NBA-þjálfararnir harðorðir í garð Trump og óeirðaseggjanna hans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. janúar 2021 13:01 Steve Kerr fylgist hér áhyggjufullur með leik hjá Golden State Warriors liðinu. Getty/ Ezra Shaw Þjálfarar í NBA deildinni voru mjög pólitískir eftir leiki NBA-deildarinnar í nótt og ekki af ástæðulausu. Leikir næturinnar í NBA deildinni í körfubolta fóru fram í skugga óeirðanna í þinghúsi Bandaríkjanna þar sem stuðningsmenn Donalds Trump ruddust inn í þinghúsið sem og inn á skrifstofur þingmanna. Þjálfararnir Doc Rivers hjá Philadelphia, 76ers, Brad Stevens hjá Boston Celtis og Steve Kerr hjá Golden State voru meðal þeirra sem tjáðu sig um atburði gærdagsins, bæði um að demókratar hafi unnið báðar kosningarnar í Georgíu fylki en aðallega um innrásina í þinghúsið. „Sannleikurinn skiptir máli, bæði í okkar landi sem og annars staðar, vegna afleiðinga þess ef við leyfum lygum að lifa. Ef við kjósum fólk í valdastöður sem ljúga þá höfum við allt í einu milljónir manns sem efast um kosningar sem voru staðfestar í öllum fylkjum. Það voru sjö eða átta milljón fleiri sem kusu Biden frekar en Trump,“ sagði Steve Kerr eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Steve Kerr um innrásina í þinghúsið „Þúsundir af hvítu fólki getur ruðst inn í þinghúsið án þess að mæta mikilli mótstöðu frá lögreglunni en þegar tólf ára svartur drengur leikur sér með leikfangabyssu í almenningsgarði, þegar fimmtán ára svartur drengur gengur heim eftir að hafa keypt Skittles poka eða þegar ungur svartur maður skokkar um hverfið, þá er það stórhættulegt. Það er hins vegar í lagi að þúsundir svikara ryðjist inn í þinghúsið án nokkurra varna. Þetta eru svo gapandi táknmynd um óréttlætið í okkar landi,“ sagði Steve Kerr. Hann var ekki sá eini sem ræddi atburði gærkvöldsins á blaðamannfundi eftir leik síns liðs i NBA-deildinni í nótt. „Ég held að við vonumst öll eftir því að fólkið sem við kjósum í valdastöður sýni leiðtogahæfni sína með því að þjónusta aðra, sýna samúð og koma fram af virðingu. Í staðinn kusum við forseta, sem er sem betur fer á leiðinni út, sem sýnir engan þokka. Það hefur verið stöðugt. Þeir eru tilbúnir að fórna öllu fyrir sigurinn. Auðvitað skiptir íþróttaheimurinn minna máli en ég hef alltaf litið svo á að ef þú ert tilbúinn að fórna öllum gildum fyrir sigur þá verður endirinn alltaf ófullnægjandi. Ég hlakka til dagsins eftir tvær vikur,“ sagði Brad Stevens eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Brad Stevens um innrásina í þinghúsið Doc Rivers var sammála því að gærdagurinn hafi verið merki um hlutirnir séu að breytast. „Meirihlutinn hefur talað. Ég er svo stoltur af Georgíufylki. Það var bara lítill hópur sem ákvað að vera með óeirðir en fyrir utan það þá erum við á betri stað núna. Það samt að geta brotist inn í þinghúsið án þess að mæta alvöru andstöðu snertir mann ekki síst þegar maður er svartur Bandaríkjamaður,“ sagði Doc Rivers eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Doc Rivers um innrásina í þinghúsið Það voru líka fleiri þjálfarar sem tjáðu sig eins og Stan Van Gundy hjá New Orleans Pelicans, Mike Budenholzer hjá Milwaukee Bucks og Dwane Casey hjá Detroit Pistons. Stan Van Gundy sagði þetta vera vandræðalegan og smánarlegan dag fyrir bandarísku þjóðina, Budenholzer sagði að þetta hafi verið mjög óhugnanlegt og Casey talaði um hversu hættulegt þetta væri. Hér fyrir neðan má sjá viðtölin við þá þrjá. Klippa: NBA þjálfarar um atburðina í þinghúsi Bandaríkjanna NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Handbolti Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 84-81 | Njarðvíkingar í úrslitaleikinn Körfubolti Fær enn morðhótanir daglega Fótbolti Í beinni: Grindavík - Þór Ak. | Þórsarar stefna aftur í bikarúrslit Körfubolti Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Körfubolti Fleiri fréttir „Ég held við höfum náð að losa okkur við hrollinn“ Í beinni: Grindavík - Þór Ak. | Þórsarar stefna aftur í bikarúrslit Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 84-81 | Njarðvíkingar í úrslitaleikinn Óbærileg bið eftir kvöldinu Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Ósammála um Draymond Green: „Sorrí, ég samdi ekki reglurnar“ Fyrsta tap Cavs síðan fjórða febrúar Martin stigahæstur í stórsigri Jón Axel næststigahæstur og Burgos jók forskotið á toppnum Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Svona var þing KKÍ Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað Sjá meira
Leikir næturinnar í NBA deildinni í körfubolta fóru fram í skugga óeirðanna í þinghúsi Bandaríkjanna þar sem stuðningsmenn Donalds Trump ruddust inn í þinghúsið sem og inn á skrifstofur þingmanna. Þjálfararnir Doc Rivers hjá Philadelphia, 76ers, Brad Stevens hjá Boston Celtis og Steve Kerr hjá Golden State voru meðal þeirra sem tjáðu sig um atburði gærdagsins, bæði um að demókratar hafi unnið báðar kosningarnar í Georgíu fylki en aðallega um innrásina í þinghúsið. „Sannleikurinn skiptir máli, bæði í okkar landi sem og annars staðar, vegna afleiðinga þess ef við leyfum lygum að lifa. Ef við kjósum fólk í valdastöður sem ljúga þá höfum við allt í einu milljónir manns sem efast um kosningar sem voru staðfestar í öllum fylkjum. Það voru sjö eða átta milljón fleiri sem kusu Biden frekar en Trump,“ sagði Steve Kerr eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Steve Kerr um innrásina í þinghúsið „Þúsundir af hvítu fólki getur ruðst inn í þinghúsið án þess að mæta mikilli mótstöðu frá lögreglunni en þegar tólf ára svartur drengur leikur sér með leikfangabyssu í almenningsgarði, þegar fimmtán ára svartur drengur gengur heim eftir að hafa keypt Skittles poka eða þegar ungur svartur maður skokkar um hverfið, þá er það stórhættulegt. Það er hins vegar í lagi að þúsundir svikara ryðjist inn í þinghúsið án nokkurra varna. Þetta eru svo gapandi táknmynd um óréttlætið í okkar landi,“ sagði Steve Kerr. Hann var ekki sá eini sem ræddi atburði gærkvöldsins á blaðamannfundi eftir leik síns liðs i NBA-deildinni í nótt. „Ég held að við vonumst öll eftir því að fólkið sem við kjósum í valdastöður sýni leiðtogahæfni sína með því að þjónusta aðra, sýna samúð og koma fram af virðingu. Í staðinn kusum við forseta, sem er sem betur fer á leiðinni út, sem sýnir engan þokka. Það hefur verið stöðugt. Þeir eru tilbúnir að fórna öllu fyrir sigurinn. Auðvitað skiptir íþróttaheimurinn minna máli en ég hef alltaf litið svo á að ef þú ert tilbúinn að fórna öllum gildum fyrir sigur þá verður endirinn alltaf ófullnægjandi. Ég hlakka til dagsins eftir tvær vikur,“ sagði Brad Stevens eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Brad Stevens um innrásina í þinghúsið Doc Rivers var sammála því að gærdagurinn hafi verið merki um hlutirnir séu að breytast. „Meirihlutinn hefur talað. Ég er svo stoltur af Georgíufylki. Það var bara lítill hópur sem ákvað að vera með óeirðir en fyrir utan það þá erum við á betri stað núna. Það samt að geta brotist inn í þinghúsið án þess að mæta alvöru andstöðu snertir mann ekki síst þegar maður er svartur Bandaríkjamaður,“ sagði Doc Rivers eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Doc Rivers um innrásina í þinghúsið Það voru líka fleiri þjálfarar sem tjáðu sig eins og Stan Van Gundy hjá New Orleans Pelicans, Mike Budenholzer hjá Milwaukee Bucks og Dwane Casey hjá Detroit Pistons. Stan Van Gundy sagði þetta vera vandræðalegan og smánarlegan dag fyrir bandarísku þjóðina, Budenholzer sagði að þetta hafi verið mjög óhugnanlegt og Casey talaði um hversu hættulegt þetta væri. Hér fyrir neðan má sjá viðtölin við þá þrjá. Klippa: NBA þjálfarar um atburðina í þinghúsi Bandaríkjanna NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Handbolti Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 84-81 | Njarðvíkingar í úrslitaleikinn Körfubolti Fær enn morðhótanir daglega Fótbolti Í beinni: Grindavík - Þór Ak. | Þórsarar stefna aftur í bikarúrslit Körfubolti Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Körfubolti Fleiri fréttir „Ég held við höfum náð að losa okkur við hrollinn“ Í beinni: Grindavík - Þór Ak. | Þórsarar stefna aftur í bikarúrslit Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 84-81 | Njarðvíkingar í úrslitaleikinn Óbærileg bið eftir kvöldinu Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Ósammála um Draymond Green: „Sorrí, ég samdi ekki reglurnar“ Fyrsta tap Cavs síðan fjórða febrúar Martin stigahæstur í stórsigri Jón Axel næststigahæstur og Burgos jók forskotið á toppnum Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Svona var þing KKÍ Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað Sjá meira