Daniel Maldini kom inn á sem varamaður í leiknum og lék sinn sjötta deildarleik fyrir AC Milan. Með því komst Maldini ættliðurinn upp í þúsund leiki saman í Seríu A.
Það er líklega engin ætt jafntengd einu stórliði og Maldini ættin sem hefur komið mikið við sögu hjá þessu fornfræga ítalska félagi.
Afi og pabbi Daniel Maldini eru tveir af farsælustu leikmönnum AC Milan og þá sérstaklega faðir hans Paolo Maldini.
Grandfather Father Son
— B/R Football (@brfootball) January 7, 2021
Three generations of the Maldini Family reached a combined 1,000 Serie A games for AC Milan when Daniel Maldini came off the bench against Juventus. pic.twitter.com/kSaYl2rM7K
Daniel Maldini er nítján ára gamall sóknartengiliður sem lék sinn fyrsta deildarleik með AC Milan á móti Hellas Verona 2. febrúar á síðasta ári.
Paolo Maldini lék á sínum tíma 647 leiki fyrir AC Milan í Seríu A sem var leikjamet þar til að Gianluigi Buffon bætti það. Maldini lék aðeins fyrir AC Milan á ferli sem var frá 1984 til 2009.
Cesare Maldini spilaði 347 deildarleiki fyrir AC Milan frá 1954 til 1966 en hann byrjaði feril sinn hjá Triestina og endaði hann hjá Torino.
Cesare Maldini þjálfaði síðan AC Milan á áttunda áratugnum, fyrst sem aðstoðarþjálfari en svo í tvö tímabil sem aðalþjálfari. Cesare lést árið 2016 þá 84 ára gamall.
Paolo Maldini vann alls 25 titla með AC Milan þar af ítölsku deildina sjö sinnum og Evrópukeppni meistaraliða fimm sinnum.
He s a real Rossonero. His soul belongs to Milan - Cesare Maldini on Paolo.
— Planet Football (@planetfutebol) January 7, 2021
After Paolo's son Daniel made a cameo against Juventus, the Maldini family now have 1,000 Serie A appearances for Milan to their name across three generations.
Sempre Milan, indeed. pic.twitter.com/QUSsqCjdtT