Stefnir í fullnaðarsigur Demókrata í Georgíu Samúel Karl Ólason skrifar 6. janúar 2021 09:33 Jon Ossoff mun líklega sigra andstæðing sinn David Perdue og verða fimmtugasti öldungadeildarþingmaður Demókrataflokksins. AP/Branden Camp Útlit er fyrir að Demókratar hafi tryggt sér meirihluta í bæði fulltrúa- og öldungadeild Bandaríkjaþings auk þess að stjórna Hvíta húsinu. Þó niðurstaða liggi ekki fyrir að fullu í aukakosningum til tveggja sæta Georgíu í öldungadeildinni sem fóru fram í gær, virðist sem Demókratar muni ná báðum sætunum. Með því eru fimmtíu Demókratar og fimmtíu Repúblikanar í öldungadeildinni og Kamala Harris, verðandi varaforseti, mun hafa úrslitaatkvæði. Fjölmiðlar vestanhafs hafa þegar áætlað að Demókratinn Raphael Warnock hafi sigrað andstæðing sinni, Kelly Loeffler. Warnock verður fyrsti svarti öldungadeildarþingmaðurinn frá suðurríki og í heildina ellefti svarti öldungadeildarþingmaðurinn. Loeffler hefur staðhæft að hún muni að endingu bera sigur úr býtum. Enn er of naumt á munum í baráttu þeirra Jon Ossoff, Demókrata, og David Perdue, Repúblikana, til að staðhæfa hvor mun sigra en útlit er fyrir að Ossoff muni sigra. Það gæti þó ekki orðið formlegt fyrr en eftir nokkra daga vegna talningar póstatkvæða og annarra utankjörfundaratkvæða. Kjósendur bíða í röð eftir því að greiða atkvæði.AP/Curtis Compton Ossoff leiðir nú með um sextán þúsund atkvæðum þegar búið er að telja um 98 prósent atkvæða. Þau atkvæði sem ekki hafa verið talin koma frá sýslum þar sem Demókrötum hefur vegnað betur en Repúblikönum og því búast sérfræðingar við að sigur Ossoff sé líklegri en ekki, samkvæmt grein Politico. Þegar þetta er skrifað, um hálf tíu að íslenskum tíma, áætla sérfræðingar New York Times að um 55 þúsund atkvæði séu ótalin. Flest þeirra eru frá úthverfum Atlanta. Ossoff now ahead by .4 points as the last bit of DeKalb in-person early vote arrives. The absentee ballots--tens of thousands remain, perhaps ~55k by our estimates--will likely put Ossoff over the .5 threshold recount tomorrow— Nate Cohn (@Nate_Cohn) January 6, 2021 Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Sjá meira
Með því eru fimmtíu Demókratar og fimmtíu Repúblikanar í öldungadeildinni og Kamala Harris, verðandi varaforseti, mun hafa úrslitaatkvæði. Fjölmiðlar vestanhafs hafa þegar áætlað að Demókratinn Raphael Warnock hafi sigrað andstæðing sinni, Kelly Loeffler. Warnock verður fyrsti svarti öldungadeildarþingmaðurinn frá suðurríki og í heildina ellefti svarti öldungadeildarþingmaðurinn. Loeffler hefur staðhæft að hún muni að endingu bera sigur úr býtum. Enn er of naumt á munum í baráttu þeirra Jon Ossoff, Demókrata, og David Perdue, Repúblikana, til að staðhæfa hvor mun sigra en útlit er fyrir að Ossoff muni sigra. Það gæti þó ekki orðið formlegt fyrr en eftir nokkra daga vegna talningar póstatkvæða og annarra utankjörfundaratkvæða. Kjósendur bíða í röð eftir því að greiða atkvæði.AP/Curtis Compton Ossoff leiðir nú með um sextán þúsund atkvæðum þegar búið er að telja um 98 prósent atkvæða. Þau atkvæði sem ekki hafa verið talin koma frá sýslum þar sem Demókrötum hefur vegnað betur en Repúblikönum og því búast sérfræðingar við að sigur Ossoff sé líklegri en ekki, samkvæmt grein Politico. Þegar þetta er skrifað, um hálf tíu að íslenskum tíma, áætla sérfræðingar New York Times að um 55 þúsund atkvæði séu ótalin. Flest þeirra eru frá úthverfum Atlanta. Ossoff now ahead by .4 points as the last bit of DeKalb in-person early vote arrives. The absentee ballots--tens of thousands remain, perhaps ~55k by our estimates--will likely put Ossoff over the .5 threshold recount tomorrow— Nate Cohn (@Nate_Cohn) January 6, 2021
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Sjá meira