Markalaust var í hálfleik en Jadon Sancho kom Dortmund yfir á 55. mínútu. Norska undrabarnið Erling Haaland bætti síðan við tveimur mörkum fyrir Dortmund áður en Alexander Sorloth minnkaði muninn fyrir Leipzig í uppbótartíma.
Dortmund er í 4. sæti, fimm stigum á eftir toppliði Bayern, á meðan Leipzig er í öðru sæti, þremur stigum á undan Dortmund.