Gríðarleg spenna í Georgíu: AP-fréttastofan lýsir yfir sigri Demókratans Raphaels Warnock Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. janúar 2021 06:45 Demókratinn Raphael Warnock hefur lýst yfir sigri en hann hefur 36 þúsund atkvæða forskot á Repúblikann Kelly Loeffler þegar 98 prósent atkvæða hafa verið talin. Getty/Michael M. Santiago Enn er afar mjótt á mununum í aukakosningum til öldungadeildar Bandaríkjaþings sem fram fóru í Georgíu í gær. Þegar 98 prósent atkvæða hafa verið talin hefur Demókratinn Raphael Warnock um 40 þúsund atkvæða forskot á Repúblikann Kelly Loeffler, eða sem nemur tæplega einu prósenti, og hefur AP-fréttastofan staðfest sigur hans. BREAKING: Democrat Raphael Warnock wins election to U.S. Senate from Georgia, beating incumbent Sen. Kelly Loeffler. #APracecall at 2:00 a.m. EST. #GAelection https://t.co/lGfinjTqT4— AP Politics (@AP_Politics) January 6, 2021 Sjálfur lýsti Warnock yfir sigri í nótt en Loeffler neitaði þá að játa sig sigraða og kvaðst þess fullviss að hún gæti unnið. Repúblikaninn David Perdue hefur enn naumara forskot á Demókratann Jon Osoff eða aðeins nokkur hundruð atkvæði, um hálft prósent, samkvæmt samantekt tölfræðimiðilsins FiveThirtyEight nú í morgun. Vegna þess hversu mjótt er á mununum hefur FiveThirtyEight ekki viljað spá fyrir um úrslitin en bandaríska blaðið New York Times spáir því hins vegar að Demókratar vinni bæði öldungadeildarþingsætin. Fari svo velta þeir Repúblikönum úr sessi og tryggja Demókrötum meirihluta í öldungadeildinni. New York Times byggir spá sína á því að þau atkvæði sem á eftir að telja eru á svæðum sem hingað til hafa verið hliðholl Demókrötum. Til að mynda á eftir að telja þó nokkuð í úthverfum Atlanta. Talið er líklegra að meirihluti atkvæða þar falli Demókrötum í skaut. Talning atkvæða hefur gengið vel eftir að kjörstöðum var lokað. Lengi framan af voru Warnock og Ossoff, með um tíu prósenta forystu en þegar um helmingur atkvæða hafði verið talin tóku Loeffler og Perdue, forskotið. Þegar utankjörfundaratkvæðagreiðslu lauk höfðu 3,1 milljón Georgíubúa greitt atkvæði en samkvæmt útgönguspám var verulegur munur á því milli stuðningsmanna flokkanna tveggja hvort þeir sögðust treysta kosningunum eða ekki. Þannig sögðust þrír fjórðu kjósenda Repúblikanaflokksins ekki treysta kosningaferlinu. Donald Trump Bandaríkjaforseti og teymi hans voru enda iðnir við að varpa fram kenningum um svindl á meðan kosningarnar stóðu yfir og gerði Trump því meðal annars skóna að kosningavélarnar virkuðu ekki sem skyldi. Reports are coming out of the 12th Congressional District of Georgia that Dominion Machines are not working in certain Republican Strongholds for over an hour. Ballots are being left in lock boxes, hopefully they count them. Thank you Congressman @RickAllen!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 5, 2021 Yfirmenn kosninganna sögðu hins vegar um að ræða vandamál sem hefði verið leyst vel áður en forsetinn tjáði sig á Twitter. Fréttin var uppfærð klukkan 07:09. Bandaríkin Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Þegar 98 prósent atkvæða hafa verið talin hefur Demókratinn Raphael Warnock um 40 þúsund atkvæða forskot á Repúblikann Kelly Loeffler, eða sem nemur tæplega einu prósenti, og hefur AP-fréttastofan staðfest sigur hans. BREAKING: Democrat Raphael Warnock wins election to U.S. Senate from Georgia, beating incumbent Sen. Kelly Loeffler. #APracecall at 2:00 a.m. EST. #GAelection https://t.co/lGfinjTqT4— AP Politics (@AP_Politics) January 6, 2021 Sjálfur lýsti Warnock yfir sigri í nótt en Loeffler neitaði þá að játa sig sigraða og kvaðst þess fullviss að hún gæti unnið. Repúblikaninn David Perdue hefur enn naumara forskot á Demókratann Jon Osoff eða aðeins nokkur hundruð atkvæði, um hálft prósent, samkvæmt samantekt tölfræðimiðilsins FiveThirtyEight nú í morgun. Vegna þess hversu mjótt er á mununum hefur FiveThirtyEight ekki viljað spá fyrir um úrslitin en bandaríska blaðið New York Times spáir því hins vegar að Demókratar vinni bæði öldungadeildarþingsætin. Fari svo velta þeir Repúblikönum úr sessi og tryggja Demókrötum meirihluta í öldungadeildinni. New York Times byggir spá sína á því að þau atkvæði sem á eftir að telja eru á svæðum sem hingað til hafa verið hliðholl Demókrötum. Til að mynda á eftir að telja þó nokkuð í úthverfum Atlanta. Talið er líklegra að meirihluti atkvæða þar falli Demókrötum í skaut. Talning atkvæða hefur gengið vel eftir að kjörstöðum var lokað. Lengi framan af voru Warnock og Ossoff, með um tíu prósenta forystu en þegar um helmingur atkvæða hafði verið talin tóku Loeffler og Perdue, forskotið. Þegar utankjörfundaratkvæðagreiðslu lauk höfðu 3,1 milljón Georgíubúa greitt atkvæði en samkvæmt útgönguspám var verulegur munur á því milli stuðningsmanna flokkanna tveggja hvort þeir sögðust treysta kosningunum eða ekki. Þannig sögðust þrír fjórðu kjósenda Repúblikanaflokksins ekki treysta kosningaferlinu. Donald Trump Bandaríkjaforseti og teymi hans voru enda iðnir við að varpa fram kenningum um svindl á meðan kosningarnar stóðu yfir og gerði Trump því meðal annars skóna að kosningavélarnar virkuðu ekki sem skyldi. Reports are coming out of the 12th Congressional District of Georgia that Dominion Machines are not working in certain Republican Strongholds for over an hour. Ballots are being left in lock boxes, hopefully they count them. Thank you Congressman @RickAllen!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 5, 2021 Yfirmenn kosninganna sögðu hins vegar um að ræða vandamál sem hefði verið leyst vel áður en forsetinn tjáði sig á Twitter. Fréttin var uppfærð klukkan 07:09.
Bandaríkin Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira