Múgurinn braut sér leið inn í þinghúsið Elín Margrét Böðvarsdóttir, Sylvía Hall, Samúel Karl Ólason, Hólmfríður Gísladóttir, Þórir Guðmundsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 6. janúar 2021 19:37 Á myndinni má sjá hvernig lögregla mundar byssu í áttina að mótmælendum sem höfðu brotið sér leið inn í þinghúsið. AP/J. Scott Applewhite Muriel Bowser, borgarstjóri í Washington D. C. hefur fyrirskipað útgöngubann í borginni eftir að hópur fólks, úr röðum mótmælenda hliðhollum Donald Trump, braut sér leið inn í þinghús Bandaríkjaþings. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur kallað til þjóðvarðlið vegna mótmælanna. Þúsundir mótmælenda, sem margir hverjir bera fána merkta Trump 2020, höfðu safnast saman við þinghúsið og á götum borgarinnar og hefur komið til átaka milli mótmælenda og lögreglu. Myndir og myndbönd af vettvangi, sem meðal annars hefur verið deilt á samfélagsmiðlum, sýna hvernig múgurinn hafa brotið sér leið í gegnum varnarmúr lögreglumanna í óeirðabúning og að þinghúsinu. watch on YouTube Sameiginlegur fundur fulltrúa- og öldungadeildar Bandaríkjaþings hófst þar klukkan eitt í dag að staðartíma þar sem kjör Joe Biden til embættis forseta Bandaríkjanna fær formlega afgreiðslu. Lögregla hefur meðal annars beitt einhvers konar úðavopni gegn mótmælendum. Margir mótmælendanna bera ekki grímu og veifa sumir Bandaríska fánanum. „Þú sórst eið,“ og „stöðvið þjófnaðinn,“ hafa mótmælendur meðal annars heyrst kalla, með vísan til þess að úrslitum forsetakosninganna í nóvember hafi verið „stolið“ líkt og Donald Trump fráfarandi Bandaríkjaforseti og margir af stuðningsmönnum hans telja að hafi verið gert, þrátt fyrir skort á sönnunargögnum þar um. Nýjustu vendingar, myndir og myndbönd frá Washington má finna í vaktinni hér að neðan. Fréttin hefur verið uppfærð.
Þúsundir mótmælenda, sem margir hverjir bera fána merkta Trump 2020, höfðu safnast saman við þinghúsið og á götum borgarinnar og hefur komið til átaka milli mótmælenda og lögreglu. Myndir og myndbönd af vettvangi, sem meðal annars hefur verið deilt á samfélagsmiðlum, sýna hvernig múgurinn hafa brotið sér leið í gegnum varnarmúr lögreglumanna í óeirðabúning og að þinghúsinu. watch on YouTube Sameiginlegur fundur fulltrúa- og öldungadeildar Bandaríkjaþings hófst þar klukkan eitt í dag að staðartíma þar sem kjör Joe Biden til embættis forseta Bandaríkjanna fær formlega afgreiðslu. Lögregla hefur meðal annars beitt einhvers konar úðavopni gegn mótmælendum. Margir mótmælendanna bera ekki grímu og veifa sumir Bandaríska fánanum. „Þú sórst eið,“ og „stöðvið þjófnaðinn,“ hafa mótmælendur meðal annars heyrst kalla, með vísan til þess að úrslitum forsetakosninganna í nóvember hafi verið „stolið“ líkt og Donald Trump fráfarandi Bandaríkjaforseti og margir af stuðningsmönnum hans telja að hafi verið gert, þrátt fyrir skort á sönnunargögnum þar um. Nýjustu vendingar, myndir og myndbönd frá Washington má finna í vaktinni hér að neðan. Fréttin hefur verið uppfærð.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira