Annar ráðherra í ríkisstjórn Trumps segir af sér Atli Ísleifsson skrifar 8. janúar 2021 08:20 Betsy DeVos var gerð að menntamálaráðherra í ríkisstjórn Donalds Trump árið 2017. Getty Betsy DeVos, menntamálaráðherra Bandaríkjanna, hefur skilað inn afsögn sinni til Donalds Trump Bandaríkjaforseta, þrettán dögum fyrir embættistöku nýs forseta. DeVos segir að aðkoma Trumps hafi skipt sköpum varðandi það að æstur múgur hafi ráðist inn í bandaríska þinghúsið á miðvikudag. DeVos er annar ráðherrann í ríkisstjórn Trumps sem segir af sér vegna málsins, en í gær tilkynnti samgönguráðherrann Elaine Chao um afsögn sína eftir að hafa melt atburðina í og við þinghúsið og viðbrögð forsetans við þeim. CNN greinir frá því að í afsagnarbréfi sínu segir DeVos að hegðun fólksins sem réðst inn í þinghúsið hafi verið „svívirðileg“ og að ekki verði framhjá því litið að „áhrif orðræðu“ forsetans hafi verið mikil á framvinduna og skipt þar sköpum. „Áhrifagjörn börn eru að fylgjast með þessu öllu og læra af okkur,“ sagði DeVos. DeVos var skipuð menntamálaráðherra í ríkisstjórn Trumps árið 2016, en hún hafði þá verið í hópi helstu fjárhagslegu bakhjarla Repúblikanaflokksins auk þess að vera fyrrverandi formaður flokksins í Michigan-ríki. Þótti stuðningur hennar við skóla sem reknir eru af einstaklingum eða félagasamtökum en njóta fjárstuðnings hins opinbera (e. charter schools) umdeildur. Erfiðlega gekk á sínum tíma að fá Bandaríkjaþing til að staðfesta DeVos í embætti og þurfti varaforsetinn Mike Pence að nýta atkvæðisrétt sinn þar sem tveir þingmenn Repúblikana lögðust gegn skipuninni sem gerði það að verkum að jafnt var í fylkingum. Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Samgönguráðherra Bandaríkjanna segir af sér Elaine Chao, samgönguráðherra Bandaríkjanna, hefur sagt af sér. Hún segir í tilkynningu sem hún birti á Twitter að hún sé þjökuð vegna atburða gærdagsins. 7. janúar 2021 19:22 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
DeVos er annar ráðherrann í ríkisstjórn Trumps sem segir af sér vegna málsins, en í gær tilkynnti samgönguráðherrann Elaine Chao um afsögn sína eftir að hafa melt atburðina í og við þinghúsið og viðbrögð forsetans við þeim. CNN greinir frá því að í afsagnarbréfi sínu segir DeVos að hegðun fólksins sem réðst inn í þinghúsið hafi verið „svívirðileg“ og að ekki verði framhjá því litið að „áhrif orðræðu“ forsetans hafi verið mikil á framvinduna og skipt þar sköpum. „Áhrifagjörn börn eru að fylgjast með þessu öllu og læra af okkur,“ sagði DeVos. DeVos var skipuð menntamálaráðherra í ríkisstjórn Trumps árið 2016, en hún hafði þá verið í hópi helstu fjárhagslegu bakhjarla Repúblikanaflokksins auk þess að vera fyrrverandi formaður flokksins í Michigan-ríki. Þótti stuðningur hennar við skóla sem reknir eru af einstaklingum eða félagasamtökum en njóta fjárstuðnings hins opinbera (e. charter schools) umdeildur. Erfiðlega gekk á sínum tíma að fá Bandaríkjaþing til að staðfesta DeVos í embætti og þurfti varaforsetinn Mike Pence að nýta atkvæðisrétt sinn þar sem tveir þingmenn Repúblikana lögðust gegn skipuninni sem gerði það að verkum að jafnt var í fylkingum.
Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Samgönguráðherra Bandaríkjanna segir af sér Elaine Chao, samgönguráðherra Bandaríkjanna, hefur sagt af sér. Hún segir í tilkynningu sem hún birti á Twitter að hún sé þjökuð vegna atburða gærdagsins. 7. janúar 2021 19:22 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Samgönguráðherra Bandaríkjanna segir af sér Elaine Chao, samgönguráðherra Bandaríkjanna, hefur sagt af sér. Hún segir í tilkynningu sem hún birti á Twitter að hún sé þjökuð vegna atburða gærdagsins. 7. janúar 2021 19:22