Lögreglumaðurinn sem skaut Jacob Blake ekki ákærður Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. janúar 2021 22:38 Jacob Blake sést hér á sjúkrahúsinu eftir að hafa verið skotinn sjö sinnum í bakið af lögreglumanninum Rusten Sheskey. Twitter Enginn lögreglumannanna sem voru viðriðnir mál Jacobs Blake verður ákærður. Blake, sem er svartur, var skotinn sjö sinnum í bakið af lögreglumanni í borginni Kenosha í Wisconsin-ríki í Bandaríkjunum í águst og er lamaður fyrir neðan mitti í kjölfar þess. Saksóknari í málinu taldi ólíklegt að ákæra myndi leiða til sakfellingar lögreglumannanna og að líklega yrði fallist á málflutning þeirra að um sjálfsvörn hafi verið að ræða. „Ef þú hefur ekki trú á því að þú getir sannað mál þitt, þannig að það sé hafið yfir skynsamlegan vafa, hefur þú þá siðferðislegu skyldu að ákæra ekki, hefur NBC-fréttastofan eftir Michael Graveley, saksóknara í Kenosha. Lögmaður Blakes og fjölskyldu hans, Ben Crump, kveðst vonsvikinn með ákvörðun saksóknarans um að ákæra ekki lögreglumennina, og sagði Blake hafa verið fórnarlamb hryllilegrar skotárásar. „Okkur finnst ekki aðeins að þessi ákvörðun bregðist Jacob [Blake] og fjölskyldu hans, heldur öllu samfélaginu sem mótmælti og krafðist réttlætis,“ sagði Crump. Mótmælaalda reis í Kenosha og víðar vegna málsins. Tveir létust í mótmælunum en þeir voru báðir skotnir til bana af hinum þá 17 ára Kyle Rittenhouse í ágúst. Rittenhouse hafði ferðast sérstaklega til Wisconsin, að eigin sögn til þess að koma í veg fyrir að eignaspjöll yrðu í mótmælunum. Segist hann hafa skotið þá Joseph Rosenbaum og Anthony Huber í sjálfsvörn. Rittenhouse gaf sig síðar fram við lögreglu og var ákærður en gengur nú laus eftir að hafa greitt tryggingu upp á tvær milljónir dala. Kallað á þjóðvarðliðið Fyrr í dag, áður en greint var frá ákvörðun saksóknarans um að ákæra ekki lögreglumennina sem skutu Blake í bakið, kallaði Tony Evers, ríkisstjóri Wisconsin, eftir aðstoð þjóðvarðliðsins. Gert er ráð fyrir mótmælum og jafnvel óeirðum í Kenosha vegna ákvörðunarinnar. NPR hefur eftir ríkisstjóranum að staðaryfirvöld í borginni hafi óskað eftir því að þjóðvarðliðið yrði kallað út. Því hafa um fimm hundruð manns verið kallaðir út til þess að veita lögreglu á svæðinu aðstoð. Meðal þeirra ráðstafana sem yfirvöld í Kenosha hafa skoðað að grípa til með það fyrir augum að draga úr mótmælum er að fækka strætóferðum, loka einhverjum vegum, koma upp sérstöku „mótmælasvæði“ og jafnvel að setja á útgöngubann. Mótmælaalda reis upp í Kenosha eftir að lögregla skaut Blake.Scott Olson/Getty Handjárnaður við sjúkrahúsrúmið Hinn 29 ára Blake var skotinn sjö sinnum í bakið af lögreglumanninum Rusten Sheskey þann 23. ágúst síðastliðinn. Hann hafði gengið í átt að bílnum sínum og hallað sér inn um dyrnar bílstjóramegin þegar hann var skotinn. Synir hans þrír voru inni í bílnum. Áður hafði lögregla beitt stuðbyssu á Blake. Sjónarvottur sem tók myndband af atvikinu segir Blake ekki hafa hegðað sér á ofbeldisfullan hátt. Lögregla hafi skipað honum að leggja frá sér hníf, en sjónarvotturinn segir Blake ekki hafa verið vopnaðan svo sjá mætti. Lögregla segist þá hafa fundið hníf í bíl Blake og að Sheskey, einn lögreglumannanna sem höfðu afskipti af honum hafi talið að hann ætlaði sér að ræna börnunum sem voru í bílnum. Eins og áður sagði var um syni Blakes sjálfs að ræða. Blake er nú lamaður fyrir neðan mitti. Í kjölfar þess að hann var skotinn þurftu hann þá að gangast undir aðgerð þar sem meirihluta smáþarma hans og ristils var fjarlægður. Meðan Blake lá fyrst um sinn á spítala var hann handjárnaður við rúm sitt og gætt af lögreglu, allt þar til hann greiddi tryggingargjald. Bandaríkin Tengdar fréttir Blake segist stöðugt verkjaður Jacob Blake, maður sem skotinn var sjö sinnum í bakið af lögreglumönnum í borginni Kenosha í Wisconsin í Bandaríkjunum í síðasta mánuði, segist vera stöðugt verkjaður í myndbandi sem birt var á samfélagsmiðlum í dag. 6. september 2020 20:21 Krefst þess að lögreglumennirnir verði sóttir til saka Joe Biden hefur krafist þess að lögreglumennirnir sem skutu tvo svarta Bandaríkjamenn, þau Jacob Blake og Breonnu Taylor, verði sóttir til saka. 3. september 2020 07:29 Ekki lengur handjárnaður við sjúkrarúmið Jacob Blake, sem er lamaður eftir að hafa verið skotin sjö sinnum í bakið af lögregluþjóni, er ekki lengur handjárnaður við sjúkrarúm sitt. 28. ágúst 2020 21:16 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
Saksóknari í málinu taldi ólíklegt að ákæra myndi leiða til sakfellingar lögreglumannanna og að líklega yrði fallist á málflutning þeirra að um sjálfsvörn hafi verið að ræða. „Ef þú hefur ekki trú á því að þú getir sannað mál þitt, þannig að það sé hafið yfir skynsamlegan vafa, hefur þú þá siðferðislegu skyldu að ákæra ekki, hefur NBC-fréttastofan eftir Michael Graveley, saksóknara í Kenosha. Lögmaður Blakes og fjölskyldu hans, Ben Crump, kveðst vonsvikinn með ákvörðun saksóknarans um að ákæra ekki lögreglumennina, og sagði Blake hafa verið fórnarlamb hryllilegrar skotárásar. „Okkur finnst ekki aðeins að þessi ákvörðun bregðist Jacob [Blake] og fjölskyldu hans, heldur öllu samfélaginu sem mótmælti og krafðist réttlætis,“ sagði Crump. Mótmælaalda reis í Kenosha og víðar vegna málsins. Tveir létust í mótmælunum en þeir voru báðir skotnir til bana af hinum þá 17 ára Kyle Rittenhouse í ágúst. Rittenhouse hafði ferðast sérstaklega til Wisconsin, að eigin sögn til þess að koma í veg fyrir að eignaspjöll yrðu í mótmælunum. Segist hann hafa skotið þá Joseph Rosenbaum og Anthony Huber í sjálfsvörn. Rittenhouse gaf sig síðar fram við lögreglu og var ákærður en gengur nú laus eftir að hafa greitt tryggingu upp á tvær milljónir dala. Kallað á þjóðvarðliðið Fyrr í dag, áður en greint var frá ákvörðun saksóknarans um að ákæra ekki lögreglumennina sem skutu Blake í bakið, kallaði Tony Evers, ríkisstjóri Wisconsin, eftir aðstoð þjóðvarðliðsins. Gert er ráð fyrir mótmælum og jafnvel óeirðum í Kenosha vegna ákvörðunarinnar. NPR hefur eftir ríkisstjóranum að staðaryfirvöld í borginni hafi óskað eftir því að þjóðvarðliðið yrði kallað út. Því hafa um fimm hundruð manns verið kallaðir út til þess að veita lögreglu á svæðinu aðstoð. Meðal þeirra ráðstafana sem yfirvöld í Kenosha hafa skoðað að grípa til með það fyrir augum að draga úr mótmælum er að fækka strætóferðum, loka einhverjum vegum, koma upp sérstöku „mótmælasvæði“ og jafnvel að setja á útgöngubann. Mótmælaalda reis upp í Kenosha eftir að lögregla skaut Blake.Scott Olson/Getty Handjárnaður við sjúkrahúsrúmið Hinn 29 ára Blake var skotinn sjö sinnum í bakið af lögreglumanninum Rusten Sheskey þann 23. ágúst síðastliðinn. Hann hafði gengið í átt að bílnum sínum og hallað sér inn um dyrnar bílstjóramegin þegar hann var skotinn. Synir hans þrír voru inni í bílnum. Áður hafði lögregla beitt stuðbyssu á Blake. Sjónarvottur sem tók myndband af atvikinu segir Blake ekki hafa hegðað sér á ofbeldisfullan hátt. Lögregla hafi skipað honum að leggja frá sér hníf, en sjónarvotturinn segir Blake ekki hafa verið vopnaðan svo sjá mætti. Lögregla segist þá hafa fundið hníf í bíl Blake og að Sheskey, einn lögreglumannanna sem höfðu afskipti af honum hafi talið að hann ætlaði sér að ræna börnunum sem voru í bílnum. Eins og áður sagði var um syni Blakes sjálfs að ræða. Blake er nú lamaður fyrir neðan mitti. Í kjölfar þess að hann var skotinn þurftu hann þá að gangast undir aðgerð þar sem meirihluta smáþarma hans og ristils var fjarlægður. Meðan Blake lá fyrst um sinn á spítala var hann handjárnaður við rúm sitt og gætt af lögreglu, allt þar til hann greiddi tryggingargjald.
Bandaríkin Tengdar fréttir Blake segist stöðugt verkjaður Jacob Blake, maður sem skotinn var sjö sinnum í bakið af lögreglumönnum í borginni Kenosha í Wisconsin í Bandaríkjunum í síðasta mánuði, segist vera stöðugt verkjaður í myndbandi sem birt var á samfélagsmiðlum í dag. 6. september 2020 20:21 Krefst þess að lögreglumennirnir verði sóttir til saka Joe Biden hefur krafist þess að lögreglumennirnir sem skutu tvo svarta Bandaríkjamenn, þau Jacob Blake og Breonnu Taylor, verði sóttir til saka. 3. september 2020 07:29 Ekki lengur handjárnaður við sjúkrarúmið Jacob Blake, sem er lamaður eftir að hafa verið skotin sjö sinnum í bakið af lögregluþjóni, er ekki lengur handjárnaður við sjúkrarúm sitt. 28. ágúst 2020 21:16 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
Blake segist stöðugt verkjaður Jacob Blake, maður sem skotinn var sjö sinnum í bakið af lögreglumönnum í borginni Kenosha í Wisconsin í Bandaríkjunum í síðasta mánuði, segist vera stöðugt verkjaður í myndbandi sem birt var á samfélagsmiðlum í dag. 6. september 2020 20:21
Krefst þess að lögreglumennirnir verði sóttir til saka Joe Biden hefur krafist þess að lögreglumennirnir sem skutu tvo svarta Bandaríkjamenn, þau Jacob Blake og Breonnu Taylor, verði sóttir til saka. 3. september 2020 07:29
Ekki lengur handjárnaður við sjúkrarúmið Jacob Blake, sem er lamaður eftir að hafa verið skotin sjö sinnum í bakið af lögregluþjóni, er ekki lengur handjárnaður við sjúkrarúm sitt. 28. ágúst 2020 21:16