borist úr Ráðhúsi borgarinnar: Andmælum er hafnað. Þar kveður við kunnuglegan tón. Meint samráð reynast sýndarsamráð. Enn eina ferðina. Þegar skynsemin víkur á óráðið leik Þegar litið er yfir sögu þessa máls birtist skýr mynd þess hvað gerist þegar allri skynsemi er vikið til hliðar og að því er virðist einkaáhugamál kjörinna fulltrúa taka yfir. Þá á óráðið leik. Í Úlfarsárdal sér nú fyrir endan á uppbyggingu innviða. Innviðir, grunnskóli, leikskóli, sundlaug, bókasafn og íþróttamannvirki með verðmiða upp á 15-20 milljarða eru annað hvort klárir eða að verða klárir. Gríðarlega dýrir innviðir sem reiknað var með að þjónustuðu ekki bara núverandi byggð heldur M22-Hallahverfi að auki. Forsendubresturinn er því algjör. Saga M22 - Samantekt Árið 2006: Samþykkt aðalskipulag þar sem M22 er skipulagt sem íbúðahverfi með 562 sérbýlis- og fjölbýlishúsum. Árið 2014: Samþykkt breyting þar sem heimiluð er blönduð byggð. Áfram íbúðahverfi, en nú heimild fyrir verlsun og þjónustu samhliða. Hér gerðu íbúar og hagaðilar engar athugasemdir enda kærkomið að fá matvöruverslun og þjónustu í hverfið. 2020: Gríman felld og skrefið stigið til fulls. Engin sérbýli. Engin fjölbýli. Ekkert íbúðarhúsnæði yfirhöfuð. Matvöruverlsun sérstaklega bönnuð. Öllum andmælum hafnað. Bílapartasölur blasa nú við í stað blómlegrar íbúðabyggðar. Orsök og afleiðing Orsök og afleiðing hitta að öllu jöfnu fyrir sama aðila, sá er yfirleitt gangur lífsins. En ekki þegar um er að ræða kjörna fulltrúa borgarinnar. Þá sjá kjörnir fulltrúar fyrir orsökinni og borgarbúar og í sumum tilfellum landsmenn allir taka afleiðingunum. Saga M22 er afar gott dæmi um hvernig vinnubrögð kjörnir fulltrúar eiga ekki að viðhafa. Þeir sjá hér um orsökina, hverrar afleiðingar ekki bara íbúar hverfisins, íbúaráð,íbúasamtök og íþróttafélags hverfisins þurfa að taka á sig. Það þurfa kaupendur heimila í borginni allri að gera. Það er nefnilega svo að þegar kjörnir fulltrúar ákveða að breyta iðnaðarhverfum borgarinnar í íbúðahverfi og glæsilegu landi undir íbúðahverfi í iðnaðarhverfi, þá hefur það afleiðingar. Hækkun íbúðaverðs. Hækkun sem talin verður í milljónum og í sumum tilfellum tugum milljóna á hverja íbúð. Þær afleiðingar munu kaupendur heimila á næstu misserum taka á sig. Hvort sem þeim líkar betur eða verr. Höfundur er varaborgarfulltrúi Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Glæsilegt íbúðahverfi víkur fyrir bílapartasölum Í Úlfarsárdal í Reykjavík er skipulagsreitur sem ber nafnið M22. M22, Hallahverfi, er beint framhald af Úlfarsárdalshverfinu sem nú er risið og þar hefur samkvæmt skipulagi frá árinu 2006 verið ráðgert að rísi 562ja íbúða blönduð byggð sérbýlis- og fjölbýlishúsa. Ekki verður um deilt að slíkt byggingarland er gulls ígildi nú þegar þörfin hefur sjaldan verið meiri. Nú skyldi hver maður ætla að undirbúning landsins fyrir lóðaúthlutun yrði hraðað enda þörfin mikil. Svo verður ekki. Aldeilis ekki. Einu fallegasta byggingarlandi borgarinnar með útsýni sem margan dreymir um skal eytt úr skipulaginu. Í staðinn skal rísa þar iðnaðarhverfi. Framtíðarsýnin er ekki lengur blómlegt íbúðahverfi. Nýja framtíðarsýnin er bílapartasölur. Hér eru bílapartasölur notaðar sem dæmi um þá starfsemi sem heimiluð verður þegar þessar breytingar taka gildi. Samráð auglýst – Allir andmæla – Engu breytt Lögum samkvæmt skal auglýsa slíkar breytingar og gefa hagsmunaaðilum kost á að gera athugasemdir og andmæla. Meirihlutinn í Ráðhúsi borgarinnar gerði það sannarlega og að venju undir merkjum samráðs og samtals við íbúa og hagaðila. Ekki þarf að fara mörgum orðum um viðbrögðin. Allir andmæltu, íbúaráð, íbúasamtök og íþróttafélag hverfisins auk annarra. Andmælin eru lögð fram með fullum rökstuðning. Um er að ræða fullkominn forsendubrest. Ekki þarf heldur að fara mörgum orðum yfir þau svör sem nú hafa borist úr Ráðhúsi borgarinnar: Andmælum er hafnað. Þar kveður við kunnuglegan tón. Meint samráð reynast sýndarsamráð. Enn eina ferðina. Þegar skynsemin víkur á óráðið leik Þegar litið er yfir sögu þessa máls birtist skýr mynd þess hvað gerist þegar allri skynsemi er vikið til hliðar og að því er virðist einkaáhugamál kjörinna fulltrúa taka yfir. Þá á óráðið leik. Í Úlfarsárdal sér nú fyrir endan á uppbyggingu innviða. Innviðir, grunnskóli, leikskóli, sundlaug, bókasafn og íþróttamannvirki með verðmiða upp á 15-20 milljarða eru annað hvort klárir eða að verða klárir. Gríðarlega dýrir innviðir sem reiknað var með að þjónustuðu ekki bara núverandi byggð heldur M22-Hallahverfi að auki. Forsendubresturinn er því algjör. Saga M22 - Samantekt Árið 2006: Samþykkt aðalskipulag þar sem M22 er skipulagt sem íbúðahverfi með 562 sérbýlis- og fjölbýlishúsum. Árið 2014: Samþykkt breyting þar sem heimiluð er blönduð byggð. Áfram íbúðahverfi, en nú heimild fyrir verlsun og þjónustu samhliða. Hér gerðu íbúar og hagaðilar engar athugasemdir enda kærkomið að fá matvöruverslun og þjónustu í hverfið. 2020: Gríman felld og skrefið stigið til fulls. Engin sérbýli. Engin fjölbýli. Ekkert íbúðarhúsnæði yfirhöfuð. Matvöruverlsun sérstaklega bönnuð. Öllum andmælum hafnað. Bílapartasölur blasa nú við í stað blómlegrar íbúðabyggðar. Orsök og afleiðing Orsök og afleiðing hitta að öllu jöfnu fyrir sama aðila, sá er yfirleitt gangur lífsins. En ekki þegar um er að ræða kjörna fulltrúa borgarinnar. Þá sjá kjörnir fulltrúar fyrir orsökinni og borgarbúar og í sumum tilfellum landsmenn allir taka afleiðingunum. Saga M22 er afar gott dæmi um hvernig vinnubrögð kjörnir fulltrúar eiga ekki að viðhafa. Þeir sjá hér um orsökina, hverrar afleiðingar ekki bara íbúar hverfisins, íbúaráð,íbúasamtök og íþróttafélags hverfisins þurfa að taka á sig. Það þurfa kaupendur heimila í borginni allri að gera. Það er nefnilega svo að þegar kjörnir fulltrúar ákveða að breyta iðnaðarhverfum borgarinnar í íbúðahverfi og glæsilegu landi undir íbúðahverfi í iðnaðarhverfi, þá hefur það afleiðingar. Hækkun íbúðaverðs. Hækkun sem talin verður í milljónum og í sumum tilfellum tugum milljóna á hverja íbúð. Þær afleiðingar munu kaupendur heimila á næstu misserum taka á sig. Hvort sem þeim líkar betur eða verr. Höfundur er varaborgarfulltrúi Miðflokksins.
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun