Leggur aftur til að afnema sóttkvíarmöguleikann og skikka alla í tvöfalda skimun Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. janúar 2021 11:46 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur áður lagt til við ráðherra að tvöföld skimun á landamærum verði gerð skylda. Stjórnvöld ákváðu þá að fylgja annarri tillögu hans og gerðu skimun gjaldfrjálsa. Vísir/vilhelm Sóttvarnalæknir hefur lagt til við stjórnvöld að allir sem koma til landsins verði skyldaðir í tvöfalda skimun fyrir kórónuveirunni. Þá er einnig til skoðunar að þeir sem greinast með hið svokallaða breska afbrigði veirunnar fari í farsóttarhús þar sem hægt er að fylgjast vel með þeim. Breska afbrigðið hefur valdið miklum usla í Bretlandi síðustu vikur. Nokkur lönd hafa gripið til þess ráðs að banna komur ferðalanga frá Bretlandi. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var spurður að því á upplýsingafundi almannavarna í dag hvort til greina kæmi að gera slíkt hið sama hér á landi, eða í það minnsta skylda fólk sem kemur frá Bretlandi í tvöfalda skimun. Þórólfur benti á að hann hefði áður lagt til að gera tvöfalda skimun við landamæri að skyldu og afnema sóttkvíarmöguleikann. Stjórnvöld afréðu hins vegar að fylgja annarri tillögu Þórólfs og gera skimun gjaldfrjálsa. Þórólfur kvaðst þó nú hafa lagt það aftur til við stjórnvöld að skylda alla ferðalanga í tvöfalda skimun. „Ég hef tekið þetta upp aftur og lagt þessa tillögu aftur fyrir ráðherra með akkúrat þessum rökum. Og ég veit að það verður tekið til umfjöllunar innan ráðuneytisins. Ég held þetta sé mjög mikilvægt. Hins vegar eru það mjög fáir sem velja það núna að fara í fjórtán daga sóttkví en ég held það sé mjög mikilvægt að ná nánast öllum,“ sagði Þórólfur. Ferðalangar frá Bretlandi fari í farsóttarhús Þá hefði líka verið reynt að efla eftirlit með fólki í sóttkví, bæði þeim sem greinast á landamærum og þeim sem velja að fara í tveggja vikna sóttkví í stað seinni skimunar. „Við erum að gera allt sem hægt er til að lágmarka áhættuna eins og mögulegt er á því að bæði þetta afbrigði og önnur afbrigði komi hérna inn í landið,“ sagði Þórólfur. Þá væri til skoðunar að þeir sem greinast með breska afbrigðið fari í farsóttarhús og verji einangruninni þar. „Önnur hugmynd hefur verið sú að þeir sem greinast með þetta breska afbrigði gætu verið í farsóttarhúsi þar sem er meira eftirlit með þeim, eða á einhverjum öðrum stað. Þetta er ein af þeim tillögum sem ég hef komið með og við verðum bara að skoða það. Þannig ég held að við þurfum að gera allt sem við getum til að hafa eftirlitið eins virkt og gott eins og mögulegt er.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Breska afbrigðið hefur valdið miklum usla í Bretlandi síðustu vikur. Nokkur lönd hafa gripið til þess ráðs að banna komur ferðalanga frá Bretlandi. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var spurður að því á upplýsingafundi almannavarna í dag hvort til greina kæmi að gera slíkt hið sama hér á landi, eða í það minnsta skylda fólk sem kemur frá Bretlandi í tvöfalda skimun. Þórólfur benti á að hann hefði áður lagt til að gera tvöfalda skimun við landamæri að skyldu og afnema sóttkvíarmöguleikann. Stjórnvöld afréðu hins vegar að fylgja annarri tillögu Þórólfs og gera skimun gjaldfrjálsa. Þórólfur kvaðst þó nú hafa lagt það aftur til við stjórnvöld að skylda alla ferðalanga í tvöfalda skimun. „Ég hef tekið þetta upp aftur og lagt þessa tillögu aftur fyrir ráðherra með akkúrat þessum rökum. Og ég veit að það verður tekið til umfjöllunar innan ráðuneytisins. Ég held þetta sé mjög mikilvægt. Hins vegar eru það mjög fáir sem velja það núna að fara í fjórtán daga sóttkví en ég held það sé mjög mikilvægt að ná nánast öllum,“ sagði Þórólfur. Ferðalangar frá Bretlandi fari í farsóttarhús Þá hefði líka verið reynt að efla eftirlit með fólki í sóttkví, bæði þeim sem greinast á landamærum og þeim sem velja að fara í tveggja vikna sóttkví í stað seinni skimunar. „Við erum að gera allt sem hægt er til að lágmarka áhættuna eins og mögulegt er á því að bæði þetta afbrigði og önnur afbrigði komi hérna inn í landið,“ sagði Þórólfur. Þá væri til skoðunar að þeir sem greinast með breska afbrigðið fari í farsóttarhús og verji einangruninni þar. „Önnur hugmynd hefur verið sú að þeir sem greinast með þetta breska afbrigði gætu verið í farsóttarhúsi þar sem er meira eftirlit með þeim, eða á einhverjum öðrum stað. Þetta er ein af þeim tillögum sem ég hef komið með og við verðum bara að skoða það. Þannig ég held að við þurfum að gera allt sem við getum til að hafa eftirlitið eins virkt og gott eins og mögulegt er.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira