Pelosi biðlar til Pence að svipta Trump völdum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. janúar 2021 19:38 Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. AP/Patrick Semansky Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur óskað eftir því að Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, og ríkisstjórnin svipti Donald Trump Bandaríkjaforseta völdum. Hún biður Pence að beita 25. viðauka stjórnarskrárinnar til þess. Þetta sagði hún á blaðamannafundi rétt í þessu. Hún segir að grípi Pence og ríkisstjórnin ekki til aðgerða muni meirihluti Demókrata á þinginu kæra hann fyrir embættisbrot. 25. viðauki stjórnarskrár Bandaríkjanna segir til um að sé forseti Bandaríkjanna ófær um að sinna skyldum sínum taki varaforseti Bandaríkjanna við embætti. BREAKING: Speaker Pelosi calls for VP Pence and the Cabinet to remove President Trump from office via the 25th Amendment, or another impeachment effort may be carried out by Democrats. pic.twitter.com/bbwTLScyWL— NBC News (@NBCNews) January 7, 2021 „Í gær hvatti forseti Bandaríkjanna til vopnaðrar árásar gegn Bandaríkjunum. Vanhelgunin á þinghúsi Bandaríkjanna, sem er hof bandarísks lýðræðis, og ofbeldið sem beint var að þinginu er hryllingur sem mun héðan af flekka sögu þessa lands. [Ofbeldi sem] forseti Bandaríkjanna hvatti til,“ sagði Pelosi á blaðamannafundi sem hún hélt fyrir stuttu. „Þess vegna er þetta svona alvarlegt. Með þessu hefur forsetinn gert atlögu að þjóðinni,“ sagði Pelosi. „Ég og leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni biðlum því til varaforsetans að beita 25. viðauka stjórnarskrárinnar þegar í stað. Ef varaforsetinn og ríkisstjórnin grípa ekki til aðgerða mun þingið vera tilbúið til þess að kæra forsetann fyrir embættisbrot.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Samgönguráðherra Bandaríkjanna segir af sér Elaine Chao, samgönguráðherra Bandaríkjanna, hefur sagt af sér. Hún segir í tilkynningu sem hún birti á Twitter að hún sé þjökuð vegna atburða gærdagsins. 7. janúar 2021 19:22 Forsætisráðherra segir áhlaupið í gær árás á lýðræðið Minnst fjórir eru látnir eftir að stuðningsmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta gerðu áhlaup á þinghúsið í Washington í gær. 7. janúar 2021 18:45 Geta ekki beðið í þrettán daga Fleiri þingmenn hafa kallað eftir því að 25. viðauki bandarísku stjórnarskrárinnar verði virkjaður og að Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, verði vikið úr embætti. Aðeins þrettán dagar eru eftir af valdatíð Trump en Joe Biden tekur formlega við embættinu þann 20. janúar næstkomandi. 7. janúar 2021 17:39 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Hún biður Pence að beita 25. viðauka stjórnarskrárinnar til þess. Þetta sagði hún á blaðamannafundi rétt í þessu. Hún segir að grípi Pence og ríkisstjórnin ekki til aðgerða muni meirihluti Demókrata á þinginu kæra hann fyrir embættisbrot. 25. viðauki stjórnarskrár Bandaríkjanna segir til um að sé forseti Bandaríkjanna ófær um að sinna skyldum sínum taki varaforseti Bandaríkjanna við embætti. BREAKING: Speaker Pelosi calls for VP Pence and the Cabinet to remove President Trump from office via the 25th Amendment, or another impeachment effort may be carried out by Democrats. pic.twitter.com/bbwTLScyWL— NBC News (@NBCNews) January 7, 2021 „Í gær hvatti forseti Bandaríkjanna til vopnaðrar árásar gegn Bandaríkjunum. Vanhelgunin á þinghúsi Bandaríkjanna, sem er hof bandarísks lýðræðis, og ofbeldið sem beint var að þinginu er hryllingur sem mun héðan af flekka sögu þessa lands. [Ofbeldi sem] forseti Bandaríkjanna hvatti til,“ sagði Pelosi á blaðamannafundi sem hún hélt fyrir stuttu. „Þess vegna er þetta svona alvarlegt. Með þessu hefur forsetinn gert atlögu að þjóðinni,“ sagði Pelosi. „Ég og leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni biðlum því til varaforsetans að beita 25. viðauka stjórnarskrárinnar þegar í stað. Ef varaforsetinn og ríkisstjórnin grípa ekki til aðgerða mun þingið vera tilbúið til þess að kæra forsetann fyrir embættisbrot.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Samgönguráðherra Bandaríkjanna segir af sér Elaine Chao, samgönguráðherra Bandaríkjanna, hefur sagt af sér. Hún segir í tilkynningu sem hún birti á Twitter að hún sé þjökuð vegna atburða gærdagsins. 7. janúar 2021 19:22 Forsætisráðherra segir áhlaupið í gær árás á lýðræðið Minnst fjórir eru látnir eftir að stuðningsmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta gerðu áhlaup á þinghúsið í Washington í gær. 7. janúar 2021 18:45 Geta ekki beðið í þrettán daga Fleiri þingmenn hafa kallað eftir því að 25. viðauki bandarísku stjórnarskrárinnar verði virkjaður og að Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, verði vikið úr embætti. Aðeins þrettán dagar eru eftir af valdatíð Trump en Joe Biden tekur formlega við embættinu þann 20. janúar næstkomandi. 7. janúar 2021 17:39 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Samgönguráðherra Bandaríkjanna segir af sér Elaine Chao, samgönguráðherra Bandaríkjanna, hefur sagt af sér. Hún segir í tilkynningu sem hún birti á Twitter að hún sé þjökuð vegna atburða gærdagsins. 7. janúar 2021 19:22
Forsætisráðherra segir áhlaupið í gær árás á lýðræðið Minnst fjórir eru látnir eftir að stuðningsmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta gerðu áhlaup á þinghúsið í Washington í gær. 7. janúar 2021 18:45
Geta ekki beðið í þrettán daga Fleiri þingmenn hafa kallað eftir því að 25. viðauki bandarísku stjórnarskrárinnar verði virkjaður og að Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, verði vikið úr embætti. Aðeins þrettán dagar eru eftir af valdatíð Trump en Joe Biden tekur formlega við embættinu þann 20. janúar næstkomandi. 7. janúar 2021 17:39