Innlent

Appelsínugular viðvaranir og ekkert ferðaveður

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
vedur

Gular og appelsínugular viðvaranir taka gildi að stórum hluta landsins í nótt. Appelsínugular viðvaranir eru á miðhálendi og austurhluta landsins og ekkert ferðaveður.

Á Suðausturlandi er nauðsynlegt að tryggja lausamuni til að forðast foktjóni. 

Búist er við 20 til 25 metrum á sekúndu og stórhríð á köflum á Norðurlandi eystra að því er segir á vef veðurstofunnar. Á Austfjörðum er búist við að veðrið geti orðið hvað verst en þar gætu vindhviður farið yfir 45 metra á sekúndu.

Hlé verður gert á hreinsunarstarfi á Seyðisfirði um helgina vegna veður en búist er við norðvestan 20 til 28 metrum á sekúndu með snjókomu og stórhríð á köflum.

Spár gera ráð fyrir að það dragi úr vindi á landinu á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×