Leiðtogi Proud Boys handtekinn fyrir að kveikja í Black Lives Matter fána Atli Ísleifsson skrifar 5. janúar 2021 07:41 Enrique Tarrio var handtekinn í gær vegna ásakana um að hafa kveikt í Black Lives Matter fána á baráttufundi Proud Boys í Washington DC þann 12. desember. EPA Lögregla í bandarísku höfuðborginni Washington DC handtók í gær leiðtoga hægriöfgahópsins Proud Boys fyrir að hafa borið eld að Black Lives Matter fána í síðasta mánuði. Lögregla segir að Enrique Tarrio eigi yfir höfði sér refsingu fyrir skemmdarverk á eigum annarra, en hann er grunaður um að hafa kveikt í fána sem hann tók ófrjálsri hendi frá kirkju, þar sem meirihluti gesta eru svartir, á baráttufundi Proud Boys í desember. Proud Boys er hreyfing öfgahægrimanna sem yfirvöld hafa margsinnis bendlað við ofbeldi í tengslum við mótmæli í Bandaríkjunum á undanförnum misserum. Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hefur hvatt stuðningsmenn sína til að safnast saman í höfuðborginni Washington í vikunni til að mótmæla. Bandaríkjaþing munu á morgun staðfesta kjör Demókratans Joes Biden sem næsti forseti Bandaríkjanna, en Biden mun svo taka við embættinu þann 20. janúar. Tarrio hefur sagt á samfélagsmiðlum að metfjöldi liðsmanna Proud Boys muni mæta til að mótmæla á morgun. BBC greinir frá því að talsmaður lögreglunnar í Washington hafi sagt að hinn 36 ára Tarrio, sem býr í Miami í Flórida, hafi verið handtekinn í gær þegar hann ók inn í höfuðborgina. Í bíl hans hafi svo einnig fundist ólöglegur vopnabúnaður. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Óeirðir og ofbeldi eftir mótmælagöngu Trump-stuðningsmanna Óeirðir brutust út í Washington DC í gærkvöldi eftir mótmæli íhaldsmanna í borginni vegna sigurs Joe Biden í forsetakosningunum í nóvember. 23 voru handteknir og fjórir fluttir á sjúkrahús með stungusár. 13. desember 2020 10:52 Til ryskinga kom í mótmælum stuðningsmanna Trump Þúsundir stuðningsmanna Donald Trump Bandaríkjaforseta söfnuðust saman í höfuðborginni Washington í gær til þess að lýsa yfir stuðningi við hann. 15. nóvember 2020 11:51 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Sjá meira
Lögregla segir að Enrique Tarrio eigi yfir höfði sér refsingu fyrir skemmdarverk á eigum annarra, en hann er grunaður um að hafa kveikt í fána sem hann tók ófrjálsri hendi frá kirkju, þar sem meirihluti gesta eru svartir, á baráttufundi Proud Boys í desember. Proud Boys er hreyfing öfgahægrimanna sem yfirvöld hafa margsinnis bendlað við ofbeldi í tengslum við mótmæli í Bandaríkjunum á undanförnum misserum. Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hefur hvatt stuðningsmenn sína til að safnast saman í höfuðborginni Washington í vikunni til að mótmæla. Bandaríkjaþing munu á morgun staðfesta kjör Demókratans Joes Biden sem næsti forseti Bandaríkjanna, en Biden mun svo taka við embættinu þann 20. janúar. Tarrio hefur sagt á samfélagsmiðlum að metfjöldi liðsmanna Proud Boys muni mæta til að mótmæla á morgun. BBC greinir frá því að talsmaður lögreglunnar í Washington hafi sagt að hinn 36 ára Tarrio, sem býr í Miami í Flórida, hafi verið handtekinn í gær þegar hann ók inn í höfuðborgina. Í bíl hans hafi svo einnig fundist ólöglegur vopnabúnaður.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Óeirðir og ofbeldi eftir mótmælagöngu Trump-stuðningsmanna Óeirðir brutust út í Washington DC í gærkvöldi eftir mótmæli íhaldsmanna í borginni vegna sigurs Joe Biden í forsetakosningunum í nóvember. 23 voru handteknir og fjórir fluttir á sjúkrahús með stungusár. 13. desember 2020 10:52 Til ryskinga kom í mótmælum stuðningsmanna Trump Þúsundir stuðningsmanna Donald Trump Bandaríkjaforseta söfnuðust saman í höfuðborginni Washington í gær til þess að lýsa yfir stuðningi við hann. 15. nóvember 2020 11:51 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Sjá meira
Óeirðir og ofbeldi eftir mótmælagöngu Trump-stuðningsmanna Óeirðir brutust út í Washington DC í gærkvöldi eftir mótmæli íhaldsmanna í borginni vegna sigurs Joe Biden í forsetakosningunum í nóvember. 23 voru handteknir og fjórir fluttir á sjúkrahús með stungusár. 13. desember 2020 10:52
Til ryskinga kom í mótmælum stuðningsmanna Trump Þúsundir stuðningsmanna Donald Trump Bandaríkjaforseta söfnuðust saman í höfuðborginni Washington í gær til þess að lýsa yfir stuðningi við hann. 15. nóvember 2020 11:51