Umfjöllun: Portúgal - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í Matosinhos Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. janúar 2021 21:21 Elvar Örn Jónsson skoraði sex mörk og var markahæstur í íslenska liðinu ásamt Bjarka Má Elíssyni. vísir/vilhelm Ísland tapaði með tveggja marka mun, 26-24, fyrir Portúgal á útivelli í undankeppni EM 2022 í kvöld. Þetta var fyrsti kaflinn í þríleik Íslands og Portúgals. Liðin mætast á Ásvöllum í undankeppni EM á sunnudaginn og svo á HM í Egyptalandi fimmtudaginn 14. janúar. Semsagt þrír leikir í þremur löndum á átta dögum. Portúgalir voru þremur mörkum yfir í hálfleik, 14-11, en Íslendingar léku vel í seinni hálfleik og höfðu öll tækifæri til að ná í stig. Íslenska liðið fór illa með upplögð tækifæri í leiknum sem reyndist dýrt þegar uppi var staðið. Þrjú vítaköst fóru í súginn, tvö skot yfir allan völlinn í autt markið geiguðu og þá fóru nokkur dauðafæri forgörðum. Varnarleikurinn var hins vegar mjög sterkur fyrir utan seinni hluta fyrri hálfleiks þegar Portúgal lék með sjö sóknarmenn. Viktor Gísli Hallgrímsson náði sér ekki á strik í íslenska markinu en Ágúst Elí Björgvinsson átti góða innkomu í seinni hálfleik og varði sjö skot (44 prósent). Elvar Örn Jónsson var besti leikmaður Íslands og skoraði sex mörk líkt og Bjarki Már Elísson sem hefur oft nýtt færin sín betur en í leiknum í kvöld. Stirður sóknarleikur Jafnt var á öllum tölum framan af leik. Íslenska vörnin var mjög öflug en sóknin ekki í sama gæðaflokki. Íslendingar fóru til að mynda afar illa að ráði sínu þegar þeir voru einum og tveimur mönnum fleiri. Um miðbik fyrri hálfleiks náði Portúgal undirtökunum. Sóknarleikurinn sjö á móti sex gekk vel og Portúgal skoraði að vild á þessum kafla. Á meðan gekk ekkert í íslensku sókninni. Alexander Petersson fékk tvö högg í upphafi leiks og lék ekkert eftir það. Ómar Ingi Magnússon náði sér ekki á strik þegar hann kom inn á og sömu sögu var að segja af Janusi Daða Smárasyni. Útilína íslenska liðsins var í lamasessi og hornamennirnir Arnór Þór Gunnarsson og Bjarki Már skoruðu sex af ellefu mörkum Íslands í fyrri hálfleiks. Eftir góðan endasprett í fyrri hálfleik var Portúgal þremur mörkum yfir, 14-11, þegar liðin gengu til búningsherbergja. Viggó breytti leiknum Viggó Kristjánsson byrjaði inn á í seinni hálfleik og kom inn á með mikinn kraft. Hann skoraði þrjú af fyrstu sex mörkum Íslands í seinni hálfleik og endaði með fjögur mörk. Allt annað var að sjá íslensku sóknina í seinni hálfleik en þeim fyrri. Viggó lék vel, Elvar Örn var ógnandi og Janus Daði náði sér betur á strik. Íslenska liðið fékk hins vegar ekki mark af línunni í leiknum sem er eitthvað sem þarf að laga fyrir HM. Í stöðunni 20-18 fyrir Portúgal skoraði Ísland þrjú mörk í röð og náði forystunni, 20-21. Á þessum kafla fóru tvö rauð spjöld á loft. Fábio Magalhaes var rekinn út af fyrir brot á Elvari og Arnar Freyr Arnarsson fékk sína þriðju brottvísun. Mikilvægar vörslur Á lokakafla leiksins þéttist portúgalska vörnin og þá varði Alfredo Quintana mikilvæg skot. Hann varði hraðaupphlaup frá Sigvalda Guðjónssyni í stöðunni 22-22 og tók svo tvöfalda vörslu frá Elvari og Bjarka Má í stöðunni 24-23. Portúgalir skoruðu næstu tvö mörk en Elvar Örn átti lokaorðið og lokatölur því 26-24, heimamönnum í vil. Guðmundur Guðmundsson getur tekið ýmislegt jákvætt út úr leik kvöldsins. Sóknin var helst til stirð í fyrri hálfleik en lagaðist mikið í þeim seinni og með eðlilegri nýtingu á dauðafærum hefði íslenska liðið náð í stig í kvöld. Vörnin var öflug bróðurpart leiksins og Ágúst Elí minnti á sig með góðri innkomu. EM 2022 í handbolta
Ísland tapaði með tveggja marka mun, 26-24, fyrir Portúgal á útivelli í undankeppni EM 2022 í kvöld. Þetta var fyrsti kaflinn í þríleik Íslands og Portúgals. Liðin mætast á Ásvöllum í undankeppni EM á sunnudaginn og svo á HM í Egyptalandi fimmtudaginn 14. janúar. Semsagt þrír leikir í þremur löndum á átta dögum. Portúgalir voru þremur mörkum yfir í hálfleik, 14-11, en Íslendingar léku vel í seinni hálfleik og höfðu öll tækifæri til að ná í stig. Íslenska liðið fór illa með upplögð tækifæri í leiknum sem reyndist dýrt þegar uppi var staðið. Þrjú vítaköst fóru í súginn, tvö skot yfir allan völlinn í autt markið geiguðu og þá fóru nokkur dauðafæri forgörðum. Varnarleikurinn var hins vegar mjög sterkur fyrir utan seinni hluta fyrri hálfleiks þegar Portúgal lék með sjö sóknarmenn. Viktor Gísli Hallgrímsson náði sér ekki á strik í íslenska markinu en Ágúst Elí Björgvinsson átti góða innkomu í seinni hálfleik og varði sjö skot (44 prósent). Elvar Örn Jónsson var besti leikmaður Íslands og skoraði sex mörk líkt og Bjarki Már Elísson sem hefur oft nýtt færin sín betur en í leiknum í kvöld. Stirður sóknarleikur Jafnt var á öllum tölum framan af leik. Íslenska vörnin var mjög öflug en sóknin ekki í sama gæðaflokki. Íslendingar fóru til að mynda afar illa að ráði sínu þegar þeir voru einum og tveimur mönnum fleiri. Um miðbik fyrri hálfleiks náði Portúgal undirtökunum. Sóknarleikurinn sjö á móti sex gekk vel og Portúgal skoraði að vild á þessum kafla. Á meðan gekk ekkert í íslensku sókninni. Alexander Petersson fékk tvö högg í upphafi leiks og lék ekkert eftir það. Ómar Ingi Magnússon náði sér ekki á strik þegar hann kom inn á og sömu sögu var að segja af Janusi Daða Smárasyni. Útilína íslenska liðsins var í lamasessi og hornamennirnir Arnór Þór Gunnarsson og Bjarki Már skoruðu sex af ellefu mörkum Íslands í fyrri hálfleiks. Eftir góðan endasprett í fyrri hálfleik var Portúgal þremur mörkum yfir, 14-11, þegar liðin gengu til búningsherbergja. Viggó breytti leiknum Viggó Kristjánsson byrjaði inn á í seinni hálfleik og kom inn á með mikinn kraft. Hann skoraði þrjú af fyrstu sex mörkum Íslands í seinni hálfleik og endaði með fjögur mörk. Allt annað var að sjá íslensku sóknina í seinni hálfleik en þeim fyrri. Viggó lék vel, Elvar Örn var ógnandi og Janus Daði náði sér betur á strik. Íslenska liðið fékk hins vegar ekki mark af línunni í leiknum sem er eitthvað sem þarf að laga fyrir HM. Í stöðunni 20-18 fyrir Portúgal skoraði Ísland þrjú mörk í röð og náði forystunni, 20-21. Á þessum kafla fóru tvö rauð spjöld á loft. Fábio Magalhaes var rekinn út af fyrir brot á Elvari og Arnar Freyr Arnarsson fékk sína þriðju brottvísun. Mikilvægar vörslur Á lokakafla leiksins þéttist portúgalska vörnin og þá varði Alfredo Quintana mikilvæg skot. Hann varði hraðaupphlaup frá Sigvalda Guðjónssyni í stöðunni 22-22 og tók svo tvöfalda vörslu frá Elvari og Bjarka Má í stöðunni 24-23. Portúgalir skoruðu næstu tvö mörk en Elvar Örn átti lokaorðið og lokatölur því 26-24, heimamönnum í vil. Guðmundur Guðmundsson getur tekið ýmislegt jákvætt út úr leik kvöldsins. Sóknin var helst til stirð í fyrri hálfleik en lagaðist mikið í þeim seinni og með eðlilegri nýtingu á dauðafærum hefði íslenska liðið náð í stig í kvöld. Vörnin var öflug bróðurpart leiksins og Ágúst Elí minnti á sig með góðri innkomu.
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti