„Ég veit ekki ennþá hvernig ég komst í gegnum þetta“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 5. janúar 2021 11:00 Eygló Guðmundsdóttir sálfræðingur hefur gert rannsóknir á foreldrum langveikra barna. Góðvild Eygló Guðmundsdóttir eignaðist þrjú börn á innan við fimm árum á meðan hún var í námi. Yngsta barnið, Benjamín, greindist nokkurra vikna gamall með krabbamein og lést aðeins 12 ára að aldri. „Hann fæðist 28. júlí 2003 og níu vikum seinna erum við komin upp á Barnaspítala,“ segir Eygló um fyrstu merkin um veikindin. Eygló sagði frá sinni reynslu í nýjasta þættinum af Spjallið með Góðvild. Að loknum rannsóknum og blóðprufum fær Eygló þær fréttir að litli drengurinn hennar var með hvítblæði. Eftir þetta hefur Eygló rannsakað í starfi sínu áhrif slíkrar greiningar á foreldra. Sjálf lýsir hún þessu eins og að lest keyri á þig. „Ef eitthvað er verra en tilhugsun um þinn eigin dauða, þá er það tilhugsunin um að barnið þitt geti dáið.“ Benjamín var níu vikna þegar Eygló fann að eitthvað var að og leitaði til Barnaspítalans.Mynd úr einkasafni Mikilvægt að fá skriflegar upplýsingar Eygló segir að það þurfi að hafa upplýsingagjöfina fyrir foreldra í þessum aðstæðum skriflega líka, þar sem í svona erfiðum aðstæðum gleymist margt. Sumt jafnvel nái foreldrar ekki að meðtaka aðstæðunum sjálfum eða á erfiðum fundi með læknum svo það væri gott að geta flett því upp seinna í ferlinu. „Ég var ekkert meðvituð um að ég myndi ekki fyrr en löngu löngu seinna alls konar hluti.“ Í þessu einlæga viðtali fer Eygló meðal annars yfir veikindasöguna, fyrstu einkennin, beinmergsskiptin, baráttunni við að koma Benjamín á lista yfir lungnaþega, mistökunum sem lengdu biðina og síðustu klukkustundunum fyrir andlát hans. Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Spjallið með Góðvild - Eygló Guðmundsdóttir Bæði systkinin mögulegir beinmergsgjafar Hvítblæðið sem Benjamín barðist við kallast Infant-ALL hvítblæði og er mjög sjaldgæft. „Lifun er, eða var, mjög léleg af því að þetta er svo einstaklingsbundinn sjúkdómur.“ Benjamín svaraði lyfjameðferð illa í byrjun og fór því í beinmergsskipti. „Bæði systkini hans gátu verið gjafar sem var mjög sérstakt,“ útskýrir Eygló. Aðgerðin var gerð í Stokkhólmi og um tíma var lifrin hans að gefa sig svo honum var vart hugað líf. Foreldrarnir voru alltaf með góða verkaskiptingu, Eygló var á sjúkrahúsinu og barnsfaðir hennar var í vinnu og sinnti eldri börnunum. Þau voru alltaf gott teymi í þessu ferli og stóðu þétt saman. „Við vissum ekkert hversu lengi þetta myndi vara og við vildum að börnin fengju einhvers konar eins normalt líf og hægt væri. Að það væri það besta sem að við gætum veitt þeim og „thank god“ af því að við gátum ekki vitað að við yrðum í þessu í tólf ár.“ Bæði systkini Benjamíns gáfu honum beinmerg þegar hann barðist við hvítblæði.Mynd úr einkasafni Önnur krabbameinsgreining ári síðar Eygló gagnrýnir að hafa ekki fengið meiri aðstoð frá kerfinu hér á landi varðandi kostnaðinn við að flytjast á milli landa til að fá meðferð fyrir hann í Svíþjóð. Benjamín greindist aftur með hvítblæði og fór í önnur beinmergsskipti erlendis sem hafði mikil áhrif á líkama hans og líffæri. Fjölskyldan missti samt ekki vonina. „Hann verður alveg rosalega veikur, það voru innvortis blæðingar og hann missti 4/5 hluta af blóði og þar var hann lagður á gjörgæslu og þar lá hann í marga daga. Þar kom upp allt sem gat komið upp á en krabbameinslaus var Benjamín í tíu ár. Þannig að krabbameinið kom aldrei aftur.“ Meðferðin ekki í boði á Íslandi Áhrifin af hvítblæðinu og líffæraskiptunum höfðu áhrif á líf Benjamins og ollu ákveðnum sjúkdómum, meðal annars alvarlegum lungnasjúkdómi. „Það var ákveðið að teymið hérna heima myndi sjá um eftirfylgnina sem mögulega var ekkert besta hugmynd í heimi miðað við að hafa ekki reynslu af því en svona var þetta bara. Þetta var ákveðið svona.“ Fjölskyldan stóð mjög þétt saman í veikindunum. Mynd úr einkasafni Eftir að Benjamín veikist illa árið 2010 vegna lungnasjúkdómsins þurfti hann á meðferð að halda. „Sú meðferð sem átti að vera best, þó að það væru ekki góðar líkur, þá átti ekki að veita fulla meðferð hérna heima. Aftur skil ég ekki neitt. Á þeim tíma, mögulega hefur þetta snúist um lyfjakostnað eða eitthvað.“ Eygló segir að mögulega hafi hendur læknanna verið bundnar einhvern veginn. Eygló hringdi þá til Svíþjóðar og komst að því að ef fjölskyldan myndi flytja þangað fengi hann meðferðina sem hann þurfti á að halda. 49 dagar Þegar Eygló flutti lögheimili sitt aftur til Íslands þurfti hún að fara á bætur. „Með engar tekjur, engin réttindi. Börnin mín voru með lögheimili hjá pabba sínum af því að ég var að flytja heim þannig að ég þurfti að fara inn á féló. 137 þúsund krónur til framfærslu á mánuði. Ég veit ekki ennþá hvernig ég komst í gegnum þetta tímabil, ég bara veit það ekki.“ Benjamín var mikill Liverpool maður og hafði gaman af því að spila FIFA. Hann hélt meðal annars FIFA mót heima hjá sér.Mynd úr einkasafni Eygló barðist með kjafti og klóm til að koma Benjamín á lista fyrir lungnaskipti, en samskiptaerfiðleikar á milli Íslands og Svíþjóðar töfðu ferlið. „Ég veit að það hljómar ótrúlega biturt en það er það ekki. En það voru 49 dagar, sjö vikur sem að varð samskiptaleysi á milli landanna. Sem varð þess valdandi að honum var ekki lyft fyrr upp á listanum, þannig að hann var í svona einskinsmannslandi. Þannig að ef það hefðu komið lungu þá hefði honum ekki verið flaggað.“ Eygló segir að það skipti þó engu máli þar sem þau muni aldrei getað vitað hvort það hefði breytt einhverju. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni. Þættirnir Spjallið með Góðvild eru sýndir á Vísi á þriðjudögum. Verkefnið er afurð margra ára samstarfs Sigurðar Hólmars Jóhannessonar sem er í stjórn Góðvildar og Ágústu Fanneyjar Snorradóttur kvikmyndagerðarkonu og eiganda Mission Framleiðslu. Þáttastjórnendur eru Sigurður Hólmar Jóhannesson, Þórunn Eva Pálsdóttir og Ásdís Arna Gottskálksdóttir. Þættirnir eru nýr vettvangur til að koma málefnum langveikra og fatlaðra barna á framfæri og auka í leiðinni sýnileika fyrir mikilvæg málefni. Hægt er að hafa samband við Sigurð og Ágústu Fanney vegna þáttanna í gegnum vefsíðuna www.godvild.is eða samfélagsmiðla félagsins. Með því að styrkja Góðvild þá ertu að styðja við langveik og fötluð börn á Íslandi. Styrktarreikningur 0301-26-660117, kennitala 6601172020. Spjallið með Góðvild Börn og uppeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hægt að spara fjármuni með því að gera þetta betur „Þetta er eiginlega góð saga um það hvernig það að hlusta, og samtalið getur leitt af sér,“ segir Willum Þór Þórsson þingmaður Framsóknarflokksins. Hann setti á árinu af stað vinnu og lagði fram þingsályktunartillögu, sem snýr að bættri þjónustu fyrir langveika og fatlaða og þeirra aðstandendur. 29. desember 2020 08:00 „Læknirinn okkar er bráðamóttakan og það er ansi dýr læknir“ „Honum var eins og mörgum í okkar hóp, ekki hugað langt líf, en hefur svo sannarlega afsannað það um langt skeið. Hins vegar höfum við oft dansað á línunni,“ segir Sigríður K. Hrafnkelsdóttir verkefnastjóri hjá Landlæknisembættinu. 22. desember 2020 08:00 „Ég fann ekki fyrir neinum stuðningi“ Ásdís Arna Gottskálksdóttir eignaðist langveikan dreng, Björgvin Arnar, árið 2007. Hann var sjö mánaða greindur með hjartagalla en rétt greining fékkst ekki fyrr en hann var sex ára. Greiningin var fjölskyldunni mikið áfall. 15. desember 2020 09:45 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
„Hann fæðist 28. júlí 2003 og níu vikum seinna erum við komin upp á Barnaspítala,“ segir Eygló um fyrstu merkin um veikindin. Eygló sagði frá sinni reynslu í nýjasta þættinum af Spjallið með Góðvild. Að loknum rannsóknum og blóðprufum fær Eygló þær fréttir að litli drengurinn hennar var með hvítblæði. Eftir þetta hefur Eygló rannsakað í starfi sínu áhrif slíkrar greiningar á foreldra. Sjálf lýsir hún þessu eins og að lest keyri á þig. „Ef eitthvað er verra en tilhugsun um þinn eigin dauða, þá er það tilhugsunin um að barnið þitt geti dáið.“ Benjamín var níu vikna þegar Eygló fann að eitthvað var að og leitaði til Barnaspítalans.Mynd úr einkasafni Mikilvægt að fá skriflegar upplýsingar Eygló segir að það þurfi að hafa upplýsingagjöfina fyrir foreldra í þessum aðstæðum skriflega líka, þar sem í svona erfiðum aðstæðum gleymist margt. Sumt jafnvel nái foreldrar ekki að meðtaka aðstæðunum sjálfum eða á erfiðum fundi með læknum svo það væri gott að geta flett því upp seinna í ferlinu. „Ég var ekkert meðvituð um að ég myndi ekki fyrr en löngu löngu seinna alls konar hluti.“ Í þessu einlæga viðtali fer Eygló meðal annars yfir veikindasöguna, fyrstu einkennin, beinmergsskiptin, baráttunni við að koma Benjamín á lista yfir lungnaþega, mistökunum sem lengdu biðina og síðustu klukkustundunum fyrir andlát hans. Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Spjallið með Góðvild - Eygló Guðmundsdóttir Bæði systkinin mögulegir beinmergsgjafar Hvítblæðið sem Benjamín barðist við kallast Infant-ALL hvítblæði og er mjög sjaldgæft. „Lifun er, eða var, mjög léleg af því að þetta er svo einstaklingsbundinn sjúkdómur.“ Benjamín svaraði lyfjameðferð illa í byrjun og fór því í beinmergsskipti. „Bæði systkini hans gátu verið gjafar sem var mjög sérstakt,“ útskýrir Eygló. Aðgerðin var gerð í Stokkhólmi og um tíma var lifrin hans að gefa sig svo honum var vart hugað líf. Foreldrarnir voru alltaf með góða verkaskiptingu, Eygló var á sjúkrahúsinu og barnsfaðir hennar var í vinnu og sinnti eldri börnunum. Þau voru alltaf gott teymi í þessu ferli og stóðu þétt saman. „Við vissum ekkert hversu lengi þetta myndi vara og við vildum að börnin fengju einhvers konar eins normalt líf og hægt væri. Að það væri það besta sem að við gætum veitt þeim og „thank god“ af því að við gátum ekki vitað að við yrðum í þessu í tólf ár.“ Bæði systkini Benjamíns gáfu honum beinmerg þegar hann barðist við hvítblæði.Mynd úr einkasafni Önnur krabbameinsgreining ári síðar Eygló gagnrýnir að hafa ekki fengið meiri aðstoð frá kerfinu hér á landi varðandi kostnaðinn við að flytjast á milli landa til að fá meðferð fyrir hann í Svíþjóð. Benjamín greindist aftur með hvítblæði og fór í önnur beinmergsskipti erlendis sem hafði mikil áhrif á líkama hans og líffæri. Fjölskyldan missti samt ekki vonina. „Hann verður alveg rosalega veikur, það voru innvortis blæðingar og hann missti 4/5 hluta af blóði og þar var hann lagður á gjörgæslu og þar lá hann í marga daga. Þar kom upp allt sem gat komið upp á en krabbameinslaus var Benjamín í tíu ár. Þannig að krabbameinið kom aldrei aftur.“ Meðferðin ekki í boði á Íslandi Áhrifin af hvítblæðinu og líffæraskiptunum höfðu áhrif á líf Benjamins og ollu ákveðnum sjúkdómum, meðal annars alvarlegum lungnasjúkdómi. „Það var ákveðið að teymið hérna heima myndi sjá um eftirfylgnina sem mögulega var ekkert besta hugmynd í heimi miðað við að hafa ekki reynslu af því en svona var þetta bara. Þetta var ákveðið svona.“ Fjölskyldan stóð mjög þétt saman í veikindunum. Mynd úr einkasafni Eftir að Benjamín veikist illa árið 2010 vegna lungnasjúkdómsins þurfti hann á meðferð að halda. „Sú meðferð sem átti að vera best, þó að það væru ekki góðar líkur, þá átti ekki að veita fulla meðferð hérna heima. Aftur skil ég ekki neitt. Á þeim tíma, mögulega hefur þetta snúist um lyfjakostnað eða eitthvað.“ Eygló segir að mögulega hafi hendur læknanna verið bundnar einhvern veginn. Eygló hringdi þá til Svíþjóðar og komst að því að ef fjölskyldan myndi flytja þangað fengi hann meðferðina sem hann þurfti á að halda. 49 dagar Þegar Eygló flutti lögheimili sitt aftur til Íslands þurfti hún að fara á bætur. „Með engar tekjur, engin réttindi. Börnin mín voru með lögheimili hjá pabba sínum af því að ég var að flytja heim þannig að ég þurfti að fara inn á féló. 137 þúsund krónur til framfærslu á mánuði. Ég veit ekki ennþá hvernig ég komst í gegnum þetta tímabil, ég bara veit það ekki.“ Benjamín var mikill Liverpool maður og hafði gaman af því að spila FIFA. Hann hélt meðal annars FIFA mót heima hjá sér.Mynd úr einkasafni Eygló barðist með kjafti og klóm til að koma Benjamín á lista fyrir lungnaskipti, en samskiptaerfiðleikar á milli Íslands og Svíþjóðar töfðu ferlið. „Ég veit að það hljómar ótrúlega biturt en það er það ekki. En það voru 49 dagar, sjö vikur sem að varð samskiptaleysi á milli landanna. Sem varð þess valdandi að honum var ekki lyft fyrr upp á listanum, þannig að hann var í svona einskinsmannslandi. Þannig að ef það hefðu komið lungu þá hefði honum ekki verið flaggað.“ Eygló segir að það skipti þó engu máli þar sem þau muni aldrei getað vitað hvort það hefði breytt einhverju. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni. Þættirnir Spjallið með Góðvild eru sýndir á Vísi á þriðjudögum. Verkefnið er afurð margra ára samstarfs Sigurðar Hólmars Jóhannessonar sem er í stjórn Góðvildar og Ágústu Fanneyjar Snorradóttur kvikmyndagerðarkonu og eiganda Mission Framleiðslu. Þáttastjórnendur eru Sigurður Hólmar Jóhannesson, Þórunn Eva Pálsdóttir og Ásdís Arna Gottskálksdóttir. Þættirnir eru nýr vettvangur til að koma málefnum langveikra og fatlaðra barna á framfæri og auka í leiðinni sýnileika fyrir mikilvæg málefni. Hægt er að hafa samband við Sigurð og Ágústu Fanney vegna þáttanna í gegnum vefsíðuna www.godvild.is eða samfélagsmiðla félagsins. Með því að styrkja Góðvild þá ertu að styðja við langveik og fötluð börn á Íslandi. Styrktarreikningur 0301-26-660117, kennitala 6601172020.
Þættirnir Spjallið með Góðvild eru sýndir á Vísi á þriðjudögum. Verkefnið er afurð margra ára samstarfs Sigurðar Hólmars Jóhannessonar sem er í stjórn Góðvildar og Ágústu Fanneyjar Snorradóttur kvikmyndagerðarkonu og eiganda Mission Framleiðslu. Þáttastjórnendur eru Sigurður Hólmar Jóhannesson, Þórunn Eva Pálsdóttir og Ásdís Arna Gottskálksdóttir. Þættirnir eru nýr vettvangur til að koma málefnum langveikra og fatlaðra barna á framfæri og auka í leiðinni sýnileika fyrir mikilvæg málefni. Hægt er að hafa samband við Sigurð og Ágústu Fanney vegna þáttanna í gegnum vefsíðuna www.godvild.is eða samfélagsmiðla félagsins. Með því að styrkja Góðvild þá ertu að styðja við langveik og fötluð börn á Íslandi. Styrktarreikningur 0301-26-660117, kennitala 6601172020.
Spjallið með Góðvild Börn og uppeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hægt að spara fjármuni með því að gera þetta betur „Þetta er eiginlega góð saga um það hvernig það að hlusta, og samtalið getur leitt af sér,“ segir Willum Þór Þórsson þingmaður Framsóknarflokksins. Hann setti á árinu af stað vinnu og lagði fram þingsályktunartillögu, sem snýr að bættri þjónustu fyrir langveika og fatlaða og þeirra aðstandendur. 29. desember 2020 08:00 „Læknirinn okkar er bráðamóttakan og það er ansi dýr læknir“ „Honum var eins og mörgum í okkar hóp, ekki hugað langt líf, en hefur svo sannarlega afsannað það um langt skeið. Hins vegar höfum við oft dansað á línunni,“ segir Sigríður K. Hrafnkelsdóttir verkefnastjóri hjá Landlæknisembættinu. 22. desember 2020 08:00 „Ég fann ekki fyrir neinum stuðningi“ Ásdís Arna Gottskálksdóttir eignaðist langveikan dreng, Björgvin Arnar, árið 2007. Hann var sjö mánaða greindur með hjartagalla en rétt greining fékkst ekki fyrr en hann var sex ára. Greiningin var fjölskyldunni mikið áfall. 15. desember 2020 09:45 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Hægt að spara fjármuni með því að gera þetta betur „Þetta er eiginlega góð saga um það hvernig það að hlusta, og samtalið getur leitt af sér,“ segir Willum Þór Þórsson þingmaður Framsóknarflokksins. Hann setti á árinu af stað vinnu og lagði fram þingsályktunartillögu, sem snýr að bættri þjónustu fyrir langveika og fatlaða og þeirra aðstandendur. 29. desember 2020 08:00
„Læknirinn okkar er bráðamóttakan og það er ansi dýr læknir“ „Honum var eins og mörgum í okkar hóp, ekki hugað langt líf, en hefur svo sannarlega afsannað það um langt skeið. Hins vegar höfum við oft dansað á línunni,“ segir Sigríður K. Hrafnkelsdóttir verkefnastjóri hjá Landlæknisembættinu. 22. desember 2020 08:00
„Ég fann ekki fyrir neinum stuðningi“ Ásdís Arna Gottskálksdóttir eignaðist langveikan dreng, Björgvin Arnar, árið 2007. Hann var sjö mánaða greindur með hjartagalla en rétt greining fékkst ekki fyrr en hann var sex ára. Greiningin var fjölskyldunni mikið áfall. 15. desember 2020 09:45