Kallar eftir skýrari áætlun lendi lið í sóttkví Sindri Sverrisson skrifar 8. janúar 2021 15:23 Nú er kominn janúar en Darri Freyr Atlason hefur enn aðeins fengið að stýra KR í einum deildarleik eftir að hann tók við liðinu síðasta sumar. Darri Freyr Atlason, þjálfari karlaliðs KR í körfubolta, segir vissulega gleðiefni að keppni geti hafist að nýju í Dominos-deildunum í næstu viku. Fyrirvarinn sé hins vegar skammur og því verði KR ekki með fullskipað lið í fyrstu leikjunum eftir hléið langa. Aðeins ein umferð var spiluð í Dominos-deild karla í haust áður en hlé var gert vegna kórónuveirufaraldursins. Æfingar með snertingu voru ekki leyfðar innanhúss fyrr en 10. desember en síðan þá hafa KR-ingar líkt og aðrir undirbúið sig, fyrir leiki sem óvíst var hvenær yrðu. Að óbreyttu verður næsti leikur KR athyglisverður slagur við Tindastól næsta fimmtudagskvöld. „Ég get svo sem bara talað fyrir sjálfan mig en maður er auðvitað bara spenntur að komast af stað aftur. En það er vissulega innan við vika í fyrsta leik núna og maður hefði alveg kosið meiri fyrirsjáanleika,“ segir Darri, og bætir við: „Einnig varðandi framhaldið núna, þá er ég að tala um fyrirsjáanleika frá KKÍ, þegar stefnan er enn að spila alla leiki. Ef það kemur upp smit og eitt lið þarf að fara í sóttkví, þá missir það af 3-4 leikjum miðað við planið núna, og það virðist ekkert pláss til að koma þeim fyrir. Hvað verður þá gert? Hvernig lítur planið út fyrir hinar og þessar aðstæður? Vonandi gengur þetta bara allt upp og við spilum allt mótið,“ segir Darri. „Þetta eru náttúrulega manneskjur“ Eins og fyrr segir hafa KR-ingar getað æft síðasta mánuðinn en Darri tekur undir að vissulega komi það niður á mönnum að hafa ekki vitað með vissu hvenær keppni gæti hafist að nýju. „Þetta eru náttúrulega manneskjur, svo að auðvitað hefur það áhrif að vera í þessari óvissu. Við erum eiginlega búnir að vera á undirbúningstímabili síðan í ágúst. En það eru öll lið í sömu sporum,“ segir Darri. Bandaríkjamaðurinn Ty Sabin, sem kom til KR eftir að hafa verið stigahæstur í sænsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, er mættur til landsins og er í sóttkví. Hann fékk að fara heim til Bandaríkjanna í haust þegar ekki var hægt að æfa hér á landi, enda hafði hann meira frelsi til að sinna æfingum í Bandaríkjunum. Þeir Roberts Stumbris og Ante Gospic eru hins vegar farnir og koma ekki aftur. „Þess vegna hefði maður viljað hafa meiri fyrirsjáanleika, því við sögðum upp samningi við erlenda leikmenn vegna ástandsins, að þeirra ósk. Við verðum að vinna í þessum málum næstu vikur,“ segir Darri. Dominos-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Gleðidagur fyrir íslenskt íþróttalíf“ Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar í Olís-deild karla í handbolta, segir tíðindi dagsins, um keppni í íþróttum hafi aftur fengið grænt ljós, séu kærkomin. 8. janúar 2021 15:00 Handboltinn hefst aftur í næstu viku: „Virkilega ánægjuleg niðurstaða“ Handknattleikssamband Íslands stefnir að því að hefja keppni á Íslandsmótinu um þarnæstu helgi. 8. janúar 2021 13:27 Keppni í íþróttum leyfð án áhorfenda Frá og með næsta miðvikudegi, þegar tæplega hundrað dagar verða liðnir frá síðasta leik í íslenskri deildakeppni í íþróttum, verður keppni heimiluð á nýjan leik. 8. janúar 2021 12:41 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fleiri fréttir „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Sjá meira
Aðeins ein umferð var spiluð í Dominos-deild karla í haust áður en hlé var gert vegna kórónuveirufaraldursins. Æfingar með snertingu voru ekki leyfðar innanhúss fyrr en 10. desember en síðan þá hafa KR-ingar líkt og aðrir undirbúið sig, fyrir leiki sem óvíst var hvenær yrðu. Að óbreyttu verður næsti leikur KR athyglisverður slagur við Tindastól næsta fimmtudagskvöld. „Ég get svo sem bara talað fyrir sjálfan mig en maður er auðvitað bara spenntur að komast af stað aftur. En það er vissulega innan við vika í fyrsta leik núna og maður hefði alveg kosið meiri fyrirsjáanleika,“ segir Darri, og bætir við: „Einnig varðandi framhaldið núna, þá er ég að tala um fyrirsjáanleika frá KKÍ, þegar stefnan er enn að spila alla leiki. Ef það kemur upp smit og eitt lið þarf að fara í sóttkví, þá missir það af 3-4 leikjum miðað við planið núna, og það virðist ekkert pláss til að koma þeim fyrir. Hvað verður þá gert? Hvernig lítur planið út fyrir hinar og þessar aðstæður? Vonandi gengur þetta bara allt upp og við spilum allt mótið,“ segir Darri. „Þetta eru náttúrulega manneskjur“ Eins og fyrr segir hafa KR-ingar getað æft síðasta mánuðinn en Darri tekur undir að vissulega komi það niður á mönnum að hafa ekki vitað með vissu hvenær keppni gæti hafist að nýju. „Þetta eru náttúrulega manneskjur, svo að auðvitað hefur það áhrif að vera í þessari óvissu. Við erum eiginlega búnir að vera á undirbúningstímabili síðan í ágúst. En það eru öll lið í sömu sporum,“ segir Darri. Bandaríkjamaðurinn Ty Sabin, sem kom til KR eftir að hafa verið stigahæstur í sænsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, er mættur til landsins og er í sóttkví. Hann fékk að fara heim til Bandaríkjanna í haust þegar ekki var hægt að æfa hér á landi, enda hafði hann meira frelsi til að sinna æfingum í Bandaríkjunum. Þeir Roberts Stumbris og Ante Gospic eru hins vegar farnir og koma ekki aftur. „Þess vegna hefði maður viljað hafa meiri fyrirsjáanleika, því við sögðum upp samningi við erlenda leikmenn vegna ástandsins, að þeirra ósk. Við verðum að vinna í þessum málum næstu vikur,“ segir Darri.
Dominos-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Gleðidagur fyrir íslenskt íþróttalíf“ Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar í Olís-deild karla í handbolta, segir tíðindi dagsins, um keppni í íþróttum hafi aftur fengið grænt ljós, séu kærkomin. 8. janúar 2021 15:00 Handboltinn hefst aftur í næstu viku: „Virkilega ánægjuleg niðurstaða“ Handknattleikssamband Íslands stefnir að því að hefja keppni á Íslandsmótinu um þarnæstu helgi. 8. janúar 2021 13:27 Keppni í íþróttum leyfð án áhorfenda Frá og með næsta miðvikudegi, þegar tæplega hundrað dagar verða liðnir frá síðasta leik í íslenskri deildakeppni í íþróttum, verður keppni heimiluð á nýjan leik. 8. janúar 2021 12:41 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fleiri fréttir „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Sjá meira
„Gleðidagur fyrir íslenskt íþróttalíf“ Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar í Olís-deild karla í handbolta, segir tíðindi dagsins, um keppni í íþróttum hafi aftur fengið grænt ljós, séu kærkomin. 8. janúar 2021 15:00
Handboltinn hefst aftur í næstu viku: „Virkilega ánægjuleg niðurstaða“ Handknattleikssamband Íslands stefnir að því að hefja keppni á Íslandsmótinu um þarnæstu helgi. 8. janúar 2021 13:27
Keppni í íþróttum leyfð án áhorfenda Frá og með næsta miðvikudegi, þegar tæplega hundrað dagar verða liðnir frá síðasta leik í íslenskri deildakeppni í íþróttum, verður keppni heimiluð á nýjan leik. 8. janúar 2021 12:41