Gríðarleg spenna í Georgíu: AP-fréttastofan lýsir yfir sigri Demókratans Raphaels Warnock Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. janúar 2021 06:45 Demókratinn Raphael Warnock hefur lýst yfir sigri en hann hefur 36 þúsund atkvæða forskot á Repúblikann Kelly Loeffler þegar 98 prósent atkvæða hafa verið talin. Getty/Michael M. Santiago Enn er afar mjótt á mununum í aukakosningum til öldungadeildar Bandaríkjaþings sem fram fóru í Georgíu í gær. Þegar 98 prósent atkvæða hafa verið talin hefur Demókratinn Raphael Warnock um 40 þúsund atkvæða forskot á Repúblikann Kelly Loeffler, eða sem nemur tæplega einu prósenti, og hefur AP-fréttastofan staðfest sigur hans. BREAKING: Democrat Raphael Warnock wins election to U.S. Senate from Georgia, beating incumbent Sen. Kelly Loeffler. #APracecall at 2:00 a.m. EST. #GAelection https://t.co/lGfinjTqT4— AP Politics (@AP_Politics) January 6, 2021 Sjálfur lýsti Warnock yfir sigri í nótt en Loeffler neitaði þá að játa sig sigraða og kvaðst þess fullviss að hún gæti unnið. Repúblikaninn David Perdue hefur enn naumara forskot á Demókratann Jon Osoff eða aðeins nokkur hundruð atkvæði, um hálft prósent, samkvæmt samantekt tölfræðimiðilsins FiveThirtyEight nú í morgun. Vegna þess hversu mjótt er á mununum hefur FiveThirtyEight ekki viljað spá fyrir um úrslitin en bandaríska blaðið New York Times spáir því hins vegar að Demókratar vinni bæði öldungadeildarþingsætin. Fari svo velta þeir Repúblikönum úr sessi og tryggja Demókrötum meirihluta í öldungadeildinni. New York Times byggir spá sína á því að þau atkvæði sem á eftir að telja eru á svæðum sem hingað til hafa verið hliðholl Demókrötum. Til að mynda á eftir að telja þó nokkuð í úthverfum Atlanta. Talið er líklegra að meirihluti atkvæða þar falli Demókrötum í skaut. Talning atkvæða hefur gengið vel eftir að kjörstöðum var lokað. Lengi framan af voru Warnock og Ossoff, með um tíu prósenta forystu en þegar um helmingur atkvæða hafði verið talin tóku Loeffler og Perdue, forskotið. Þegar utankjörfundaratkvæðagreiðslu lauk höfðu 3,1 milljón Georgíubúa greitt atkvæði en samkvæmt útgönguspám var verulegur munur á því milli stuðningsmanna flokkanna tveggja hvort þeir sögðust treysta kosningunum eða ekki. Þannig sögðust þrír fjórðu kjósenda Repúblikanaflokksins ekki treysta kosningaferlinu. Donald Trump Bandaríkjaforseti og teymi hans voru enda iðnir við að varpa fram kenningum um svindl á meðan kosningarnar stóðu yfir og gerði Trump því meðal annars skóna að kosningavélarnar virkuðu ekki sem skyldi. Reports are coming out of the 12th Congressional District of Georgia that Dominion Machines are not working in certain Republican Strongholds for over an hour. Ballots are being left in lock boxes, hopefully they count them. Thank you Congressman @RickAllen!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 5, 2021 Yfirmenn kosninganna sögðu hins vegar um að ræða vandamál sem hefði verið leyst vel áður en forsetinn tjáði sig á Twitter. Fréttin var uppfærð klukkan 07:09. Bandaríkin Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Sjá meira
Þegar 98 prósent atkvæða hafa verið talin hefur Demókratinn Raphael Warnock um 40 þúsund atkvæða forskot á Repúblikann Kelly Loeffler, eða sem nemur tæplega einu prósenti, og hefur AP-fréttastofan staðfest sigur hans. BREAKING: Democrat Raphael Warnock wins election to U.S. Senate from Georgia, beating incumbent Sen. Kelly Loeffler. #APracecall at 2:00 a.m. EST. #GAelection https://t.co/lGfinjTqT4— AP Politics (@AP_Politics) January 6, 2021 Sjálfur lýsti Warnock yfir sigri í nótt en Loeffler neitaði þá að játa sig sigraða og kvaðst þess fullviss að hún gæti unnið. Repúblikaninn David Perdue hefur enn naumara forskot á Demókratann Jon Osoff eða aðeins nokkur hundruð atkvæði, um hálft prósent, samkvæmt samantekt tölfræðimiðilsins FiveThirtyEight nú í morgun. Vegna þess hversu mjótt er á mununum hefur FiveThirtyEight ekki viljað spá fyrir um úrslitin en bandaríska blaðið New York Times spáir því hins vegar að Demókratar vinni bæði öldungadeildarþingsætin. Fari svo velta þeir Repúblikönum úr sessi og tryggja Demókrötum meirihluta í öldungadeildinni. New York Times byggir spá sína á því að þau atkvæði sem á eftir að telja eru á svæðum sem hingað til hafa verið hliðholl Demókrötum. Til að mynda á eftir að telja þó nokkuð í úthverfum Atlanta. Talið er líklegra að meirihluti atkvæða þar falli Demókrötum í skaut. Talning atkvæða hefur gengið vel eftir að kjörstöðum var lokað. Lengi framan af voru Warnock og Ossoff, með um tíu prósenta forystu en þegar um helmingur atkvæða hafði verið talin tóku Loeffler og Perdue, forskotið. Þegar utankjörfundaratkvæðagreiðslu lauk höfðu 3,1 milljón Georgíubúa greitt atkvæði en samkvæmt útgönguspám var verulegur munur á því milli stuðningsmanna flokkanna tveggja hvort þeir sögðust treysta kosningunum eða ekki. Þannig sögðust þrír fjórðu kjósenda Repúblikanaflokksins ekki treysta kosningaferlinu. Donald Trump Bandaríkjaforseti og teymi hans voru enda iðnir við að varpa fram kenningum um svindl á meðan kosningarnar stóðu yfir og gerði Trump því meðal annars skóna að kosningavélarnar virkuðu ekki sem skyldi. Reports are coming out of the 12th Congressional District of Georgia that Dominion Machines are not working in certain Republican Strongholds for over an hour. Ballots are being left in lock boxes, hopefully they count them. Thank you Congressman @RickAllen!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 5, 2021 Yfirmenn kosninganna sögðu hins vegar um að ræða vandamál sem hefði verið leyst vel áður en forsetinn tjáði sig á Twitter. Fréttin var uppfærð klukkan 07:09.
Bandaríkin Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Sjá meira