Segja ríkisstjórnina ræða að koma Trump frá völdum Sylvía Hall skrifar 7. janúar 2021 02:24 Þingmenn eru mjög óánægðir með forsetann og viðbrögð hans við atburðum kvöldsins. Getty/Al Drago Fréttamenn vestanhafs greina nú frá því að óformlegar viðræður hafi átt sér stað innan ríkisstjórnarinnar um að þvinga Donald Trump Bandaríkjaforseta úr embætti með því að virkja 25. viðauka bandarísku stjórnarskrárinnar. Varaforsetinn Mike Pence tæki þá við embætti fram að embættistöku Joe Biden. Enn hefur ekkert fengist staðfest í þessum efnum og er hugmyndin sögð ekki vera komin svo langt að hún hafi verið kynnt fyrir Pence. Óhætt er að segja að uggur sé meðal þingmanna eftir að stuðningsmenn Trump réðust inn í þinghúsið þegar afgreiða átti kjör Joe Biden með formlegum hætti. Ein kona, sem var á meðal stuðningsmannanna, lést af sárum sínum eftir að hafa verið skotin í hálsinn í þinghúsinu. Sé 25. viðaukinn virkjaður er heimilt að víkja forseta úr embætti ef hann er óhæfur til þess að sinna starfi sínu. Þetta gæti verið um stundarsakir vegna veikinda eða til loka kjörtímabils. JUST IN: “This is not news we deliver lightly,” @margbrennan says as she reports: Trump Cabinet secretaries are discussing invoking the 25th Amendment to remove President Trump. Nothing formal yet presented to VP Pence.“I’m talking about actual members of the Cabinet,” she says— Ed O'Keefe (@edokeefe) January 7, 2021 Nokkrir þingmenn úr röðum Demókrata hafa krafist þess að Trump víki úr embætti tafarlaust. Þingkonan Alexandria Ocasio-Cortez kallaði eftir því að þingið myndi hefja formlegt ákæruferli gegn forsetanum og sagði Ilhan Omar, samflokkskona hennar, að þingmenn gætu ekki leyft Trump að sitja í embætti. Elizabeth Warren, þingkona Demókrata og frambjóðandi í forvali flokksins, hefur tjáð sig um sögusagnirnar og sagði ótækt að ríkisstjórnin væri að fela sig á bak við óstaðfesta orðróma. Það væri skylda þeirra að virkja 25. viðaukann og koma Trump frá völdum. I've said it before, and I'll say it again: the Cabinet should stop hiding behind anonymous leaks to reporters and do what the Constitution demands they do: invoke the 25th Amendment and remove this President from office. https://t.co/HUtUfeiTUP— Elizabeth Warren (@SenWarren) January 7, 2021 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Obama sakar repúblikana um að afvegaleiða stuðningsmenn sína Atburðarás dagsins verður skráð í sögubækurnar sem hneisa og skömm bandarísku þjóðarinnar. Þetta segir Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, í yfirlýsingu sem hann hefur birt á Twitter. 7. janúar 2021 02:13 Náðu að bjarga atkvæðum kjörmanna Starfsfólk þinghússins náði að bjarga atkvæðum kjörmanna úr þingsal eftir að stuðningsmenn Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, réðust inn í þinghúsið. 7. janúar 2021 00:06 Twitter eyðir færslum Trump og lokar aðganginum í tólf tíma Twitter hefur nú þegar eytt í það minnsta tveimur færslum frá Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, sem birtar voru í kvöld. Önnur færslan innihélt myndband þar sem hann bað þá sem réðust inn í þinghúsið að fara heim. 6. janúar 2021 23:45 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Enn hefur ekkert fengist staðfest í þessum efnum og er hugmyndin sögð ekki vera komin svo langt að hún hafi verið kynnt fyrir Pence. Óhætt er að segja að uggur sé meðal þingmanna eftir að stuðningsmenn Trump réðust inn í þinghúsið þegar afgreiða átti kjör Joe Biden með formlegum hætti. Ein kona, sem var á meðal stuðningsmannanna, lést af sárum sínum eftir að hafa verið skotin í hálsinn í þinghúsinu. Sé 25. viðaukinn virkjaður er heimilt að víkja forseta úr embætti ef hann er óhæfur til þess að sinna starfi sínu. Þetta gæti verið um stundarsakir vegna veikinda eða til loka kjörtímabils. JUST IN: “This is not news we deliver lightly,” @margbrennan says as she reports: Trump Cabinet secretaries are discussing invoking the 25th Amendment to remove President Trump. Nothing formal yet presented to VP Pence.“I’m talking about actual members of the Cabinet,” she says— Ed O'Keefe (@edokeefe) January 7, 2021 Nokkrir þingmenn úr röðum Demókrata hafa krafist þess að Trump víki úr embætti tafarlaust. Þingkonan Alexandria Ocasio-Cortez kallaði eftir því að þingið myndi hefja formlegt ákæruferli gegn forsetanum og sagði Ilhan Omar, samflokkskona hennar, að þingmenn gætu ekki leyft Trump að sitja í embætti. Elizabeth Warren, þingkona Demókrata og frambjóðandi í forvali flokksins, hefur tjáð sig um sögusagnirnar og sagði ótækt að ríkisstjórnin væri að fela sig á bak við óstaðfesta orðróma. Það væri skylda þeirra að virkja 25. viðaukann og koma Trump frá völdum. I've said it before, and I'll say it again: the Cabinet should stop hiding behind anonymous leaks to reporters and do what the Constitution demands they do: invoke the 25th Amendment and remove this President from office. https://t.co/HUtUfeiTUP— Elizabeth Warren (@SenWarren) January 7, 2021
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Obama sakar repúblikana um að afvegaleiða stuðningsmenn sína Atburðarás dagsins verður skráð í sögubækurnar sem hneisa og skömm bandarísku þjóðarinnar. Þetta segir Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, í yfirlýsingu sem hann hefur birt á Twitter. 7. janúar 2021 02:13 Náðu að bjarga atkvæðum kjörmanna Starfsfólk þinghússins náði að bjarga atkvæðum kjörmanna úr þingsal eftir að stuðningsmenn Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, réðust inn í þinghúsið. 7. janúar 2021 00:06 Twitter eyðir færslum Trump og lokar aðganginum í tólf tíma Twitter hefur nú þegar eytt í það minnsta tveimur færslum frá Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, sem birtar voru í kvöld. Önnur færslan innihélt myndband þar sem hann bað þá sem réðust inn í þinghúsið að fara heim. 6. janúar 2021 23:45 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Obama sakar repúblikana um að afvegaleiða stuðningsmenn sína Atburðarás dagsins verður skráð í sögubækurnar sem hneisa og skömm bandarísku þjóðarinnar. Þetta segir Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, í yfirlýsingu sem hann hefur birt á Twitter. 7. janúar 2021 02:13
Náðu að bjarga atkvæðum kjörmanna Starfsfólk þinghússins náði að bjarga atkvæðum kjörmanna úr þingsal eftir að stuðningsmenn Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, réðust inn í þinghúsið. 7. janúar 2021 00:06
Twitter eyðir færslum Trump og lokar aðganginum í tólf tíma Twitter hefur nú þegar eytt í það minnsta tveimur færslum frá Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, sem birtar voru í kvöld. Önnur færslan innihélt myndband þar sem hann bað þá sem réðust inn í þinghúsið að fara heim. 6. janúar 2021 23:45