Benedikt Jónsson náði stórglæsilegum myndum af eftirköstum óveðursins í dag. Ljósmyndirnar tók hann á Breiðdalsvík í Fjarðabyggð þar sem hann er búsettur.
Benedikt segir í samtali við Vísi að hann hafi haldið sig heima þangað til veðrinu slotaði en kíkt út í dag til að fanga hina einstöku náttúrufegurð sem hafði myndast síðastliðinn sólarhring eða svo.






