Ráðist inn í þinghúsið: Atburðarásin í myndum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. janúar 2021 21:27 Ekki hafa borist fregnir af alvarlegum áverkum í kjölfar átakanna en ljóst af myndum að einhver meiðsl hafa orðið. AP/John Minchillo Sameiginlegur þingfundur beggja deilda bandaríska þingsins hófst með hefðbundnum hætti um kvöldmatarleytið að íslenskum tíma. Þingið var samankomið til að staðfesta sigur Joe Biden í forsetakosningunum vestanhafs en áður höfðu nokkrir þingmanna Repúblikanaflokksins í báðum deildum greint frá því að þeir hygðust andmæla. Andrúmsloftið í þingsalnum var rafmagnað þegar fyrstu andmælin voru gerð, við atkvæði kjörmanna Arizona, við lófatak repúblikana. Spennan var þó ekki síðri fyrir utan þinghúsið, þar sem þúsundir stuðningsmanna Donald Trump höfuð safnast saman. Það leið ekki á löngu þar til sú heift og það sundurlyndi sem forsetinn hefur alið á með ósönnuðum staðhæfingum um „stolnar“ kosningar flæddu yfir, með þeim afleiðingum að mótmælendur brutu sér leið inn í þinghúsið. Ljósmyndarar sem voru inni fönguðu atburðarrásina, sem lýkur ef til vill ekki fyrr en útgöngubann tekur gildi klukkan 18 að staðartíma. Báðar deildir koma saman til að staðfesta sigur Joe Biden í forsetakosningunum.epa/Kevin Dietsch Atkvæði kjörmanna Arizona-ríkis opnuð.AP/Andrew Harnik Þúsundir stuðningsmanna Donald Trump söfnuðust saman fyrir utan.epa/Michael Reynolds Það leið ekki á löngu þar til kom til átaka milli mótmælenda og lögreglu fyrir utan þinghúsið.AP/Julio Cortez Lögregla var með mikinn viðbúnað en tókst ekki að hindra stuðningsmenn Trump í að komast inn og trufla þingstörf.AP/John Minchillo Mótmælendum tókst að lokum að brjóta sér leið inn og fóru víða um, meðal annars um skrifstofur þingmanna. Hér sjást nokkrir á skrifstofu Nancy Pelosi, leiðtoga meirihlutans í fulltrúadeildinni.epa/Jim Lo Scalzo Sótt var að þingsalnum og lögregla innandyra var tilneydd til að grípa til vopna.AP/Andrew Harnik Flestir héldu ró sinni en öryggisverðir voru þó fljótir til að koma varaforsetanum Mike Pence í burtu og rýma þingsalinn. Þessi mynd er tekin á áhorfendabekkjunum.AP/Andrew Harnik Áður var fólki ráðlagt að halda sig á gólfinu og setja upp gasgrímur, þar sem táragasi hafði verið dreift fyrir utan salinn.AP/Andrew Harnik Ekki er vitað hvenær þingfundur hefst að nýju.AP/J. Scott Applewhite Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Mótmælendur brjóta sér leið inn í þinghúsið Muriel Bowser, borgarstjóri í Washington D. C. hefur fyrirskipað útgöngubann í borginni eftir að hópur fólks, úr röðum mótmælenda hliðhollum Donald Trump, braut sér leið inn í þinghús Bandaríkjaþings. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur kallað til þjóðvarðlið vegna mótmælanna. 6. janúar 2021 19:37 Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Sjá meira
Andrúmsloftið í þingsalnum var rafmagnað þegar fyrstu andmælin voru gerð, við atkvæði kjörmanna Arizona, við lófatak repúblikana. Spennan var þó ekki síðri fyrir utan þinghúsið, þar sem þúsundir stuðningsmanna Donald Trump höfuð safnast saman. Það leið ekki á löngu þar til sú heift og það sundurlyndi sem forsetinn hefur alið á með ósönnuðum staðhæfingum um „stolnar“ kosningar flæddu yfir, með þeim afleiðingum að mótmælendur brutu sér leið inn í þinghúsið. Ljósmyndarar sem voru inni fönguðu atburðarrásina, sem lýkur ef til vill ekki fyrr en útgöngubann tekur gildi klukkan 18 að staðartíma. Báðar deildir koma saman til að staðfesta sigur Joe Biden í forsetakosningunum.epa/Kevin Dietsch Atkvæði kjörmanna Arizona-ríkis opnuð.AP/Andrew Harnik Þúsundir stuðningsmanna Donald Trump söfnuðust saman fyrir utan.epa/Michael Reynolds Það leið ekki á löngu þar til kom til átaka milli mótmælenda og lögreglu fyrir utan þinghúsið.AP/Julio Cortez Lögregla var með mikinn viðbúnað en tókst ekki að hindra stuðningsmenn Trump í að komast inn og trufla þingstörf.AP/John Minchillo Mótmælendum tókst að lokum að brjóta sér leið inn og fóru víða um, meðal annars um skrifstofur þingmanna. Hér sjást nokkrir á skrifstofu Nancy Pelosi, leiðtoga meirihlutans í fulltrúadeildinni.epa/Jim Lo Scalzo Sótt var að þingsalnum og lögregla innandyra var tilneydd til að grípa til vopna.AP/Andrew Harnik Flestir héldu ró sinni en öryggisverðir voru þó fljótir til að koma varaforsetanum Mike Pence í burtu og rýma þingsalinn. Þessi mynd er tekin á áhorfendabekkjunum.AP/Andrew Harnik Áður var fólki ráðlagt að halda sig á gólfinu og setja upp gasgrímur, þar sem táragasi hafði verið dreift fyrir utan salinn.AP/Andrew Harnik Ekki er vitað hvenær þingfundur hefst að nýju.AP/J. Scott Applewhite
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Mótmælendur brjóta sér leið inn í þinghúsið Muriel Bowser, borgarstjóri í Washington D. C. hefur fyrirskipað útgöngubann í borginni eftir að hópur fólks, úr röðum mótmælenda hliðhollum Donald Trump, braut sér leið inn í þinghús Bandaríkjaþings. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur kallað til þjóðvarðlið vegna mótmælanna. 6. janúar 2021 19:37 Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Sjá meira
Mótmælendur brjóta sér leið inn í þinghúsið Muriel Bowser, borgarstjóri í Washington D. C. hefur fyrirskipað útgöngubann í borginni eftir að hópur fólks, úr röðum mótmælenda hliðhollum Donald Trump, braut sér leið inn í þinghús Bandaríkjaþings. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur kallað til þjóðvarðlið vegna mótmælanna. 6. janúar 2021 19:37