Búið að handtaka áberandi þátttakendur í óeirðunum Eiður Þór Árnason skrifar 9. janúar 2021 20:42 Jacob Anthony Chansley sést hér í fullum skrúða í þinghúsinu á miðvikudag en hann var handtekinn í dag og færður í gæsluvarðhald. Getty/Win McNamee Alríkissaksóknarar hafa ákært tvo einstaklinga til viðbótar í tengslum við óeirðirnar í bandaríska þinghúsinu sem fram fóru á miðvikudag. Um er að ræða tvo karlmenn sem vakið hafa mikla athygli fyrir þátt sinn í atburðunum en ljósmyndir af þeim á göngum þinghússins komust fljótt í mikla dreifingu um allan heim. Annar þeirra er hinn 36 ára gamli Adam Johnson frá Flórída sem sást bera ræðupúlt Nancy Pelosi, forseta fulltrúardeilar Bandaríkjaþings, út úr þingsal. Auk hans var Jacob Anthony Chansley frá Arizona færður í gæsluvarðhald í dag en margir kannast við hann sem manninn sem sást ber að ofan, með andlitsmálningu og höfuðbúnað sem virtist vera úr feldi. Adam Johnson sást bera ræðupúlt Nancy Pelosi, þingmanns Demókrata og forseta fulltrúadeildarinnar í þinghúsinu. Getty/Win McNamee Báðir eru ákærðir fyrir að hafa farið óleyfilega inn í þinghúsið og vera með óspektir í og við þingið. Fram kemur í umfjöllun Washington Post að Johnson sé einnig ákærður fyrir þjófnað á ríkiseigum en hann er sakaður um að hafa stolið áðurnefndu ræðupúlti. Lögregla studdist við ljósmyndir og umfjöllun í fjölmiðlum þegar kom að því að bera kennsl á mennina. Í gær var greint frá því að Richard Barnett, sem fór inn á skrifstofu Nancy Pelosi þar sem hann kom sér fyrir í sæti hennar, hafi verið handtekinn og ákærður fyrir brot á alríkislögum. Hinn sami sagðist hafa stolið pósti þingforsetans og skilið eftir skilaboð til hennar á skrifstofunni. Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir „Á þessum tímapunkti hélt ég að ég yrði drepin“ Fjöldi blaðamanna og ljósmyndara var í og við bandaríska þinghúsið á miðvikudag og upplifði þá ótrúlegu atburðarás þegar æstur múgur, stuðningsmenn Donalds Trump fráfarandi Bandaríkjaforseta, réðst inn í húsið. 9. janúar 2021 19:31 Vildi „setja kúlu í hausinn á Pelosi“ í beinni Saksóknarar í Bandaríkjunum hafa greint frá upplýsingum úr rannsókn yfirvalda, sem snýr að árás stuðningsmanna Donalds Trump Bandaríkjaforseta á þinghúsið síðastliðinn miðvikudag. Frá þessu er greint á vef CNN. 9. janúar 2021 14:22 Lögreglumaður lést af sárum sínum eftir árásina á þinghúsið Lögreglumaður sem starfaði í þinghúsi Bandaríkjanna, Capitol Hill, er látinn. Hann lést af sárum sem hann hlaut þegar æstur múgur réðst inn í þinghúsið síðastliðinn miðvikudag og truflaði þingfund þar sem átti að staðfesta kjör Joes Biden í embætti forseta Bandaríkjanna. 8. janúar 2021 06:45 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Fleiri fréttir Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Sjá meira
Annar þeirra er hinn 36 ára gamli Adam Johnson frá Flórída sem sást bera ræðupúlt Nancy Pelosi, forseta fulltrúardeilar Bandaríkjaþings, út úr þingsal. Auk hans var Jacob Anthony Chansley frá Arizona færður í gæsluvarðhald í dag en margir kannast við hann sem manninn sem sást ber að ofan, með andlitsmálningu og höfuðbúnað sem virtist vera úr feldi. Adam Johnson sást bera ræðupúlt Nancy Pelosi, þingmanns Demókrata og forseta fulltrúadeildarinnar í þinghúsinu. Getty/Win McNamee Báðir eru ákærðir fyrir að hafa farið óleyfilega inn í þinghúsið og vera með óspektir í og við þingið. Fram kemur í umfjöllun Washington Post að Johnson sé einnig ákærður fyrir þjófnað á ríkiseigum en hann er sakaður um að hafa stolið áðurnefndu ræðupúlti. Lögregla studdist við ljósmyndir og umfjöllun í fjölmiðlum þegar kom að því að bera kennsl á mennina. Í gær var greint frá því að Richard Barnett, sem fór inn á skrifstofu Nancy Pelosi þar sem hann kom sér fyrir í sæti hennar, hafi verið handtekinn og ákærður fyrir brot á alríkislögum. Hinn sami sagðist hafa stolið pósti þingforsetans og skilið eftir skilaboð til hennar á skrifstofunni.
Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir „Á þessum tímapunkti hélt ég að ég yrði drepin“ Fjöldi blaðamanna og ljósmyndara var í og við bandaríska þinghúsið á miðvikudag og upplifði þá ótrúlegu atburðarás þegar æstur múgur, stuðningsmenn Donalds Trump fráfarandi Bandaríkjaforseta, réðst inn í húsið. 9. janúar 2021 19:31 Vildi „setja kúlu í hausinn á Pelosi“ í beinni Saksóknarar í Bandaríkjunum hafa greint frá upplýsingum úr rannsókn yfirvalda, sem snýr að árás stuðningsmanna Donalds Trump Bandaríkjaforseta á þinghúsið síðastliðinn miðvikudag. Frá þessu er greint á vef CNN. 9. janúar 2021 14:22 Lögreglumaður lést af sárum sínum eftir árásina á þinghúsið Lögreglumaður sem starfaði í þinghúsi Bandaríkjanna, Capitol Hill, er látinn. Hann lést af sárum sem hann hlaut þegar æstur múgur réðst inn í þinghúsið síðastliðinn miðvikudag og truflaði þingfund þar sem átti að staðfesta kjör Joes Biden í embætti forseta Bandaríkjanna. 8. janúar 2021 06:45 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Fleiri fréttir Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Sjá meira
„Á þessum tímapunkti hélt ég að ég yrði drepin“ Fjöldi blaðamanna og ljósmyndara var í og við bandaríska þinghúsið á miðvikudag og upplifði þá ótrúlegu atburðarás þegar æstur múgur, stuðningsmenn Donalds Trump fráfarandi Bandaríkjaforseta, réðst inn í húsið. 9. janúar 2021 19:31
Vildi „setja kúlu í hausinn á Pelosi“ í beinni Saksóknarar í Bandaríkjunum hafa greint frá upplýsingum úr rannsókn yfirvalda, sem snýr að árás stuðningsmanna Donalds Trump Bandaríkjaforseta á þinghúsið síðastliðinn miðvikudag. Frá þessu er greint á vef CNN. 9. janúar 2021 14:22
Lögreglumaður lést af sárum sínum eftir árásina á þinghúsið Lögreglumaður sem starfaði í þinghúsi Bandaríkjanna, Capitol Hill, er látinn. Hann lést af sárum sem hann hlaut þegar æstur múgur réðst inn í þinghúsið síðastliðinn miðvikudag og truflaði þingfund þar sem átti að staðfesta kjör Joes Biden í embætti forseta Bandaríkjanna. 8. janúar 2021 06:45
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent