Sagan um M22 Baldur Borgþórsson skrifar 4. janúar 2021 14:36 Glæsilegt íbúðahverfi víkur fyrir bílapartasölum Í Úlfarsárdal í Reykjavík er skipulagsreitur sem ber nafnið M22. M22, Hallahverfi, er beint framhald af Úlfarsárdalshverfinu sem nú er risið og þar hefur samkvæmt skipulagi frá árinu 2006 verið ráðgert að rísi 562ja íbúða blönduð byggð sérbýlis- og fjölbýlishúsa. Ekki verður um deilt að slíkt byggingarland er gulls ígildi nú þegar þörfin hefur sjaldan verið meiri. Nú skyldi hver maður ætla að undirbúning landsins fyrir lóðaúthlutun yrði hraðað enda þörfin mikil. Svo verður ekki. Aldeilis ekki. Einu fallegasta byggingarlandi borgarinnar með útsýni sem margan dreymir um skal eytt úr skipulaginu. Í staðinn skal rísa þar iðnaðarhverfi. Framtíðarsýnin er ekki lengur blómlegt íbúðahverfi. Nýja framtíðarsýnin er bílapartasölur. Hér eru bílapartasölur notaðar sem dæmi um þá starfsemi sem heimiluð verður þegar þessar breytingar taka gildi. Samráð auglýst – Allir andmæla – Engu breytt Lögum samkvæmt skal auglýsa slíkar breytingar og gefa hagsmunaaðilum kost á að gera athugasemdir og andmæla. Meirihlutinn í Ráðhúsi borgarinnar gerði það sannarlega og að venju undir merkjum samráðs og samtals við íbúa og hagaðila. Ekki þarf að fara mörgum orðum um viðbrögðin. Allir andmæltu, íbúaráð, íbúasamtök og íþróttafélag hverfisins auk annarra. Andmælin eru lögð fram með fullum rökstuðning. Um er að ræða fullkominn forsendubrest. Ekki þarf heldur að fara mörgum orðum yfir þau svör sem nú hafa borist úr Ráðhúsi borgarinnar: Andmælum er hafnað. Þar kveður við kunnuglegan tón. Meint samráð reynast sýndarsamráð. Enn eina ferðina. Þegar skynsemin víkur á óráðið leik Þegar litið er yfir sögu þessa máls birtist skýr mynd þess hvað gerist þegar allri skynsemi er vikið til hliðar og að því er virðist einkaáhugamál kjörinna fulltrúa taka yfir. Þá á óráðið leik. Í Úlfarsárdal sér nú fyrir endan á uppbyggingu innviða. Innviðir, grunnskóli, leikskóli, sundlaug, bókasafn og íþróttamannvirki með verðmiða upp á 15-20 milljarða eru annað hvort klárir eða að verða klárir. Gríðarlega dýrir innviðir sem reiknað var með að þjónustuðu ekki bara núverandi byggð heldur M22-Hallahverfi að auki. Forsendubresturinn er því algjör. Saga M22 - Samantekt Árið 2006: Samþykkt aðalskipulag þar sem M22 er skipulagt sem íbúðahverfi með 562 sérbýlis- og fjölbýlishúsum. Árið 2014: Samþykkt breyting þar sem heimiluð er blönduð byggð. Áfram íbúðahverfi, en nú heimild fyrir verlsun og þjónustu samhliða. Hér gerðu íbúar og hagaðilar engar athugasemdir enda kærkomið að fá matvöruverslun og þjónustu í hverfið. 2020: Gríman felld og skrefið stigið til fulls. Engin sérbýli. Engin fjölbýli. Ekkert íbúðarhúsnæði yfirhöfuð. Matvöruverlsun sérstaklega bönnuð. Öllum andmælum hafnað. Bílapartasölur blasa nú við í stað blómlegrar íbúðabyggðar. Orsök og afleiðing Orsök og afleiðing hitta að öllu jöfnu fyrir sama aðila, sá er yfirleitt gangur lífsins. En ekki þegar um er að ræða kjörna fulltrúa borgarinnar. Þá sjá kjörnir fulltrúar fyrir orsökinni og borgarbúar og í sumum tilfellum landsmenn allir taka afleiðingunum. Saga M22 er afar gott dæmi um hvernig vinnubrögð kjörnir fulltrúar eiga ekki að viðhafa. Þeir sjá hér um orsökina, hverrar afleiðingar ekki bara íbúar hverfisins, íbúaráð,íbúasamtök og íþróttafélags hverfisins þurfa að taka á sig. Það þurfa kaupendur heimila í borginni allri að gera. Það er nefnilega svo að þegar kjörnir fulltrúar ákveða að breyta iðnaðarhverfum borgarinnar í íbúðahverfi og glæsilegu landi undir íbúðahverfi í iðnaðarhverfi, þá hefur það afleiðingar. Hækkun íbúðaverðs. Hækkun sem talin verður í milljónum og í sumum tilfellum tugum milljóna á hverja íbúð. Þær afleiðingar munu kaupendur heimila á næstu misserum taka á sig. Hvort sem þeim líkar betur eða verr. Höfundur er varaborgarfulltrúi Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Sjá meira
Glæsilegt íbúðahverfi víkur fyrir bílapartasölum Í Úlfarsárdal í Reykjavík er skipulagsreitur sem ber nafnið M22. M22, Hallahverfi, er beint framhald af Úlfarsárdalshverfinu sem nú er risið og þar hefur samkvæmt skipulagi frá árinu 2006 verið ráðgert að rísi 562ja íbúða blönduð byggð sérbýlis- og fjölbýlishúsa. Ekki verður um deilt að slíkt byggingarland er gulls ígildi nú þegar þörfin hefur sjaldan verið meiri. Nú skyldi hver maður ætla að undirbúning landsins fyrir lóðaúthlutun yrði hraðað enda þörfin mikil. Svo verður ekki. Aldeilis ekki. Einu fallegasta byggingarlandi borgarinnar með útsýni sem margan dreymir um skal eytt úr skipulaginu. Í staðinn skal rísa þar iðnaðarhverfi. Framtíðarsýnin er ekki lengur blómlegt íbúðahverfi. Nýja framtíðarsýnin er bílapartasölur. Hér eru bílapartasölur notaðar sem dæmi um þá starfsemi sem heimiluð verður þegar þessar breytingar taka gildi. Samráð auglýst – Allir andmæla – Engu breytt Lögum samkvæmt skal auglýsa slíkar breytingar og gefa hagsmunaaðilum kost á að gera athugasemdir og andmæla. Meirihlutinn í Ráðhúsi borgarinnar gerði það sannarlega og að venju undir merkjum samráðs og samtals við íbúa og hagaðila. Ekki þarf að fara mörgum orðum um viðbrögðin. Allir andmæltu, íbúaráð, íbúasamtök og íþróttafélag hverfisins auk annarra. Andmælin eru lögð fram með fullum rökstuðning. Um er að ræða fullkominn forsendubrest. Ekki þarf heldur að fara mörgum orðum yfir þau svör sem nú hafa borist úr Ráðhúsi borgarinnar: Andmælum er hafnað. Þar kveður við kunnuglegan tón. Meint samráð reynast sýndarsamráð. Enn eina ferðina. Þegar skynsemin víkur á óráðið leik Þegar litið er yfir sögu þessa máls birtist skýr mynd þess hvað gerist þegar allri skynsemi er vikið til hliðar og að því er virðist einkaáhugamál kjörinna fulltrúa taka yfir. Þá á óráðið leik. Í Úlfarsárdal sér nú fyrir endan á uppbyggingu innviða. Innviðir, grunnskóli, leikskóli, sundlaug, bókasafn og íþróttamannvirki með verðmiða upp á 15-20 milljarða eru annað hvort klárir eða að verða klárir. Gríðarlega dýrir innviðir sem reiknað var með að þjónustuðu ekki bara núverandi byggð heldur M22-Hallahverfi að auki. Forsendubresturinn er því algjör. Saga M22 - Samantekt Árið 2006: Samþykkt aðalskipulag þar sem M22 er skipulagt sem íbúðahverfi með 562 sérbýlis- og fjölbýlishúsum. Árið 2014: Samþykkt breyting þar sem heimiluð er blönduð byggð. Áfram íbúðahverfi, en nú heimild fyrir verlsun og þjónustu samhliða. Hér gerðu íbúar og hagaðilar engar athugasemdir enda kærkomið að fá matvöruverslun og þjónustu í hverfið. 2020: Gríman felld og skrefið stigið til fulls. Engin sérbýli. Engin fjölbýli. Ekkert íbúðarhúsnæði yfirhöfuð. Matvöruverlsun sérstaklega bönnuð. Öllum andmælum hafnað. Bílapartasölur blasa nú við í stað blómlegrar íbúðabyggðar. Orsök og afleiðing Orsök og afleiðing hitta að öllu jöfnu fyrir sama aðila, sá er yfirleitt gangur lífsins. En ekki þegar um er að ræða kjörna fulltrúa borgarinnar. Þá sjá kjörnir fulltrúar fyrir orsökinni og borgarbúar og í sumum tilfellum landsmenn allir taka afleiðingunum. Saga M22 er afar gott dæmi um hvernig vinnubrögð kjörnir fulltrúar eiga ekki að viðhafa. Þeir sjá hér um orsökina, hverrar afleiðingar ekki bara íbúar hverfisins, íbúaráð,íbúasamtök og íþróttafélags hverfisins þurfa að taka á sig. Það þurfa kaupendur heimila í borginni allri að gera. Það er nefnilega svo að þegar kjörnir fulltrúar ákveða að breyta iðnaðarhverfum borgarinnar í íbúðahverfi og glæsilegu landi undir íbúðahverfi í iðnaðarhverfi, þá hefur það afleiðingar. Hækkun íbúðaverðs. Hækkun sem talin verður í milljónum og í sumum tilfellum tugum milljóna á hverja íbúð. Þær afleiðingar munu kaupendur heimila á næstu misserum taka á sig. Hvort sem þeim líkar betur eða verr. Höfundur er varaborgarfulltrúi Miðflokksins.
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun