Spillti bóluefninu því hann taldi það breyta erfðaefni manna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. janúar 2021 22:37 Steven Brandenburg spillti bóluefni sem talið er að hefði dugað fyrir minnst fimm hundruð manns. AP/Ozaukee County Sheriff Lyfjafræðingur í Wisconsin í Bandaríkjunum, sem eyðilagði hundruð skammta af bóluefni Moderna við Covid-19, sagðist í samtali við lögreglu sannfærður um það að bóluefnið við veirunni breytti erfðaefni manna. Þá væri hann handviss um að heimurinn væri að farast. Þetta kemur fram í dómsgögnum sem birt voru í dag og fréttastofa AP greinir frá. Steven Brandenburg, lyfjafræðingur í Grafton í Wisconsin, var handtekinn í síðustu viku. Tilefni handtökunnar voru 57 glös af bóluefni Moderna sem skilin höfðu verið eftir í stofuhita í tvær nætur en geyma þarf efnið við tuttugu gráðu frost. Sérfræðingar segja að glösin hafi innihaldið skammta fyrir minnst 500 manns. Að sögn Adams Gerol, saksóknara í Ozaukee héraði, hefur Brandenburg verið undir miklu álagi undanfarið en hann gangi þessa dagana í gegn um skilnað. Þá bar starfsmaður í apótekinu, sem Brandenburg vann í, vitni fyrir dómnum og sagði að Brandenburg hefði tekið byssu til vinnu minnst tvisvar sinnum. Taldi stjórnvöld vinna gegn almenningi Að sögn rannsóknaraðila er Brandenburg einnig þekktur samsæriskenningasmiður en hann sagði rannsakendum meðal annars að bóluefnið breytti erfðaefni manna. Sú kenning er meðal þeirra fyrstu samsæriskenninga sem upp spruttu um Covid-19 bóluefni en samkvæmt frétt AP er nokkuð mikið um þær. Sérfræðingar hafa sagt að þessar hugmyndir, að bóluefnið breyti erfðaefni, séu úr lausu lofti gripnar. Brandenburg er sagður hafa játað að hafa skilið bóluefnaskammtana eftir við stofuhita, aðfaranótt 25. desember og aðfaranótt 26. desember. Starfsmaður í apótekinu fann skammtana úti á borði morguninn 26. desember og til að byrja með hélt Brandenburg því fram að hann hafi gleymt þeim úti á borði eftir að hann tók skammtana út úr kæli til að sækja önnur lyf. Moderna bóluefnið er hægt að nota allt að tólf tímum eftir að það er tekið úr kæli. Starfsmennirnir notuðu því bóluefnið til þess að bólusetja 57 manns áður en í ljós kom að bóluefnið væri ónýtt. Lögregla segir að andvirði bóluefnisins sem fór til spillis sé allt að 11 þúsund dollarar eða um 1,4 milljónir króna. Eiginkona Brandenburgs bar einnig vitni fyrir dómi og sagði hún að hann hafi komið við heima hjá henni þann 6. desember síðastliðinn. Hann hafi þar skilið eftir vatnssíu og tvo þrjátíu daga matarskammta. Hann hafi sagt henni að heimurinn væri að enda og að hún þyrði ekki að horfast í augu við sannleikann. Þá hafi hann sagt að stjórnvöld væru að skipuleggja tölvuárásir til þess að leggja niður rafmagnskerfi. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
Þá væri hann handviss um að heimurinn væri að farast. Þetta kemur fram í dómsgögnum sem birt voru í dag og fréttastofa AP greinir frá. Steven Brandenburg, lyfjafræðingur í Grafton í Wisconsin, var handtekinn í síðustu viku. Tilefni handtökunnar voru 57 glös af bóluefni Moderna sem skilin höfðu verið eftir í stofuhita í tvær nætur en geyma þarf efnið við tuttugu gráðu frost. Sérfræðingar segja að glösin hafi innihaldið skammta fyrir minnst 500 manns. Að sögn Adams Gerol, saksóknara í Ozaukee héraði, hefur Brandenburg verið undir miklu álagi undanfarið en hann gangi þessa dagana í gegn um skilnað. Þá bar starfsmaður í apótekinu, sem Brandenburg vann í, vitni fyrir dómnum og sagði að Brandenburg hefði tekið byssu til vinnu minnst tvisvar sinnum. Taldi stjórnvöld vinna gegn almenningi Að sögn rannsóknaraðila er Brandenburg einnig þekktur samsæriskenningasmiður en hann sagði rannsakendum meðal annars að bóluefnið breytti erfðaefni manna. Sú kenning er meðal þeirra fyrstu samsæriskenninga sem upp spruttu um Covid-19 bóluefni en samkvæmt frétt AP er nokkuð mikið um þær. Sérfræðingar hafa sagt að þessar hugmyndir, að bóluefnið breyti erfðaefni, séu úr lausu lofti gripnar. Brandenburg er sagður hafa játað að hafa skilið bóluefnaskammtana eftir við stofuhita, aðfaranótt 25. desember og aðfaranótt 26. desember. Starfsmaður í apótekinu fann skammtana úti á borði morguninn 26. desember og til að byrja með hélt Brandenburg því fram að hann hafi gleymt þeim úti á borði eftir að hann tók skammtana út úr kæli til að sækja önnur lyf. Moderna bóluefnið er hægt að nota allt að tólf tímum eftir að það er tekið úr kæli. Starfsmennirnir notuðu því bóluefnið til þess að bólusetja 57 manns áður en í ljós kom að bóluefnið væri ónýtt. Lögregla segir að andvirði bóluefnisins sem fór til spillis sé allt að 11 þúsund dollarar eða um 1,4 milljónir króna. Eiginkona Brandenburgs bar einnig vitni fyrir dómi og sagði hún að hann hafi komið við heima hjá henni þann 6. desember síðastliðinn. Hann hafi þar skilið eftir vatnssíu og tvo þrjátíu daga matarskammta. Hann hafi sagt henni að heimurinn væri að enda og að hún þyrði ekki að horfast í augu við sannleikann. Þá hafi hann sagt að stjórnvöld væru að skipuleggja tölvuárásir til þess að leggja niður rafmagnskerfi.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira