Mikilvægt að fá skýringar á andlátum fyrir næsta skammt af bóluefni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. janúar 2021 11:58 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/vilhelm Fjögur andlát hafa verið tilkynnt til Lyfjastofnunar vegna mögulegra tengsla við bólusetningu við Covid-19. Sóttvarnalæknir segir mikilvægt að fá betri mynd af því hvort andlátin megi rekja til bólusetningar áður en seinni skammtur efnisins verður gefinn. Lyfjastofnun Íslands hefur nú borist 31 tilkynning um aukaverkun eftir bólusetningu með Covid-19 bóluefni Pfizer. Samkvæmt upplýsingum frá Lyfjastofnun teljast fimm þeirra alvarlegar og þar af eru tilkynningar um fjögur andlát. Alvarlegu tilkynningarnar fimm varða allar aldraða einstaklinga með undirliggjandi sjúkdóma og langvinn veikindi. Ekki liggja fyrir augljós tengsl milli þessara aukaverkana og bólusetningar vegna undirliggjandi sjúkdóma viðkomandi einstaklinga að sögn Lyfjastofnunar. Allar alvarlegar tilkynningar um aukaverkanir varða aldraða einstaklinga með undirliggjandi sjúkdóma.vísir/vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að hvert andlát þurfi að skoða mjög vel með opnum huga. „Við erum að hefja þá vinnu og við þurfum að gera það í samvinnu við öldrunarlækna. Ég er líka búinn að senda fyrirspurn út til kollega mína á Norðurlöndunum, hvort að þar hafi sést eitthvað viðlíka. Þeir hafa ekki séð neitt slíkt þannig að við þurfum bara að skoða þetta betur,“ segir Þórólfur. Hann segist ekki vita til þess að sambærilegar tilkynningar hafi verið að berast í löndunum í kringum okkur. „Þegar maður skoðar hverjir hafa verið rannsakaðir í þessum bólusetningum, þá hafa eldri einstaklingar verið bólusettir en ekki einstaklingar með kannski mikið af undirliggjandi sjúkdómum og svo framvegis. Þannig kannski erum við að sjá eitthvað nýtt í þessu sem ekki hefur sést áður en þetta þarf bara að skoða.“ Tíu til tuttugu vikuleg andlát á hjúkrunarheimilum Hann bendir þó á að hér sé um að ræða viðkvæmasta fólk samfélagsins og er dánartíðni í hópnum há samkvæmt því. „Við þurfum náttúrulega að hafa það í huga að það deyja um tíu til tuttugu einstaklingar á hjúkrunarheimilum í hverri viku. Það er breytilegt en við þurfum að skoða þetta í ljósi þess og erum að fá tölur um hvort núna sé aukning á dauðsföllum í kjölfar þessarar bólusetningar.“ Þrjár vikur eiga að líða á milli fyrri og seinni bólusetningar af bóluefni Pfizer. Um vika er síðan fyrri skammtur var gefinn og Þórólfur segir mikilvægt að fá betri mynd af málinu áður en sá seinni verður gefinn. „Við þurfum að hafa mynd af því og þá ákvörðun í samræmi við það hvort við eigum að gefa öldruðum seinni skammtinn eða hvort við eigum að beita einhverri annarri nálgun. Ég held að við verðum að gera það,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Lyfjastofnun Íslands hefur nú borist 31 tilkynning um aukaverkun eftir bólusetningu með Covid-19 bóluefni Pfizer. Samkvæmt upplýsingum frá Lyfjastofnun teljast fimm þeirra alvarlegar og þar af eru tilkynningar um fjögur andlát. Alvarlegu tilkynningarnar fimm varða allar aldraða einstaklinga með undirliggjandi sjúkdóma og langvinn veikindi. Ekki liggja fyrir augljós tengsl milli þessara aukaverkana og bólusetningar vegna undirliggjandi sjúkdóma viðkomandi einstaklinga að sögn Lyfjastofnunar. Allar alvarlegar tilkynningar um aukaverkanir varða aldraða einstaklinga með undirliggjandi sjúkdóma.vísir/vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að hvert andlát þurfi að skoða mjög vel með opnum huga. „Við erum að hefja þá vinnu og við þurfum að gera það í samvinnu við öldrunarlækna. Ég er líka búinn að senda fyrirspurn út til kollega mína á Norðurlöndunum, hvort að þar hafi sést eitthvað viðlíka. Þeir hafa ekki séð neitt slíkt þannig að við þurfum bara að skoða þetta betur,“ segir Þórólfur. Hann segist ekki vita til þess að sambærilegar tilkynningar hafi verið að berast í löndunum í kringum okkur. „Þegar maður skoðar hverjir hafa verið rannsakaðir í þessum bólusetningum, þá hafa eldri einstaklingar verið bólusettir en ekki einstaklingar með kannski mikið af undirliggjandi sjúkdómum og svo framvegis. Þannig kannski erum við að sjá eitthvað nýtt í þessu sem ekki hefur sést áður en þetta þarf bara að skoða.“ Tíu til tuttugu vikuleg andlát á hjúkrunarheimilum Hann bendir þó á að hér sé um að ræða viðkvæmasta fólk samfélagsins og er dánartíðni í hópnum há samkvæmt því. „Við þurfum náttúrulega að hafa það í huga að það deyja um tíu til tuttugu einstaklingar á hjúkrunarheimilum í hverri viku. Það er breytilegt en við þurfum að skoða þetta í ljósi þess og erum að fá tölur um hvort núna sé aukning á dauðsföllum í kjölfar þessarar bólusetningar.“ Þrjár vikur eiga að líða á milli fyrri og seinni bólusetningar af bóluefni Pfizer. Um vika er síðan fyrri skammtur var gefinn og Þórólfur segir mikilvægt að fá betri mynd af málinu áður en sá seinni verður gefinn. „Við þurfum að hafa mynd af því og þá ákvörðun í samræmi við það hvort við eigum að gefa öldruðum seinni skammtinn eða hvort við eigum að beita einhverri annarri nálgun. Ég held að við verðum að gera það,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira