Lífið

Fyrsta stiklan úr Coming 2 America

Stefán Árni Pálsson skrifar
Eddie Murphy og Arsenio Hall mæta aftur til Bandaríkjanna. 
Eddie Murphy og Arsenio Hall mæta aftur til Bandaríkjanna. 

Kvikmyndin Coming 2 America kemur út á Amazon Prime 5. mars en um að ræða framhaldsmynd frá árinu 1988 þegar Coming To America var frumsýnd.

Eddie Murphy mætir aftur og fer með aðalhlutverkið. Í fyrri myndinni fór Murphy með hlutverk sem moldríkur prins, Akeem, sem fer til Bandaríkjanna til að finna eiginkonu. Nú er hann aftur á móti orðinn kóngur og snýr aftur til landsins.

Árið 1988 vakti myndin mikla athygli og þótti mjög vel heppnuð. Eddie Murphy mun leika í framhaldsmyndinni og fer aftur með hlutverk Akeem.

Rétt fyrri jól var glæný stikla úr framhaldsmyndinni frumsýnd en í henni er heldur betur einvala lið leikara.

Með hlutverk fara: Eddie Murphy, Arsenio Hall, Jermaine Fowler, Leslie Jones, Tracy Morgan, KiKi Layne, Shari Headley, Wesley Snipes og James Earl Jones.

Craig Brewer leikstýrir kvikmyndinni en hér að neðan má sjá stikluna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.