Stóri draumurinn að eignast barn fljótlega Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 9. janúar 2021 13:00 Raunveruleika- og samfélagsmiðlastjarnar Patrekur Jamie segir frá ástinni, rómantík og nýrri sjónvarpsseríu í samtali við Makamál. Aðsend mynd „Nýja árið leggst alveg súper vel í mig og ég hef ekki verið jafn spenntur fyrir neinu ári eins og ég er spenntur fyrir þessu. Það er svo mikið gott að gerast að ég get ekki beðið,“ segir raunveruleika- og samfélagsmiðlastjarnan Patrekur Jamie í samtali við Makamál. Í næstu viku byrjar önnur þáttaröð af raunveruleikaþáttunum ÆÐI á Stöð 2 maraþon og segir Patrekur nýju seríuna vera skref upp á við frá þeirri fyrri. Árið byrjar vel hjá Patreki sem segist vera hjátrúafullur varðandi áramótin. „Ég er smá hjátrúarfullur og ákvað því að drekka ekki yfir áramótin. Ég trúi því að ef ég vakna ferskur á nýju ári þá verði árið miklu betra. Þættirnir verða sex talsins og er óhætt að segja að áhorfendur geti búist við miklu fjöri. „Ég fékk svo jákvæð viðbrögð við síðustu seríu, auðvitað einhver neikvæð líka en fyrsta þáttaröðin varð samt miklu vinsælli en ég bjóst við.“ Patrekur segir að áhorfendur geti búist við miklu drama, flippi og fjöri í nýju þáttaröðinni ÆÐI 2. Aðsend mynd Mikið drama og flipp Fannst þér það breyta einhverju í lífinu þínu að verða með þinn sjónvarpsþátt? „Já það breytti miklu og þetta er búið að opna fyrir mikla möguleika fyrir mig í öðrum verkefnum. Það er svo mikið að fólki sem veit hver ég er núna.“ Við hverju geta áhorfendur búist í nýju þáttaröðinni? „Úff, þetta er mikið drama og mikið flipp. Í stuttu máli þá er þetta bara skemmtilegri sería en Bassi og Binni Glee eru miklu sýnilegri núna, sem mér finnst mjög gaman.“ Nú fannstu ástina á síðasta ári, er einhver rómantísk saga á bak við það? „Nei, engin sérstök saga en við þekktum hvorn annan af djamminu. Svo hittumst við bara og allt gekk vel. Í dag erum við bara í æðislegu sambandi.“ Hvað heitir sá heppni? Þú nefndir barnsföður í einlægri færslu á Instagram þegar þú kynntir til leiks nýja kærastann. Er draumurinn að eignast barn? „Já, það er stór draumur sem ég trúi að muni rætast fljótlega.“ Patrekur segir stóra drauminn að eignast barn og hann voni að það gerist fljótlega. Aðsend mynd Hvernig myndir þú lýsa fullkomnu stefnumóti? „Ég er ekki með neitt fullkomið stefnumót í huga. Svo lengi sem ég fæ eitthvað gott að borða þá er ég sáttur.“ Myndir þú segja að þú værir rómantískur? „Já, ég myndi alveg segja það.“ Hvað er ást? „Ást er öfgakennd tilfinning. Tengsl ástríðu, gleði og virðingu.“ Hér er hægt að sjá fyrstu stikluna á þáttunum ÆÐI 2 sem hefja göngu sína á Stöð 2 maraþon síðar í mánuðinum. Ástin og lífið Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Drama, gleði og vatnsglas í andlitið í fyrstu stiklunni úr Æði 2 Raunveruleikastjarna Íslands, Patrekur Jaime, snýr aftur á skjáinn þegar Æði 2 hefur göngu sína síðar í mánuðinum. 6. janúar 2021 16:30 Bone-orðin 10: Hvað er sætara en fallegur maður sem kann á börn? Samfélagsmiðlastjarnan, áhrifavaldurinn og nú raunveruleikastjarnan, Patrekur Jaime, deilir því með Makamálum hvaða eiginleikar honum finnast heillandi og óheillandi við aðra í viðtalsliðnum Bone-orðin 10. 18. maí 2020 21:00 Mest lesið Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Bönnuð á Tinder fyrir lífstíð Makamál Eru betri vinir, sterkari og hamingjusamari Makamál Íris Björk: „Kemur ástin ekki bara þegar hún á að koma?“ Makamál Hefur þú orðið ástfangin(n) í gegnum netið? Makamál Ríma-búið-bless Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Í næstu viku byrjar önnur þáttaröð af raunveruleikaþáttunum ÆÐI á Stöð 2 maraþon og segir Patrekur nýju seríuna vera skref upp á við frá þeirri fyrri. Árið byrjar vel hjá Patreki sem segist vera hjátrúafullur varðandi áramótin. „Ég er smá hjátrúarfullur og ákvað því að drekka ekki yfir áramótin. Ég trúi því að ef ég vakna ferskur á nýju ári þá verði árið miklu betra. Þættirnir verða sex talsins og er óhætt að segja að áhorfendur geti búist við miklu fjöri. „Ég fékk svo jákvæð viðbrögð við síðustu seríu, auðvitað einhver neikvæð líka en fyrsta þáttaröðin varð samt miklu vinsælli en ég bjóst við.“ Patrekur segir að áhorfendur geti búist við miklu drama, flippi og fjöri í nýju þáttaröðinni ÆÐI 2. Aðsend mynd Mikið drama og flipp Fannst þér það breyta einhverju í lífinu þínu að verða með þinn sjónvarpsþátt? „Já það breytti miklu og þetta er búið að opna fyrir mikla möguleika fyrir mig í öðrum verkefnum. Það er svo mikið að fólki sem veit hver ég er núna.“ Við hverju geta áhorfendur búist í nýju þáttaröðinni? „Úff, þetta er mikið drama og mikið flipp. Í stuttu máli þá er þetta bara skemmtilegri sería en Bassi og Binni Glee eru miklu sýnilegri núna, sem mér finnst mjög gaman.“ Nú fannstu ástina á síðasta ári, er einhver rómantísk saga á bak við það? „Nei, engin sérstök saga en við þekktum hvorn annan af djamminu. Svo hittumst við bara og allt gekk vel. Í dag erum við bara í æðislegu sambandi.“ Hvað heitir sá heppni? Þú nefndir barnsföður í einlægri færslu á Instagram þegar þú kynntir til leiks nýja kærastann. Er draumurinn að eignast barn? „Já, það er stór draumur sem ég trúi að muni rætast fljótlega.“ Patrekur segir stóra drauminn að eignast barn og hann voni að það gerist fljótlega. Aðsend mynd Hvernig myndir þú lýsa fullkomnu stefnumóti? „Ég er ekki með neitt fullkomið stefnumót í huga. Svo lengi sem ég fæ eitthvað gott að borða þá er ég sáttur.“ Myndir þú segja að þú værir rómantískur? „Já, ég myndi alveg segja það.“ Hvað er ást? „Ást er öfgakennd tilfinning. Tengsl ástríðu, gleði og virðingu.“ Hér er hægt að sjá fyrstu stikluna á þáttunum ÆÐI 2 sem hefja göngu sína á Stöð 2 maraþon síðar í mánuðinum.
Ástin og lífið Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Drama, gleði og vatnsglas í andlitið í fyrstu stiklunni úr Æði 2 Raunveruleikastjarna Íslands, Patrekur Jaime, snýr aftur á skjáinn þegar Æði 2 hefur göngu sína síðar í mánuðinum. 6. janúar 2021 16:30 Bone-orðin 10: Hvað er sætara en fallegur maður sem kann á börn? Samfélagsmiðlastjarnan, áhrifavaldurinn og nú raunveruleikastjarnan, Patrekur Jaime, deilir því með Makamálum hvaða eiginleikar honum finnast heillandi og óheillandi við aðra í viðtalsliðnum Bone-orðin 10. 18. maí 2020 21:00 Mest lesið Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Bönnuð á Tinder fyrir lífstíð Makamál Eru betri vinir, sterkari og hamingjusamari Makamál Íris Björk: „Kemur ástin ekki bara þegar hún á að koma?“ Makamál Hefur þú orðið ástfangin(n) í gegnum netið? Makamál Ríma-búið-bless Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Drama, gleði og vatnsglas í andlitið í fyrstu stiklunni úr Æði 2 Raunveruleikastjarna Íslands, Patrekur Jaime, snýr aftur á skjáinn þegar Æði 2 hefur göngu sína síðar í mánuðinum. 6. janúar 2021 16:30
Bone-orðin 10: Hvað er sætara en fallegur maður sem kann á börn? Samfélagsmiðlastjarnan, áhrifavaldurinn og nú raunveruleikastjarnan, Patrekur Jaime, deilir því með Makamálum hvaða eiginleikar honum finnast heillandi og óheillandi við aðra í viðtalsliðnum Bone-orðin 10. 18. maí 2020 21:00