„Lem þig svo illa að mamma þín á eftir að skammast sín fyrir að eiga þig“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. janúar 2021 14:51 Guðfinnur Óskarsson hefur hlotið dóm hér á landi fyrir ölvunarakstur. Mynd frá lögreglunni í Englandi Guðfinnur Óskarsson hefur verið ákærður fyrir hótanir í garð tæplega fimmtugs karlmanns. Ákæran á hendur Guðfinni er birt í Lögbirtingablaðinu í dag þar sem ekki hefur tekist að birta honum ákæruna í persónu. Hann er kvaddur til þingfestingar málsins þann 18. febrúar næstkomandi. Guðfinnur, sem talinn er búsettur í Færeyjum samkvæmt því sem kemur í ákærunni, er ákærður fyrir hótanir í október 2016. Þá hafi Guðfinnur hringt í karlmann og hótað ofbeldi með eftirfarandi ummælum sem hafi verið til þess fallin að vekja ótta um líf, heilbrigði og velferð hans. Ummælin má lesa að neðan en nafn einstaklings sem ekki tengist málinu hefur verið fjarlægt af blaðamanni. 1. „Að þá lem ég þig, ég lem þig svo illa að mamma þín á eftir að skammast sín fyrir að eiga þig og utan það að ég þoli ekki svona aumingja eins og þú.“ 2. „Á ég að berja þig eða? Mig munar ekkert um að sitja lengur í fangelsi sko.“ 3. „Mig munar ekkert um að sitjir of lengi í fangelsi, annaðhvort ræðir þú við [] eða, eða ég drep þig og það er svo einfalt. Ég læt þig bara hverfa.“ 4. „Komdu, komdu heim til [] núna og ég drep þig bara hérna rétt fyrir utan.“ 5. „Taktu á móti karlmanni sem tekur á móti, ég mana þig.“ 6. „Þú ert bara aumingi, komdu, komdu fyrir utan hjá henni og ég lem þig.“ 7. „Ég drep þig næst ef þú segir eitthvað við hana á netinu.“ 8. „Og ef að þú ætlar að hringja í lögguna þá er mér alveg sama, mér munar ekkert um að sitja lengur inni.“ 9. „Ég drep þig.“ 10. „Komdu ég ætla að berja þig, komdu veistu það mér langar svo að berja þig að.“ 11. „Hvar, hvar ertu? Ég ætla að koma og berja þig.“ 12. „Veistu það að ég ætla svo að berja þig að mamma þín á eftir að grenja í hvert skipti sem að hún þú veist hefur hugsað um að eignast þig. Ég ætla svo að berja þig.“ Teljast ummælin varða við 233. grein almennra hegningarlaga. Mæti Guðfinnur ekki í þingfestingu þann 18. febrúar mun dómstóllinn líta svo á að hann viðurkenni sekt í málinu og dæmt í því að honum fjarstöddum. Guðfinnur er ekki ókunnugur dómsalnum en hann var dæmdur í tveggja ára fangelsi í Englandi árið 2015 fyrir að hafa svikið fé af unnustu sinni sem hann kynntist í gegnum stefnumótasíðu. Í frétt breska vefmiðilsins Yorkshire Evening Post sagði að Guðfinnur hefði haft um 30 þúsund pund, jafnvirði á sjöttu milljón króna, af kærustu sinni en hann flutti utan til Leeds þar sem þau bjuggu um tíma saman. Af Facebook-síðu Guðfinns er hann búsettur í Prag í Tékklandi. Dómsmál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Guðfinnur, sem talinn er búsettur í Færeyjum samkvæmt því sem kemur í ákærunni, er ákærður fyrir hótanir í október 2016. Þá hafi Guðfinnur hringt í karlmann og hótað ofbeldi með eftirfarandi ummælum sem hafi verið til þess fallin að vekja ótta um líf, heilbrigði og velferð hans. Ummælin má lesa að neðan en nafn einstaklings sem ekki tengist málinu hefur verið fjarlægt af blaðamanni. 1. „Að þá lem ég þig, ég lem þig svo illa að mamma þín á eftir að skammast sín fyrir að eiga þig og utan það að ég þoli ekki svona aumingja eins og þú.“ 2. „Á ég að berja þig eða? Mig munar ekkert um að sitja lengur í fangelsi sko.“ 3. „Mig munar ekkert um að sitjir of lengi í fangelsi, annaðhvort ræðir þú við [] eða, eða ég drep þig og það er svo einfalt. Ég læt þig bara hverfa.“ 4. „Komdu, komdu heim til [] núna og ég drep þig bara hérna rétt fyrir utan.“ 5. „Taktu á móti karlmanni sem tekur á móti, ég mana þig.“ 6. „Þú ert bara aumingi, komdu, komdu fyrir utan hjá henni og ég lem þig.“ 7. „Ég drep þig næst ef þú segir eitthvað við hana á netinu.“ 8. „Og ef að þú ætlar að hringja í lögguna þá er mér alveg sama, mér munar ekkert um að sitja lengur inni.“ 9. „Ég drep þig.“ 10. „Komdu ég ætla að berja þig, komdu veistu það mér langar svo að berja þig að.“ 11. „Hvar, hvar ertu? Ég ætla að koma og berja þig.“ 12. „Veistu það að ég ætla svo að berja þig að mamma þín á eftir að grenja í hvert skipti sem að hún þú veist hefur hugsað um að eignast þig. Ég ætla svo að berja þig.“ Teljast ummælin varða við 233. grein almennra hegningarlaga. Mæti Guðfinnur ekki í þingfestingu þann 18. febrúar mun dómstóllinn líta svo á að hann viðurkenni sekt í málinu og dæmt í því að honum fjarstöddum. Guðfinnur er ekki ókunnugur dómsalnum en hann var dæmdur í tveggja ára fangelsi í Englandi árið 2015 fyrir að hafa svikið fé af unnustu sinni sem hann kynntist í gegnum stefnumótasíðu. Í frétt breska vefmiðilsins Yorkshire Evening Post sagði að Guðfinnur hefði haft um 30 þúsund pund, jafnvirði á sjöttu milljón króna, af kærustu sinni en hann flutti utan til Leeds þar sem þau bjuggu um tíma saman. Af Facebook-síðu Guðfinns er hann búsettur í Prag í Tékklandi.
1. „Að þá lem ég þig, ég lem þig svo illa að mamma þín á eftir að skammast sín fyrir að eiga þig og utan það að ég þoli ekki svona aumingja eins og þú.“ 2. „Á ég að berja þig eða? Mig munar ekkert um að sitja lengur í fangelsi sko.“ 3. „Mig munar ekkert um að sitjir of lengi í fangelsi, annaðhvort ræðir þú við [] eða, eða ég drep þig og það er svo einfalt. Ég læt þig bara hverfa.“ 4. „Komdu, komdu heim til [] núna og ég drep þig bara hérna rétt fyrir utan.“ 5. „Taktu á móti karlmanni sem tekur á móti, ég mana þig.“ 6. „Þú ert bara aumingi, komdu, komdu fyrir utan hjá henni og ég lem þig.“ 7. „Ég drep þig næst ef þú segir eitthvað við hana á netinu.“ 8. „Og ef að þú ætlar að hringja í lögguna þá er mér alveg sama, mér munar ekkert um að sitja lengur inni.“ 9. „Ég drep þig.“ 10. „Komdu ég ætla að berja þig, komdu veistu það mér langar svo að berja þig að.“ 11. „Hvar, hvar ertu? Ég ætla að koma og berja þig.“ 12. „Veistu það að ég ætla svo að berja þig að mamma þín á eftir að grenja í hvert skipti sem að hún þú veist hefur hugsað um að eignast þig. Ég ætla svo að berja þig.“
Dómsmál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira