Fótbolti

Endar Eriksen hjá Tottenham á ný?

Anton Ingi Leifsson skrifar
Eriksen léttur með fyrrum samherja sínum hjá Toby Alderweireld og Romelu Lukaku í leik Dana og Belga í Þjóðadeildinni í september. Toby og Eriksen gætu aftur orðið samherjar í janúar.
Eriksen léttur með fyrrum samherja sínum hjá Toby Alderweireld og Romelu Lukaku í leik Dana og Belga í Þjóðadeildinni í september. Toby og Eriksen gætu aftur orðið samherjar í janúar. Lars Ronbog/Getty

Christian Eriksen er úti í kuldanum hjá Inter Milan og það gæti orðið til þess að hann snúi aftur til Tottenham einungis einu ár eftir að hann yfirgaf félagið. Að sama skapi gæti Dele Alli yfirgefið Tottenham og farið til PSG.

Einungis ári eftir að hafa yfirgefið Tottenham fyrir Inter, sem keypti hann á rúmar sautján milljónir punda, þá hefur Daninn verið allt annað en fastamaður í ítalska stórliðinu undir stjórn Antonio Conte.

Í fyrstu var ekki búist við að Eriksen myndi snúa aftur til Tottenham en samkvæmt Gazzetta dello Sport verður það líklegra og líklegra eftir því sem Dele Alli færist nær Mauricio Pochettino og PSG.

Dele Alli hefur verið úti í kuldanum hjá Jose Mourinho og eftir að Pochettino var ráðinn stjóri PSG gæti hann fengið enska miðjumanninn til sín og komið ferli honum af stað á ný.

Eriksen spilaði í sjö ár hjá Tottenham, þar á meðal með Gylfa Sigurðssyni, en hann spilaði samtals 305 leiki eftir að hafa komið frá Ajax árið 2013.

Hann var einn aðalmaðurinn í liði Tottenham sem fór alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2019 en sex mánuðum síðar yfirgaf hann Lundúnarliðið fyrir ítalska boltann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×