Segir sérþekkingu lífeindafræðinga kastað fyrir róða Nadine Guðrún Yaghi skrifar 4. janúar 2021 21:01 Lífeindafræðingar sem störfuðu hjá Krabbameinsfélagi Íslands við að greina leghálssýni hafa orðið fyrir miklu höggi og sérþekkingu þeirra kastað fyrir róða. Þetta segir framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins um þá ákvörðun að flytja sýnagreiningu úr landi. Um áramótin færðist skimun vegna leghálskrabbameins frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæslunnar. Sýnin verða send til greiningar tímabundið erlendis að því er fram kom í máli heilbrigðisráðherra á dögunum. Ekki hafi verið tekin ákvörðun um það hvar sýnin verði rannsökuð eftir að tímabundinn samningur rennur út. Leitarstöð KÍ er nú hætt störfum og starfsfólkinu hefur verið sagt upp, meðal annars sex lífeindafræðingum sem höfðu sérfræðiþekkingu í greiningum á leghálssýnum. Framkvæmdastjóri KÍ segir að mikil áhersla hafi verið lögð á að passað yrði upp á sérþekkinguna meðal þeirra sem komu að þessum skipulagsbreytingum. „Þetta er auðvitað högg þegar það er búið að tala um að það eigi að passa upp á sérþekkinguna þeirra að henni sé kastað fyrir róða,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins og bætir við að nú hverfi lífeindafræðingarnir væntanlega til annarra starfa. „Og þá verður það of seint. Þá er þekkingin einfaldlega farin,“ segir hún en sem fyrr segir hefur ráðherra sagt þessa ráðstöfun vera tímabundna. Þannig glatist mikilvæg þekking við að sýnagreiningin sé flutt úr landi. „Ég hef miklar áhyggjur af þessu. Að kasta þarna sérþekkingu út um gluggan, sem hefur verið að byggjast upp í langan tíma. Hún er ekki til annars staðar á landinu heldur en hjá þessum tilteknu starfsmönnum og það þýðir auðvitað að við verðum upp á aðrar þjóðir komin varðandi þessar rannsóknir,“ segir Halla. Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Um áramótin færðist skimun vegna leghálskrabbameins frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæslunnar. Sýnin verða send til greiningar tímabundið erlendis að því er fram kom í máli heilbrigðisráðherra á dögunum. Ekki hafi verið tekin ákvörðun um það hvar sýnin verði rannsökuð eftir að tímabundinn samningur rennur út. Leitarstöð KÍ er nú hætt störfum og starfsfólkinu hefur verið sagt upp, meðal annars sex lífeindafræðingum sem höfðu sérfræðiþekkingu í greiningum á leghálssýnum. Framkvæmdastjóri KÍ segir að mikil áhersla hafi verið lögð á að passað yrði upp á sérþekkinguna meðal þeirra sem komu að þessum skipulagsbreytingum. „Þetta er auðvitað högg þegar það er búið að tala um að það eigi að passa upp á sérþekkinguna þeirra að henni sé kastað fyrir róða,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins og bætir við að nú hverfi lífeindafræðingarnir væntanlega til annarra starfa. „Og þá verður það of seint. Þá er þekkingin einfaldlega farin,“ segir hún en sem fyrr segir hefur ráðherra sagt þessa ráðstöfun vera tímabundna. Þannig glatist mikilvæg þekking við að sýnagreiningin sé flutt úr landi. „Ég hef miklar áhyggjur af þessu. Að kasta þarna sérþekkingu út um gluggan, sem hefur verið að byggjast upp í langan tíma. Hún er ekki til annars staðar á landinu heldur en hjá þessum tilteknu starfsmönnum og það þýðir auðvitað að við verðum upp á aðrar þjóðir komin varðandi þessar rannsóknir,“ segir Halla.
Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira