Hefur ekki áhyggjur af því að tilkynningarnar fæli fólk frá bólusetningu Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. janúar 2021 12:51 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra er bjartsýn á að Íslendingar þiggi bólusetningu við kórónuveirunni. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ekki áhyggjur af því að tilkynningar um hugsanlegar aukaverkanir af bóluefni gegn kórónuveirunni hafi áhrif á vilja þjóðarinnar til að láta bólusetja sig. Miklu máli skipti fyrir samfélagið allt að bólusetning verði almenn. Í morgun höfðu fjögur andlát verið tilkynnt til Lyfjastofnunar vegna mögulegra tengsla við bólusetningu. Engin augljós tengsl eru þó milli þessara aukaverkana og bólusetningar vegna undirliggjandi sjúkdóma viðkomandi einstaklinga. Höfum verið mjög viljug til bólusetningar Innt eftir því hvort hún hafi áhyggjur af því að þetta hefði áhrif á vilja fólks til að láta bólusetja sig segir Svandís að það geri hún ekki. Hún bendir á að alltaf sé haldið utan um tilkynningar af þessu tagi og að í umræddum tilvikum sé aðeins ákveðinn tímarammi, sem falli utan um bólusetningu og andlát. „En samkvæmt upplýsingum er ekkert sérstakt sem bendir til þess að um orsakasamhengi sé að ræða. En auðvitað er full ástæða til að fara ofan í þau mál og það gerir Lyfjastofnun,“ segir Svandís. „Ég hef ekki áhyggjur af því að það dragi úr viljanum til bólusetninga, á Íslandi höfum við verið mjög viljug til að fara í bólusetningar, og enn sem komið er lítur út fyrir að staðan sé þannig að við viljum taka þátt í því. Og það skiptir ekki bara máli fyrir okkur hvert og eitt heldur fyrir samfélagið allt að þátttakan sé almenn.“ Þorri íbúa verði bólusettur undir mitt ár Greint hefur verið frá því að til dæmis í Bandaríkjunum sé til skoðunar að gefa fólki hálfan skammt af bóluefni Moderna með það að markmiði að hraða bólusetningarferlinu. Svandís segir að ekkert slíkt sé til skoðunar hér. „Þetta er úrræði sem hefur verið gripið til í löndum þar sem faraldurinn er algjörlega stjórnlaus eða á mjög alvarlegum stað. Það er ekki raunin hér þannig að við förum bara eftir leiðbeiningum lyfjaframleiðanda í einu og öllu og gefum bæði fyrri og seinni skammt úr sömu sendingu, sem skiptir mjög miklu máli að gera,“ segir Svandís. Þá gerir hún enn ráð fyrir að búið verði að bólusetja stóran hluta þjóðarinnar í sumar. „Já, ég held að við getum búið okkur undir það að undir mitt ár verðum við búin að bólusetja þorra íbúa landsins, sem er miðað við þau kaup sem við erum búin að tryggja okkur og miðað við þær áætlanir sem við höfum í hendi.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Treysta á mat Evrópsku lyfjastofnunarinnar Íslensk heilbrigðisyfirvöld árétta að þau treysti á mat Evrópsku lyfjastofnunarinnar (EMA) á öryggi, gæðum og virkni bóluefna gegn kórónuveirunni. Þá benda stjórnvöld á að með tímabundnu neyðarleyfi, líkt og Bretland veitti fyrir notkun bóluefnis AstraZeneca, séu ekki gerðar jafnríkar kröfur til bóluefnanna og EMA gerir með skilyrtu markaðsleyfi. 5. janúar 2021 10:57 Ekki hægt að segja til um orsakasamband milli bólusetninga og dauðsfalla Þrjár tilkynningar hafa borist Lyfjastofnun þess efnis að einstaklingar hafi látist eftir að hafa verið bólusettir fyrir kórónuveirunni í síðustu viku. Rúna Hauksdóttir, forstjóri Lyfjastofnunar, segir ekkert benda til þess að um orsakasamband sé að ræða en tilfellin verði þó skoðuð. 4. janúar 2021 18:53 Yfirlæknir á Grund segir ekkert hægt að segja um bein tengsl milli bólusetningar og andláts Þrjú andlát eftir bólusetningu gegn Covid-19 hafa verið tilkynnt til Lyfjastofnunar Íslands. Karlmaður á hjúkrunarheimili lést nokkrum dögum eftir bólusetningu og segir yfirlæknir á Grund mikilvægt að fylgjast vel með áhrifum bólusetninga á fólkið í viðkvæmasta hópnum. 4. janúar 2021 19:07 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Fleiri fréttir Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Sjá meira
Í morgun höfðu fjögur andlát verið tilkynnt til Lyfjastofnunar vegna mögulegra tengsla við bólusetningu. Engin augljós tengsl eru þó milli þessara aukaverkana og bólusetningar vegna undirliggjandi sjúkdóma viðkomandi einstaklinga. Höfum verið mjög viljug til bólusetningar Innt eftir því hvort hún hafi áhyggjur af því að þetta hefði áhrif á vilja fólks til að láta bólusetja sig segir Svandís að það geri hún ekki. Hún bendir á að alltaf sé haldið utan um tilkynningar af þessu tagi og að í umræddum tilvikum sé aðeins ákveðinn tímarammi, sem falli utan um bólusetningu og andlát. „En samkvæmt upplýsingum er ekkert sérstakt sem bendir til þess að um orsakasamhengi sé að ræða. En auðvitað er full ástæða til að fara ofan í þau mál og það gerir Lyfjastofnun,“ segir Svandís. „Ég hef ekki áhyggjur af því að það dragi úr viljanum til bólusetninga, á Íslandi höfum við verið mjög viljug til að fara í bólusetningar, og enn sem komið er lítur út fyrir að staðan sé þannig að við viljum taka þátt í því. Og það skiptir ekki bara máli fyrir okkur hvert og eitt heldur fyrir samfélagið allt að þátttakan sé almenn.“ Þorri íbúa verði bólusettur undir mitt ár Greint hefur verið frá því að til dæmis í Bandaríkjunum sé til skoðunar að gefa fólki hálfan skammt af bóluefni Moderna með það að markmiði að hraða bólusetningarferlinu. Svandís segir að ekkert slíkt sé til skoðunar hér. „Þetta er úrræði sem hefur verið gripið til í löndum þar sem faraldurinn er algjörlega stjórnlaus eða á mjög alvarlegum stað. Það er ekki raunin hér þannig að við förum bara eftir leiðbeiningum lyfjaframleiðanda í einu og öllu og gefum bæði fyrri og seinni skammt úr sömu sendingu, sem skiptir mjög miklu máli að gera,“ segir Svandís. Þá gerir hún enn ráð fyrir að búið verði að bólusetja stóran hluta þjóðarinnar í sumar. „Já, ég held að við getum búið okkur undir það að undir mitt ár verðum við búin að bólusetja þorra íbúa landsins, sem er miðað við þau kaup sem við erum búin að tryggja okkur og miðað við þær áætlanir sem við höfum í hendi.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Treysta á mat Evrópsku lyfjastofnunarinnar Íslensk heilbrigðisyfirvöld árétta að þau treysti á mat Evrópsku lyfjastofnunarinnar (EMA) á öryggi, gæðum og virkni bóluefna gegn kórónuveirunni. Þá benda stjórnvöld á að með tímabundnu neyðarleyfi, líkt og Bretland veitti fyrir notkun bóluefnis AstraZeneca, séu ekki gerðar jafnríkar kröfur til bóluefnanna og EMA gerir með skilyrtu markaðsleyfi. 5. janúar 2021 10:57 Ekki hægt að segja til um orsakasamband milli bólusetninga og dauðsfalla Þrjár tilkynningar hafa borist Lyfjastofnun þess efnis að einstaklingar hafi látist eftir að hafa verið bólusettir fyrir kórónuveirunni í síðustu viku. Rúna Hauksdóttir, forstjóri Lyfjastofnunar, segir ekkert benda til þess að um orsakasamband sé að ræða en tilfellin verði þó skoðuð. 4. janúar 2021 18:53 Yfirlæknir á Grund segir ekkert hægt að segja um bein tengsl milli bólusetningar og andláts Þrjú andlát eftir bólusetningu gegn Covid-19 hafa verið tilkynnt til Lyfjastofnunar Íslands. Karlmaður á hjúkrunarheimili lést nokkrum dögum eftir bólusetningu og segir yfirlæknir á Grund mikilvægt að fylgjast vel með áhrifum bólusetninga á fólkið í viðkvæmasta hópnum. 4. janúar 2021 19:07 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Fleiri fréttir Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Sjá meira
Treysta á mat Evrópsku lyfjastofnunarinnar Íslensk heilbrigðisyfirvöld árétta að þau treysti á mat Evrópsku lyfjastofnunarinnar (EMA) á öryggi, gæðum og virkni bóluefna gegn kórónuveirunni. Þá benda stjórnvöld á að með tímabundnu neyðarleyfi, líkt og Bretland veitti fyrir notkun bóluefnis AstraZeneca, séu ekki gerðar jafnríkar kröfur til bóluefnanna og EMA gerir með skilyrtu markaðsleyfi. 5. janúar 2021 10:57
Ekki hægt að segja til um orsakasamband milli bólusetninga og dauðsfalla Þrjár tilkynningar hafa borist Lyfjastofnun þess efnis að einstaklingar hafi látist eftir að hafa verið bólusettir fyrir kórónuveirunni í síðustu viku. Rúna Hauksdóttir, forstjóri Lyfjastofnunar, segir ekkert benda til þess að um orsakasamband sé að ræða en tilfellin verði þó skoðuð. 4. janúar 2021 18:53
Yfirlæknir á Grund segir ekkert hægt að segja um bein tengsl milli bólusetningar og andláts Þrjú andlát eftir bólusetningu gegn Covid-19 hafa verið tilkynnt til Lyfjastofnunar Íslands. Karlmaður á hjúkrunarheimili lést nokkrum dögum eftir bólusetningu og segir yfirlæknir á Grund mikilvægt að fylgjast vel með áhrifum bólusetninga á fólkið í viðkvæmasta hópnum. 4. janúar 2021 19:07