Dómur þyngdur um eitt og hálft ár vegna stórfelldrar líkamsárásar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. janúar 2021 17:36 Ráðist var á þremenningana þegar þau voru á leið heim af skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Landsréttur dæmdi í síðasta mánuði Brynjar Kristensson til tveggja ára fangelsisvistar vegna stórfelldrar líkamsárásar sem hann tók þátt í þann 19. febrúar 2017. Brynjar hafði áður verið dæmdur til sex mánaða fangelsisvistar í héraðsdómi. Brynjar og þrír aðrir voru ákærðir í héraðsdómi fyrir að hafa ráðist að þremur í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt sunnudagsins 19. febrúar 2017. Líkamsárásin náðist að hluta til á myndbandsupptöku og var sú upptaka meginatriði í málinu. Hinir mennirnir þrír sem ákærðir voru fyrir aðild að málinu voru sakfelldir í héraðsdómi árið 2019. Brynjar var sakfelldur þar sem dómurinn taldi ljóst að hann mætti sjá á upptökum sem náðust af árásinni. Þremenningarnir sem ráðist var á voru á leið heim af skemmtistað um klukkan fjögur að nóttu þegar hópurinn réðst á þau. Meðal þeirra sem ráðist var á er Eyvindur Ágúst Runólfsson, sonur Runólfs Ágústssonar fyrrverandi rektors við Háskólann á Bifröst. Runólfur skrifaði langan Facebook-pistil stuttu eftir atvikið þar sem hann lýsti því sem gerðist. Auk Eyvindar var ráðist á kærustu hans og vin. Eyvindur fékk heilablæðingu í kjölfar árásarinnar en hin tvö sluppu með mar og skrámur. Fram kemur í dómnum að konunni hafi verið hrint í vegg og svo niður á jörðina þannig að hún hlaut eymsli yfir hnakka, mar og skrámur. Hinn maðurinn hafði verið sleginn niður af árásarmönnunum og sparkað í hann liggjandi. Hann sagði fyrir rétti að hann hafi misst meðvitund eftir fyrsta höggið. Eyvindur varð fyrir árás Brynjars og annars karlmanns sem veittu honum hnefahögg í höfuðið. Fram kemur í dómnum að þeir hafi síðan tekið hann taki og hent honum á vegg þannig að hann skall á veggnum og féll svo í jörðina. Því hafi verið fylgt eftir með spörkum í líkama hans og höfuð með þeim afleiðingum að hann hlaut stóran skurð á höfði, merki um heilamar, heilahristing og fleira. Dómsmál Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Sjá meira
Brynjar og þrír aðrir voru ákærðir í héraðsdómi fyrir að hafa ráðist að þremur í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt sunnudagsins 19. febrúar 2017. Líkamsárásin náðist að hluta til á myndbandsupptöku og var sú upptaka meginatriði í málinu. Hinir mennirnir þrír sem ákærðir voru fyrir aðild að málinu voru sakfelldir í héraðsdómi árið 2019. Brynjar var sakfelldur þar sem dómurinn taldi ljóst að hann mætti sjá á upptökum sem náðust af árásinni. Þremenningarnir sem ráðist var á voru á leið heim af skemmtistað um klukkan fjögur að nóttu þegar hópurinn réðst á þau. Meðal þeirra sem ráðist var á er Eyvindur Ágúst Runólfsson, sonur Runólfs Ágústssonar fyrrverandi rektors við Háskólann á Bifröst. Runólfur skrifaði langan Facebook-pistil stuttu eftir atvikið þar sem hann lýsti því sem gerðist. Auk Eyvindar var ráðist á kærustu hans og vin. Eyvindur fékk heilablæðingu í kjölfar árásarinnar en hin tvö sluppu með mar og skrámur. Fram kemur í dómnum að konunni hafi verið hrint í vegg og svo niður á jörðina þannig að hún hlaut eymsli yfir hnakka, mar og skrámur. Hinn maðurinn hafði verið sleginn niður af árásarmönnunum og sparkað í hann liggjandi. Hann sagði fyrir rétti að hann hafi misst meðvitund eftir fyrsta höggið. Eyvindur varð fyrir árás Brynjars og annars karlmanns sem veittu honum hnefahögg í höfuðið. Fram kemur í dómnum að þeir hafi síðan tekið hann taki og hent honum á vegg þannig að hann skall á veggnum og féll svo í jörðina. Því hafi verið fylgt eftir með spörkum í líkama hans og höfuð með þeim afleiðingum að hann hlaut stóran skurð á höfði, merki um heilamar, heilahristing og fleira.
Dómsmál Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Sjá meira